Galopin staða Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. september 2016 07:00 Styrkur Viðreisnar felst ekki síst í stöðu flokksins á miðju íslenskra stjórnmála. Það er engum vafa undirorpið að flokkurinn mun sækja fylgi til hægri og vinstri í alþingiskosningunum 29. október. Tímasetningin er líka góð fyrir Viðreisn. Flokkurinn býður fram í fyrsta sinn á sama tíma og allt logar stafnanna á milli í Framsóknarflokknum og Samfylkingin er allt að því ónýtt pólitískt vörumerki þar sem tíminn frá því að flokkurinn mældist yfir tíu prósentum verður ekki mældur í mánuðum heldur árum. Það er samt margt undirorpið óvissu fjórum vikum fyrir kosningar. Við vitum ekki hvernig oddvitar Viðreisnar standa sig í kappræðum þótt þeir séu flestir með afar fallegar ferilskrár. Þá vitum við ekki hversu mikil neikvæð áhrif tengsl Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur við Kaupþing banka mun hafa á árangur Viðreisnar í kraganum. Þá hefur Þorsteinn Víglundsson um árabil verið á háum launum við að gæta sérhagsmuna. Fyrst fyrir Samtök álframleiðenda og síðan Samtök atvinnulífsins. Vera kann að það stuði einhverja kjósendur sem gera kröfu um annars konar bakgrunn þegar pólitísk forysta er annars vegar. Ef Viðreisn verður í aðstöðu til að taka þátt í myndun ríkisstjórnar að loknum kosningum bíður flokksins mjög erfið prófraun. Hvaða styrk mun Viðreisn hafa til þess að leiða kerfisbreytingar í landbúnaði og sjávarútvegi almenningi til hagsbóta? Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft gnægð tækifæra til kerfisbreytinga en forystumenn flokksins hafa fremur kosið varðstöðu um óbreytt ástand. Þegar sjávarútvegurinn er annars vegar er þessi afstaða mjög skiljanleg enda skapar atvinnugreinin mikil verðmæti. Nýleg könnun RÚV á hugðarefnum almennings í aðdraganda kosninga leiðir í ljós að fólki finnst þetta ekki skipta miklu máli. Þannig nefnir yfirgnæfandi meirihluti heilbrigðiskerfið þegar spurt er hvaða mál eigi að leggja mesta áherslu á eftir kosningar. Mörgum finnst hins vegar þyngra en tárum taki að hafa ekki val. Fólk vill búa við frelsi. Það vill geta keypt grískan fetaost og danska skinku án mikillar fyrirhafnar og án þess að setja sig á hausinn í leiðinni. Fólk fer í matvöruverslanir í útlöndum og veit að fjölbreytni og úrval er ávísun á aukin lífsgæði. Margir eru jafnvel tilbúnir að borga aðeins hærra verð fyrir íslenska mjólkurlítrann í staðinn. Það er lítið endurgjald fyrir valfrelsi. Niðurstöður framangreindrar könnunar benda hins vegar til þess að þetta sé ekki í forgangi hjá almenningi heldur endurbætur á heilbrigðiskerfinu. Engu að síður er þetta ofarlega á blaði hjá mörgum því þetta snertir bæði pyngjuna og gæði lífs. Þar liggja sóknarfæri Viðreisnar sökum stefnu flokksins í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum. Ef Viðreisn verður plástur á núverandi ríkisstjórnarsamstarf verður að meitla það kyrfilega í stjórnarsáttmálann með skematískum hætti að stefnt verði að hækkun veiðigjalda í sjávarútvegi og auknu frelsi við innflutning á matvælum. Að öðrum kosti verður Viðreisn aldrei annað en sykurlaus útgáfa af Sjálfstæðisflokknum. Og þá var kannski betur heima setið en af stað farið.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Í prentaðri útgáfu var ranghermi um dagsetningu alþingiskosninga sem hefur verið leiðrétt í vefútgáfu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Styrkur Viðreisnar felst ekki síst í stöðu flokksins á miðju íslenskra stjórnmála. Það er engum vafa undirorpið að flokkurinn mun sækja fylgi til hægri og vinstri í alþingiskosningunum 29. október. Tímasetningin er líka góð fyrir Viðreisn. Flokkurinn býður fram í fyrsta sinn á sama tíma og allt logar stafnanna á milli í Framsóknarflokknum og Samfylkingin er allt að því ónýtt pólitískt vörumerki þar sem tíminn frá því að flokkurinn mældist yfir tíu prósentum verður ekki mældur í mánuðum heldur árum. Það er samt margt undirorpið óvissu fjórum vikum fyrir kosningar. Við vitum ekki hvernig oddvitar Viðreisnar standa sig í kappræðum þótt þeir séu flestir með afar fallegar ferilskrár. Þá vitum við ekki hversu mikil neikvæð áhrif tengsl Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur við Kaupþing banka mun hafa á árangur Viðreisnar í kraganum. Þá hefur Þorsteinn Víglundsson um árabil verið á háum launum við að gæta sérhagsmuna. Fyrst fyrir Samtök álframleiðenda og síðan Samtök atvinnulífsins. Vera kann að það stuði einhverja kjósendur sem gera kröfu um annars konar bakgrunn þegar pólitísk forysta er annars vegar. Ef Viðreisn verður í aðstöðu til að taka þátt í myndun ríkisstjórnar að loknum kosningum bíður flokksins mjög erfið prófraun. Hvaða styrk mun Viðreisn hafa til þess að leiða kerfisbreytingar í landbúnaði og sjávarútvegi almenningi til hagsbóta? Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft gnægð tækifæra til kerfisbreytinga en forystumenn flokksins hafa fremur kosið varðstöðu um óbreytt ástand. Þegar sjávarútvegurinn er annars vegar er þessi afstaða mjög skiljanleg enda skapar atvinnugreinin mikil verðmæti. Nýleg könnun RÚV á hugðarefnum almennings í aðdraganda kosninga leiðir í ljós að fólki finnst þetta ekki skipta miklu máli. Þannig nefnir yfirgnæfandi meirihluti heilbrigðiskerfið þegar spurt er hvaða mál eigi að leggja mesta áherslu á eftir kosningar. Mörgum finnst hins vegar þyngra en tárum taki að hafa ekki val. Fólk vill búa við frelsi. Það vill geta keypt grískan fetaost og danska skinku án mikillar fyrirhafnar og án þess að setja sig á hausinn í leiðinni. Fólk fer í matvöruverslanir í útlöndum og veit að fjölbreytni og úrval er ávísun á aukin lífsgæði. Margir eru jafnvel tilbúnir að borga aðeins hærra verð fyrir íslenska mjólkurlítrann í staðinn. Það er lítið endurgjald fyrir valfrelsi. Niðurstöður framangreindrar könnunar benda hins vegar til þess að þetta sé ekki í forgangi hjá almenningi heldur endurbætur á heilbrigðiskerfinu. Engu að síður er þetta ofarlega á blaði hjá mörgum því þetta snertir bæði pyngjuna og gæði lífs. Þar liggja sóknarfæri Viðreisnar sökum stefnu flokksins í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum. Ef Viðreisn verður plástur á núverandi ríkisstjórnarsamstarf verður að meitla það kyrfilega í stjórnarsáttmálann með skematískum hætti að stefnt verði að hækkun veiðigjalda í sjávarútvegi og auknu frelsi við innflutning á matvælum. Að öðrum kosti verður Viðreisn aldrei annað en sykurlaus útgáfa af Sjálfstæðisflokknum. Og þá var kannski betur heima setið en af stað farið.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Í prentaðri útgáfu var ranghermi um dagsetningu alþingiskosninga sem hefur verið leiðrétt í vefútgáfu.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun