Björt vill ekki að sitja undir kjaftæði miðaldra kalla Jakob Bjarnar skrifar 23. september 2016 11:28 Björt vildi ekki sitja undir kjaftæði hins miðaldra kalls sem birtist henni í líki Jóns Gunnarssonar í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Björt Ólafsdóttir lét Jón Gunnarsson heldur betur heyra það í morgun, þegar hann lét það eftir sér að segja hana ekki hafa kynnt sér málin nægjanlega vel. Hún sagðist ekki nenna slíku kjaftæði frá miðaldra kalli. Björt, sem þingmaður Bjartrar framtíðar og Jón, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, voru gestir í Morgunútvarpi Ríkisútvarpsins í morgun og ræddu þar rammaáætlun. Bæði sitja þau í atvinnuveganefnd þar sem Jón fer með formennsku. Þau greinir meðal annars á um hvort samþykkja beri nýtingarflokk rammaáætlunar fyrir þinglok. Sá er vilji Jóns en hann teygði sig heldur langt að mati Bjartar þegar hann sagði að það hlyti að vera svo, í svo mikilvægum málum sem rammaáætlun er, að fólk kynnti sér málin. „Það þarf að kynna sér þetta betur en þessi málflutningur ber með sér að hafi verið gert. Það er bara því miður þannig.“ Þessi ummæli fóru mjög fyrir brjóst Bjartar sem lét Jón hafa það óþvegið í beinni útsendingu. „Ég nenni ekki að sitja undir þessu. Ég nenni ekki enn eina ferðina að hér sé miðaldra karl sem segi – heyrðu vinkona, viltu gjöra svo vel kynna þér aðeins málið betur. Ég nenni ekki svona kjaftæði. Ég er búin að sitja með þér í atvinnuveganefnd í þrjú ár og Jón getur ekki sagt að við hjá Bjartri framtíð, og ég í þeirri nefnd, sé ekki sanngjörn í því mati að meta þessa hluti,“ sagði Björt og hélt því fram að munurinn sé einfaldlega sá að Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkurinn séu með ólíka stefnu í þessum málum. „Það er það sem þetta snýst um. Við viljum ekki fleiri stóriðjur. Við viljum ekki að Landsvirkjun sé að festa fleiri orkusamninga fyrir lágt verð.“ Jón lét ekki slá sig út af laginu, þegar spyrill greip inní og spurði hvort það þyrfti að setja mál fram með þeim hætti að annar aðilinn hafi ekki kynnt sér málin. Hvort hann væri ekki að tala niður til Bjartar? Jón taldi ekki svo vera og sagðist standa við orð sín. „Vegna þess að þetta er þannig.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan leggst gegn flýtimeðferð á raflínum til Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir ekki hægt að bíða fram yfir kosningar með að heimila lagningu raflína frá Þeistareykjum og Kröflu til Bakka. 21. september 2016 20:15 Ríkisstjórnin leggur fram frumvarp um háspennulínur að Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segist ekki trúa öðru en samstaða náist við stjórnarandstöðuna enda miklir hagsmunir í húfi. 21. september 2016 12:18 Vill slíta rammann í sundur og flýta nýtingu Jón Gunnarsson telur ástæðu til að fresta ákvörðun um verndarflokk og biðflokk í þriðja áfanga rammaáætlunar. Hann vill samþykkja nýtingarflokkinn úr atvinnuveganefnd til að hægt sé að virkja sem fyrst. Minnihlutinn telur þetta óá 22. september 2016 07:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Sjá meira
Björt Ólafsdóttir lét Jón Gunnarsson heldur betur heyra það í morgun, þegar hann lét það eftir sér að segja hana ekki hafa kynnt sér málin nægjanlega vel. Hún sagðist ekki nenna slíku kjaftæði frá miðaldra kalli. Björt, sem þingmaður Bjartrar framtíðar og Jón, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, voru gestir í Morgunútvarpi Ríkisútvarpsins í morgun og ræddu þar rammaáætlun. Bæði sitja þau í atvinnuveganefnd þar sem Jón fer með formennsku. Þau greinir meðal annars á um hvort samþykkja beri nýtingarflokk rammaáætlunar fyrir þinglok. Sá er vilji Jóns en hann teygði sig heldur langt að mati Bjartar þegar hann sagði að það hlyti að vera svo, í svo mikilvægum málum sem rammaáætlun er, að fólk kynnti sér málin. „Það þarf að kynna sér þetta betur en þessi málflutningur ber með sér að hafi verið gert. Það er bara því miður þannig.“ Þessi ummæli fóru mjög fyrir brjóst Bjartar sem lét Jón hafa það óþvegið í beinni útsendingu. „Ég nenni ekki að sitja undir þessu. Ég nenni ekki enn eina ferðina að hér sé miðaldra karl sem segi – heyrðu vinkona, viltu gjöra svo vel kynna þér aðeins málið betur. Ég nenni ekki svona kjaftæði. Ég er búin að sitja með þér í atvinnuveganefnd í þrjú ár og Jón getur ekki sagt að við hjá Bjartri framtíð, og ég í þeirri nefnd, sé ekki sanngjörn í því mati að meta þessa hluti,“ sagði Björt og hélt því fram að munurinn sé einfaldlega sá að Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkurinn séu með ólíka stefnu í þessum málum. „Það er það sem þetta snýst um. Við viljum ekki fleiri stóriðjur. Við viljum ekki að Landsvirkjun sé að festa fleiri orkusamninga fyrir lágt verð.“ Jón lét ekki slá sig út af laginu, þegar spyrill greip inní og spurði hvort það þyrfti að setja mál fram með þeim hætti að annar aðilinn hafi ekki kynnt sér málin. Hvort hann væri ekki að tala niður til Bjartar? Jón taldi ekki svo vera og sagðist standa við orð sín. „Vegna þess að þetta er þannig.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan leggst gegn flýtimeðferð á raflínum til Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir ekki hægt að bíða fram yfir kosningar með að heimila lagningu raflína frá Þeistareykjum og Kröflu til Bakka. 21. september 2016 20:15 Ríkisstjórnin leggur fram frumvarp um háspennulínur að Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segist ekki trúa öðru en samstaða náist við stjórnarandstöðuna enda miklir hagsmunir í húfi. 21. september 2016 12:18 Vill slíta rammann í sundur og flýta nýtingu Jón Gunnarsson telur ástæðu til að fresta ákvörðun um verndarflokk og biðflokk í þriðja áfanga rammaáætlunar. Hann vill samþykkja nýtingarflokkinn úr atvinnuveganefnd til að hægt sé að virkja sem fyrst. Minnihlutinn telur þetta óá 22. september 2016 07:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Sjá meira
Stjórnarandstaðan leggst gegn flýtimeðferð á raflínum til Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir ekki hægt að bíða fram yfir kosningar með að heimila lagningu raflína frá Þeistareykjum og Kröflu til Bakka. 21. september 2016 20:15
Ríkisstjórnin leggur fram frumvarp um háspennulínur að Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segist ekki trúa öðru en samstaða náist við stjórnarandstöðuna enda miklir hagsmunir í húfi. 21. september 2016 12:18
Vill slíta rammann í sundur og flýta nýtingu Jón Gunnarsson telur ástæðu til að fresta ákvörðun um verndarflokk og biðflokk í þriðja áfanga rammaáætlunar. Hann vill samþykkja nýtingarflokkinn úr atvinnuveganefnd til að hægt sé að virkja sem fyrst. Minnihlutinn telur þetta óá 22. september 2016 07:00