Samkvæmt frétt Reuters munu notendur gleraugnanna geta tekið upp allt að tíu sekúndna löng myndbönd sem hægt verður að deila á Snapchat.
Snap Inc. segir að myndavélin í gleraugunum sé ein af minnstu myndavélum heimsins sem bjóði upp á þráðlausa tengingu með þráðlausu neti eða Bluetooth. Þá verða gleraugun seld í þremur mismunandi litum.