„Ekki trufla óvininn á meðan hann er að kála sér sjálfur“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 26. september 2016 17:00 Þær Silja Dögg Gunnarsdóttir og Vigdís Hauksdóttir, þingmenn Framsóknar, voru gestir í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem staða Framsóknarflokksins var tíunduð. Silja Dögg segir Sigurð Inga Jóhannsson, forsætisráðherra, hafa farið með rétt mál þegar hann segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins hafa misst traust þingflokksins í kjölfar Wintris málsins.Sjá: „Segir Sigmund hafa misst stuðning þingflokksins í Apríl“ „Atburðarrásin var þannig að við í þingflokknum vorum búin að ákveða að biðja Sigmund um að víkja,“ sagði Silja Dögg um örlagaríkan þingflokksfund eftir að Panamalekinn var opinberaður. „Þetta var áður en að Sigurður Ingi kom á fundinn og Sigmundur var á leiðinni líka,“ segir hún. „Þetta var ekki gert með glöðu geði, þetta var ekkert plan og við vildum ekki vera í þeirri aðstöðu en við vorum komin upp að vegg. Okkur leið illa og það hafði orðið trúnaðarbrestur forsætisráðherra við íslensku þjóðina og okkur í þingflokknum.“Sigmundur Davíð og Sigurður Ingi munu etja kappi á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina.Þegar Sigurður Ingi mætir á fundinn er honum greint frá vilja þingflokksins um að víkja Sigmundi úr embætti. „Hann tók þetta mjög nærri sér og hann hoppaði ekki hæð sína af gleði,“ sagði hún. „Honum leið mjög illa, hann sagði: “Sigmundur er vinur minn, ég vil ekki gera þetta. En ef staðan er þessi og þið viljið að ég geri þetta skal ég taka þetta verkefni að mér.„„ Vigdís upplifði atburðarrásina ekki á sömu vegu og Silja Dögg. „Mér hefur greinilega verið haldið fyrir utan það þegar þessi ákvörðun var tekin um að etja Sigmund af,“ sagði hún. „Það er margt að skýrast núna og það er erfitt að sætta sig við það, í ljósi málefnastöðu Framsóknarflokksins og hvað við höfum náð miklu í gegn, að það séu þarna einstaklingar úti með hnífasettið á lofti tilbúin til að nota það korteri fyrir kosningar,“ segir Vigdís. Hún telur ljóst að flokkurinn sé klofinn og það nýtist andstæðingum hans best. „Það verður flokksþing um næstu helgi og þar verður kosið um forystu. Þar ræðst það hvaða fylking nær yfirhöndinni og hvaða fylking verður kosin. Fyrir mér lítur þetta þannig út eins og ABBA, þar sem ég fór á ABBA safnið í gær, það eru tvær fylkingar og þetta er að klofna,“ segir hún en hún var stödd í Stokkhólmi þegar Bítismenn náðu á henni í morgun. „En andstæðingar okkar kætast, þeir hugsa þetta sem svo að ekki eigi að trufla óvinin á meðan hann kálar sér sjálfur.“Hér má hlusta á umræður Silju og Vigdísar í Bítinu í heild sinni. Kosningar 2016 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Þær Silja Dögg Gunnarsdóttir og Vigdís Hauksdóttir, þingmenn Framsóknar, voru gestir í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem staða Framsóknarflokksins var tíunduð. Silja Dögg segir Sigurð Inga Jóhannsson, forsætisráðherra, hafa farið með rétt mál þegar hann segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins hafa misst traust þingflokksins í kjölfar Wintris málsins.Sjá: „Segir Sigmund hafa misst stuðning þingflokksins í Apríl“ „Atburðarrásin var þannig að við í þingflokknum vorum búin að ákveða að biðja Sigmund um að víkja,“ sagði Silja Dögg um örlagaríkan þingflokksfund eftir að Panamalekinn var opinberaður. „Þetta var áður en að Sigurður Ingi kom á fundinn og Sigmundur var á leiðinni líka,“ segir hún. „Þetta var ekki gert með glöðu geði, þetta var ekkert plan og við vildum ekki vera í þeirri aðstöðu en við vorum komin upp að vegg. Okkur leið illa og það hafði orðið trúnaðarbrestur forsætisráðherra við íslensku þjóðina og okkur í þingflokknum.“Sigmundur Davíð og Sigurður Ingi munu etja kappi á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina.Þegar Sigurður Ingi mætir á fundinn er honum greint frá vilja þingflokksins um að víkja Sigmundi úr embætti. „Hann tók þetta mjög nærri sér og hann hoppaði ekki hæð sína af gleði,“ sagði hún. „Honum leið mjög illa, hann sagði: “Sigmundur er vinur minn, ég vil ekki gera þetta. En ef staðan er þessi og þið viljið að ég geri þetta skal ég taka þetta verkefni að mér.„„ Vigdís upplifði atburðarrásina ekki á sömu vegu og Silja Dögg. „Mér hefur greinilega verið haldið fyrir utan það þegar þessi ákvörðun var tekin um að etja Sigmund af,“ sagði hún. „Það er margt að skýrast núna og það er erfitt að sætta sig við það, í ljósi málefnastöðu Framsóknarflokksins og hvað við höfum náð miklu í gegn, að það séu þarna einstaklingar úti með hnífasettið á lofti tilbúin til að nota það korteri fyrir kosningar,“ segir Vigdís. Hún telur ljóst að flokkurinn sé klofinn og það nýtist andstæðingum hans best. „Það verður flokksþing um næstu helgi og þar verður kosið um forystu. Þar ræðst það hvaða fylking nær yfirhöndinni og hvaða fylking verður kosin. Fyrir mér lítur þetta þannig út eins og ABBA, þar sem ég fór á ABBA safnið í gær, það eru tvær fylkingar og þetta er að klofna,“ segir hún en hún var stödd í Stokkhólmi þegar Bítismenn náðu á henni í morgun. „En andstæðingar okkar kætast, þeir hugsa þetta sem svo að ekki eigi að trufla óvinin á meðan hann kálar sér sjálfur.“Hér má hlusta á umræður Silju og Vigdísar í Bítinu í heild sinni.
Kosningar 2016 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira