Vill ekki að fólk hagi sér eins og það „eigi“ stuðning Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2016 14:51 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir stöðuna fyrir kosningar vera flókna. Nýir flokkar mælist nú um fjörutíu prósenta fylgi og fylgið sé mjög dreift. Hann hefur á tilfinningunni sé að staðan hér sé ekki ósvipuð og sé að gerast víða annars staðar. Bjarni ræddi stöðuna á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hægt er að hlusta á viðtalið hér að ofan. „Við erum að minnsta kosti ekki með þennan þriðjung atkvæða sem að Sjálfstæðisflokkurinn var með á landsvísu, þó að staða Sjálfstæðisflokksins á sveitarstjórnarstiginu sé gríðarlega sterk. Það er einungis á höfuðborgarsvæðinu sem að Sjálfstæðisflokkurinn hefur gefið aðeins eftir, en annars staðar hefur staða Sjálfstæðisflokksins verið mjög öflug um allt land,“ segir Bjarni. Hann segist vera þeirrar skoðunar að Sjálfstæðisflokkurinn eigi samhljóm með þjóðinni sem að ætti að skila flokknum meira fylgi en hann mælist með í dag. Þá hefur Bjarni ekki áhyggjur af framgangi Viðreisnar. „Menn verða að gæta að því að haga sér ekki eins og þeir eigi eitthvað. Eigi ekki einhvern stuðning eða tilkall til einhverra atkvæða. Til þess að fólk einhvers staðar á landinu komi alltaf og styðji okkur. Þetta verður alltaf þessi barátta um að sannfæra fólk um að fylgja okkar stefnu. Nýir flokkar geta orðið til, þeir hafa áður orðið til og þeir hafa yfirleitt ekki verið langlífir. Það eru bara tveir flokkar sem að virkilega hafa lifað lengi og það eru Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur. Við höfum lifað allar þessar sveiflur í bráðum hundrað ár.“ Hann segist ekki sjá að Viðreisn hafi haft mikil áhrif á fylgi Sjálfstæðisflokksins. Vel gæti verið að Evrópusinnað fólk sæi tækifæri í Viðreisn, en setur spurningarmerki við að Evrópusinnaður flokkur skyldi vera stofnaður í dag þegar ESB „er á jafn miklum krossgötum og það er“. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktir Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í báðum Reykjavíkurkjördæmunum voru samþykktir samhljóða á kjördæmisráðsfundi Varðar í Valhöll í dag. 23. september 2016 18:46 Skiptar skoðanir um íhaldssemi flokksins Ritari Sjálfstæðisflokksins telur ekki fót fyrir gagnrýni nokkurra stjórnarkvenna í Landssambandi sjálfstæðiskvenna sem sögðu sig úr flokknum vegna íhaldssemi hans í jafnréttismálum. Tvær þingkonur segja eitthvað til í gagnrýninni. 24. september 2016 07:00 Þrjár þungavigtarkonur segja sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna óánægju með jafnréttismál Segja þær "fullreynt að hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum.“ 22. september 2016 15:41 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Maðurinn sem féll í ána er látinn Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir stöðuna fyrir kosningar vera flókna. Nýir flokkar mælist nú um fjörutíu prósenta fylgi og fylgið sé mjög dreift. Hann hefur á tilfinningunni sé að staðan hér sé ekki ósvipuð og sé að gerast víða annars staðar. Bjarni ræddi stöðuna á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hægt er að hlusta á viðtalið hér að ofan. „Við erum að minnsta kosti ekki með þennan þriðjung atkvæða sem að Sjálfstæðisflokkurinn var með á landsvísu, þó að staða Sjálfstæðisflokksins á sveitarstjórnarstiginu sé gríðarlega sterk. Það er einungis á höfuðborgarsvæðinu sem að Sjálfstæðisflokkurinn hefur gefið aðeins eftir, en annars staðar hefur staða Sjálfstæðisflokksins verið mjög öflug um allt land,“ segir Bjarni. Hann segist vera þeirrar skoðunar að Sjálfstæðisflokkurinn eigi samhljóm með þjóðinni sem að ætti að skila flokknum meira fylgi en hann mælist með í dag. Þá hefur Bjarni ekki áhyggjur af framgangi Viðreisnar. „Menn verða að gæta að því að haga sér ekki eins og þeir eigi eitthvað. Eigi ekki einhvern stuðning eða tilkall til einhverra atkvæða. Til þess að fólk einhvers staðar á landinu komi alltaf og styðji okkur. Þetta verður alltaf þessi barátta um að sannfæra fólk um að fylgja okkar stefnu. Nýir flokkar geta orðið til, þeir hafa áður orðið til og þeir hafa yfirleitt ekki verið langlífir. Það eru bara tveir flokkar sem að virkilega hafa lifað lengi og það eru Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur. Við höfum lifað allar þessar sveiflur í bráðum hundrað ár.“ Hann segist ekki sjá að Viðreisn hafi haft mikil áhrif á fylgi Sjálfstæðisflokksins. Vel gæti verið að Evrópusinnað fólk sæi tækifæri í Viðreisn, en setur spurningarmerki við að Evrópusinnaður flokkur skyldi vera stofnaður í dag þegar ESB „er á jafn miklum krossgötum og það er“.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktir Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í báðum Reykjavíkurkjördæmunum voru samþykktir samhljóða á kjördæmisráðsfundi Varðar í Valhöll í dag. 23. september 2016 18:46 Skiptar skoðanir um íhaldssemi flokksins Ritari Sjálfstæðisflokksins telur ekki fót fyrir gagnrýni nokkurra stjórnarkvenna í Landssambandi sjálfstæðiskvenna sem sögðu sig úr flokknum vegna íhaldssemi hans í jafnréttismálum. Tvær þingkonur segja eitthvað til í gagnrýninni. 24. september 2016 07:00 Þrjár þungavigtarkonur segja sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna óánægju með jafnréttismál Segja þær "fullreynt að hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum.“ 22. september 2016 15:41 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Maðurinn sem féll í ána er látinn Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Sjá meira
Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktir Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í báðum Reykjavíkurkjördæmunum voru samþykktir samhljóða á kjördæmisráðsfundi Varðar í Valhöll í dag. 23. september 2016 18:46
Skiptar skoðanir um íhaldssemi flokksins Ritari Sjálfstæðisflokksins telur ekki fót fyrir gagnrýni nokkurra stjórnarkvenna í Landssambandi sjálfstæðiskvenna sem sögðu sig úr flokknum vegna íhaldssemi hans í jafnréttismálum. Tvær þingkonur segja eitthvað til í gagnrýninni. 24. september 2016 07:00
Þrjár þungavigtarkonur segja sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna óánægju með jafnréttismál Segja þær "fullreynt að hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum.“ 22. september 2016 15:41