Umboðsmaður Alþingis segir fangelsismálastjóra hafa gerst brotlegan vegna ummæla um Kaupþingsmenn nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 25. september 2016 20:00 Þremenningarnir afplánuðu dóm sinn á Kvíabryggju. Vísir/Þorbjörn Þórðarson/andri marinó Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að ummæli Páls Winkel, fangelsismálastjóra, um þá Magnús Guðmundsson, Ólaf Ólafsson og Sigurð Einarsson hafi varðað brot á lagareglum. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Magnús, Ólafur og Sigurður hlutu allir dóm vegna Al thani-málsins svokallaða og voru í kjölfarið vistaðir á Kvíabryggju. Kvörtun þeirra til umboðsmanns Alþingis gegn Páli snerist um ummæli hans í fjölmiðlum varðandi ýmislegt er tengdist fangavist þremenninganna á Kvíabryggju. Kvörtun Magnúsar, Ólafs og Sigurðar var fjórþætt en hún var send umboðsmanni á gamlársdag í fyrra. Í fyrsta lagi hafði Páll látið þau orð falla í fjölmiðlum að þremenningarnir vildu fá áfenga drykki með matnum á Kvíabryggju. Í öðru lagi hefði tökulið á vegum leikstjórans Michaels Moore fengið að kvikmynda á Kvíabryggju og rætt þar við þá Magnús, Ólaf og Sigurð. Í þriðja lagi kvörtuðu þremenningarnir yfir því að Páll hefði í föstudagsviðtali Fréttablaðsins í nóvember í fyrra ýjað að því að honum væri mútað af föngunum, bæði óbeint og beint. Í fjórða lagi tengdist kvörtunin ummælum Páls um reiðnámskeið á Kvíabryggju sem til stóð að þremenningarnir myndu sækja. Umboðsmaður Alþingis skilaði ekki inn ályktun varðandi málið enda hefur fangelsismálastjóri þegar beðist afsökunar á framgöngu sinni. Þess í stað sendi hann sendi þeim Magnúsi, Ólafi og Sigurði svar við kvörtuninni og gerði innanríkisráðherra og Páli jafnframt grein fyrir niðurstöðu sinni. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Umboðsmaður kallar eftir skýringum frá Páli Winkel Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir formlegum skýringum frá forstjóra Fangelsismálastofnunar vegna kvörtunar Kaupþingsmanna sem eru í afplánun í fangelsinu á Kvíabryggju. 10. janúar 2016 20:45 Fangelsismálastjóri hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar fanga á Kvíabryggju Páll Winkel, fangelsismálastjóri, hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar sem þrír fangar á Kvíabryggju, þeir Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson, lögðu inn til umboðsmanns vegna fangelsismálastjóra. 1. febrúar 2016 11:40 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að ummæli Páls Winkel, fangelsismálastjóra, um þá Magnús Guðmundsson, Ólaf Ólafsson og Sigurð Einarsson hafi varðað brot á lagareglum. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Magnús, Ólafur og Sigurður hlutu allir dóm vegna Al thani-málsins svokallaða og voru í kjölfarið vistaðir á Kvíabryggju. Kvörtun þeirra til umboðsmanns Alþingis gegn Páli snerist um ummæli hans í fjölmiðlum varðandi ýmislegt er tengdist fangavist þremenninganna á Kvíabryggju. Kvörtun Magnúsar, Ólafs og Sigurðar var fjórþætt en hún var send umboðsmanni á gamlársdag í fyrra. Í fyrsta lagi hafði Páll látið þau orð falla í fjölmiðlum að þremenningarnir vildu fá áfenga drykki með matnum á Kvíabryggju. Í öðru lagi hefði tökulið á vegum leikstjórans Michaels Moore fengið að kvikmynda á Kvíabryggju og rætt þar við þá Magnús, Ólaf og Sigurð. Í þriðja lagi kvörtuðu þremenningarnir yfir því að Páll hefði í föstudagsviðtali Fréttablaðsins í nóvember í fyrra ýjað að því að honum væri mútað af föngunum, bæði óbeint og beint. Í fjórða lagi tengdist kvörtunin ummælum Páls um reiðnámskeið á Kvíabryggju sem til stóð að þremenningarnir myndu sækja. Umboðsmaður Alþingis skilaði ekki inn ályktun varðandi málið enda hefur fangelsismálastjóri þegar beðist afsökunar á framgöngu sinni. Þess í stað sendi hann sendi þeim Magnúsi, Ólafi og Sigurði svar við kvörtuninni og gerði innanríkisráðherra og Páli jafnframt grein fyrir niðurstöðu sinni.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Umboðsmaður kallar eftir skýringum frá Páli Winkel Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir formlegum skýringum frá forstjóra Fangelsismálastofnunar vegna kvörtunar Kaupþingsmanna sem eru í afplánun í fangelsinu á Kvíabryggju. 10. janúar 2016 20:45 Fangelsismálastjóri hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar fanga á Kvíabryggju Páll Winkel, fangelsismálastjóri, hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar sem þrír fangar á Kvíabryggju, þeir Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson, lögðu inn til umboðsmanns vegna fangelsismálastjóra. 1. febrúar 2016 11:40 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
Umboðsmaður kallar eftir skýringum frá Páli Winkel Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir formlegum skýringum frá forstjóra Fangelsismálastofnunar vegna kvörtunar Kaupþingsmanna sem eru í afplánun í fangelsinu á Kvíabryggju. 10. janúar 2016 20:45
Fangelsismálastjóri hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar fanga á Kvíabryggju Páll Winkel, fangelsismálastjóri, hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar sem þrír fangar á Kvíabryggju, þeir Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson, lögðu inn til umboðsmanns vegna fangelsismálastjóra. 1. febrúar 2016 11:40