Sigurður Ingi mættur á kjördæmisþing Framsóknarflokksins Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. september 2016 11:05 Sigurður Ingi Jóhannson, sem sækist eftir formannsembættinu hjá Framsókn, á fundinum í morgun ásamt Silju Dögg Gunnarsdóttur, þingkonu flokksins. Vísir/Jóhann K Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra er mættur á kjördæmisþing Framsóknar í Suðurkjördæmi, sem fram fer á Hótel Selfossi í dag. Þingið hófst klukkan ellefu og þar mun framboðslisti flokksins í kjördæminu vera staðfestur. Sigurður Ingi tilkynnti í gær að hann hyggst bjóða sig fram til formanns flokksins gegn sitjandi formanni, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Sigurður Ingi að síðustu vikur hefðu gert það að verkum að hann hefði íhugað formennsku að alvöru. „Ég tel það óheppilegt fyrir flokkinn að halda áfram í því andrúmslofti sem hann er í í dag. Það er best að fá skýra lausn í málið á flokksþingi hver sem hún verður. Sá sem kosinn er formaður hefur þá óskorað umboð flokksmanna til að ganga til kosninga,“ sagði Sigurður Ingi. Í gær fundaði þingflokkur Framsóknarflokksins í tæpa fjóra klukkutíma. Sigurður Ingi fór af fundinum um klukkan hálf þrjú og ræddi ekki við fjölmiðla. Þá tilkynnti hann þingflokknum ekki um framboð sitt á þeim fundi og lýsti þingflokkurinn yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð að fundi loknum. Fimm hafa boðið sig fram í þrjú efstu sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Þau eru Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra í 1. sæti. Silja Dögg Gunnnarsdóttir alþingismaður í 2.sætið. Í þriðja sætið bjóða sig fram þau Ásgerður Kristín Gylfadóttir hjúkrunarfræðingur, Einar Freyr Elínarson ferðaþjónustu- og sauðfjárbóndi og Fjóla Hrund Björnsdóttir stjórnmálafræðingur. Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Sigmundur Davíð var kampakátur eftir langan þingflokksfund Framsóknarmanna. 23. september 2016 16:46 Sigurður Ingi tilkynnti þingflokknum ekki um framboð sitt á fundinum í dag Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins tilkynnti þingflokknum ekki um framboð sitt til formanns á þingflokksfundinum sem haldinn var í dag. 23. september 2016 20:56 Sigurður Ingi: „Óheppilegt fyrir flokkinn að halda áfram í því andrúmi sem hann er í í dag“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir að það hafi verið erfið ákvörðun að bjóða sig fram til formanns flokksins en Vísir greindi frá framboði formannsins fyrr í kvöld. 23. september 2016 19:56 Umræður á fundinum voru erfiðar en hreinskilnar Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hjó á hnútinn í Framsóknarflokknum í gær með því að bjóða sig fram til formanns flokksins. Prófessor í stjórnmálafræði segir óvenjuharkalegt uppgjör eiga sér stað innan flokksins. 24. september 2016 07:00 Sigurður Ingi býður sig fram til formanns Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson varaformaður Framsóknarflokksins ætlar að bjóða sig fram til formanns flokksins. Þetta herma heimildir fréttastofu. 23. september 2016 19:08 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra er mættur á kjördæmisþing Framsóknar í Suðurkjördæmi, sem fram fer á Hótel Selfossi í dag. Þingið hófst klukkan ellefu og þar mun framboðslisti flokksins í kjördæminu vera staðfestur. Sigurður Ingi tilkynnti í gær að hann hyggst bjóða sig fram til formanns flokksins gegn sitjandi formanni, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Sigurður Ingi að síðustu vikur hefðu gert það að verkum að hann hefði íhugað formennsku að alvöru. „Ég tel það óheppilegt fyrir flokkinn að halda áfram í því andrúmslofti sem hann er í í dag. Það er best að fá skýra lausn í málið á flokksþingi hver sem hún verður. Sá sem kosinn er formaður hefur þá óskorað umboð flokksmanna til að ganga til kosninga,“ sagði Sigurður Ingi. Í gær fundaði þingflokkur Framsóknarflokksins í tæpa fjóra klukkutíma. Sigurður Ingi fór af fundinum um klukkan hálf þrjú og ræddi ekki við fjölmiðla. Þá tilkynnti hann þingflokknum ekki um framboð sitt á þeim fundi og lýsti þingflokkurinn yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð að fundi loknum. Fimm hafa boðið sig fram í þrjú efstu sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Þau eru Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra í 1. sæti. Silja Dögg Gunnnarsdóttir alþingismaður í 2.sætið. Í þriðja sætið bjóða sig fram þau Ásgerður Kristín Gylfadóttir hjúkrunarfræðingur, Einar Freyr Elínarson ferðaþjónustu- og sauðfjárbóndi og Fjóla Hrund Björnsdóttir stjórnmálafræðingur.
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Sigmundur Davíð var kampakátur eftir langan þingflokksfund Framsóknarmanna. 23. september 2016 16:46 Sigurður Ingi tilkynnti þingflokknum ekki um framboð sitt á fundinum í dag Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins tilkynnti þingflokknum ekki um framboð sitt til formanns á þingflokksfundinum sem haldinn var í dag. 23. september 2016 20:56 Sigurður Ingi: „Óheppilegt fyrir flokkinn að halda áfram í því andrúmi sem hann er í í dag“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir að það hafi verið erfið ákvörðun að bjóða sig fram til formanns flokksins en Vísir greindi frá framboði formannsins fyrr í kvöld. 23. september 2016 19:56 Umræður á fundinum voru erfiðar en hreinskilnar Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hjó á hnútinn í Framsóknarflokknum í gær með því að bjóða sig fram til formanns flokksins. Prófessor í stjórnmálafræði segir óvenjuharkalegt uppgjör eiga sér stað innan flokksins. 24. september 2016 07:00 Sigurður Ingi býður sig fram til formanns Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson varaformaður Framsóknarflokksins ætlar að bjóða sig fram til formanns flokksins. Þetta herma heimildir fréttastofu. 23. september 2016 19:08 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Sigmundur Davíð var kampakátur eftir langan þingflokksfund Framsóknarmanna. 23. september 2016 16:46
Sigurður Ingi tilkynnti þingflokknum ekki um framboð sitt á fundinum í dag Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins tilkynnti þingflokknum ekki um framboð sitt til formanns á þingflokksfundinum sem haldinn var í dag. 23. september 2016 20:56
Sigurður Ingi: „Óheppilegt fyrir flokkinn að halda áfram í því andrúmi sem hann er í í dag“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir að það hafi verið erfið ákvörðun að bjóða sig fram til formanns flokksins en Vísir greindi frá framboði formannsins fyrr í kvöld. 23. september 2016 19:56
Umræður á fundinum voru erfiðar en hreinskilnar Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hjó á hnútinn í Framsóknarflokknum í gær með því að bjóða sig fram til formanns flokksins. Prófessor í stjórnmálafræði segir óvenjuharkalegt uppgjör eiga sér stað innan flokksins. 24. september 2016 07:00
Sigurður Ingi býður sig fram til formanns Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson varaformaður Framsóknarflokksins ætlar að bjóða sig fram til formanns flokksins. Þetta herma heimildir fréttastofu. 23. september 2016 19:08