Alþýðufylkingin hefur kynnt fullskipaðan lista til alþingiskosninga sem fram fara 29. október næstkomandi.
Vésteinn Valgarðsson, stuðningsfulltrúi og varaformaður Alþýðufylkingarinnar, leiðir listann en Sólveig Hauksdóttir hjúkrunarfræðingur skipar annað sætið.
Að neðan má sjá listann í heild sinni:
1. Vésteinn Valgarðsson, stuðningsfulltrúi, Rykjavík
2. Sólveig Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur, Reykjavík
3. Gunnar Freyr Rúnarsson, geðsjúkraliði, Reykjavík
4. Þóra Sverrisdóttir, leikskólakennari, Reykjavík
5. Tinna Þorvaldsdóttir Önnudóttir, leikkona, Reykjavík
6. Sindri Freyr Steinsson, stuðningsfulltrúi, Reykjavík
7. Axel Þór Kolbeinsson, tölvutæknir, Reykjavík
8. Héðinn Björnsson, jarðfræðingur, Danmörku
9. Sigríður Kristín Kristjánsdóttir, námsmaður, Reykjavík
10. Jón Karl Stefánsson, forstöðumaður, Reykjavík
11. Ásgeir Rúnar Helgason, dósent í sálfræði, Svíþjóð
12. Einar Andrésson, fangavörður, Reykjavík
13. Sóley Þorvaldsdóttir, starfsmaður í veitingahúsi, Reykjavík
14. Kristleifur Þorsteinsson, tölvunarfræðingur, Kópavogi
15. Ólafur Tumi Sigurðarson, háskólanemi, Reykjavík
16. Elín Helgadóttir, sjúkraliði, Reykjavík
17. Ingi Þórisson, námsmaður, Hollandi
18. Stefán Ingvar Vigfússon, listamaður, Reykjavík
19. Lúther Maríuson, afgreiðslumaður, Reykjavík
20. Viktor Penalver, öryrki, Hafnarfirði
21. Björg Kjartansdóttir, sjúkraliði, Reykjavík
22. Örn Ólafsson, bókmenntafræðingur, Danmörku
Alþýðufylkingin kynnir fullskipaðan lista í Reykjavík norður
Atli Ísleifsson skrifar