Framsókn mætir í henglum til kosninga Jakob Bjarnar skrifar 26. september 2016 17:12 Sigurður Ingi nýtur meiri stuðnings en Sigmundur Davíð, innan þingflokksins í komandi formannsslag. Fyrir liggur að Framsóknarflokkurinn mun mæta í henglum til kosninga. Hvernig sem allt velkist og fer. Allt leikur á reiðiskjálfi innan flokks, í öllum stofnunum hans og í grasrótinni eru menn trítilóðir, eins og einn heimildarmanna Vísis sagði. Lagt var upp með að teikna upp landslag innan þingflokksins. Vitaskuld ráða aðrar breytur en afstaða þingmanna einnig miklu um hvernig fer á Flokksþingi Framsóknarflokksins sem haldið verður um næstu helgi. Þar munu þeir berjast blóðugri baráttu um formannsstólinn þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, núverandi formaður og Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður og forsætisráðherra.Má gera ráð fyrir 300 manns á FlokksþingHildur Helga Gísladóttir, formaður kjördæmaráðs Framsóknarflokksins, býst við um 200 manns á fundinn en um 330 eiga seturétt. Hún fagnar því ef smalað verður inn á fundinn vegna tillögunnar um að flýta flokksþingi. „Það er fagnaðarefni ef formenn félaga og aðrir sjá til þess að sitt fólk mæti á kjördæmaþingið,“ segir Hildur í samtali við fréttastofu. En, það var fyrir mánuði. Nú má ætla að fleiri komi, því það er slagur á skólalóðinni. Hvert flokksfélag hefur rétt á að senda einn fulltrúa með atkvæðisrétt á flokksþing, þá fyrir hverja 15 félagsmenn. Fulltrúatala miðast við félagatal á skrifstofu 30 dögum fyrir flokksþing. Þá hafa miðstjórnarmenn flokksins atkvæðarétt.Framsóknarmenn með böggum hildarAllt þetta fólk er nú með böggum hildar. Ástandið innan flokksins er verra en menn geta ímyndað sér, fullyrðir einn sem Vísir ræddi við. Og staðan er svo flókin að stærðfræðinga svimar. Meirihlutinn vill ekki gefa upp afstöðu sína, og líkast til ekki að ófyrirsynju. Staða þingmanna er afskaplega flókin. En, einn sem Vísir ræddi við metur það svo að skiptingin sé tveir þriðju Sigurði Inga í hag. Sá hinn sami sagði valið ákaflega erfitt og staðan öll. Margir Framsóknarmenn eiga nú erfiða daga. Annar heimildamaður Vísis, en sá styður Sigmund Davíð, telur mjórra á munum.Í þá gömlu góðu daga meðan allt lék í lyndi. Gunnar Bragi sakar nú tvö í miðjunni um baktjaldamakk.Heimir Már Pétursson fréttamaður sagði þá frétt sagði þá frétt fyrir hálfum mánuði að Sigurður Ingi hefði meirihluta þingflokks að baki sér. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs, leyfði sér að efast um það á Facebook, en Heimir var sannarlega með puttann á púlsinum. Miklar sviptingar hafa verið undanfarna daga og þá hefur þetta komið á daginn. Gunnar Bragi Sveinsson atvinnuvegaráðherra nefndi í nýlegu fréttaviðtali við Stöð 2 að hann hafi verið blindur að hafa ekki ekki atlöguna sem hann vill meina að Sigmundur Davíð sæti; atlaga sem einkennist að undirferli.Fjölmargir að hættaVísir hafði samband við vel flesta þingmenn Framsóknarflokksins, í suma náðist ekki en flestir þeirra vildu ekki gefa upp afstöðu sína. Það setur óneitanlega svip sinn á stöðuna, þó ekki sé beint orsakasamhengi á milli, að fjölmargir þingmenn eru að hætta eftir þetta kjörtímabil: Ásmundur Einar Daðason, Frosti Sigurjónsson, Haraldur Einarsson, Jóhanna M. Sigmundsdóttir, Vigdís Hauksdóttir og Þorsteinn Sæmundsson eftir að hafa þurft að lúta í lægra haldi fyrir Karl Garðarsson um fyrsta sæti í Reykjavík norður.Karl Garðarsson. Þó afstaða hans liggi fyrir er staða hans flókin sem og segja má um stöðu allra þingmanna Framsóknarflokksins.Karl Garðarsson er ágætt dæmi um þá flóknu stöðu sem nú blasir við þingmönnum. Hann hefur lýst yfir stuðningi við Sigurð Inga. Karl er í einhverju erfiðasta kjördæmi sem Framsóknarflokkurinn stendur frammi fyrir. Karl þarf að leiða flokk sinn til 11 prósenta atkvæða í sínu kjördæmi, og þegar fyrir liggur að flokkurinn mætir í henglum til kosninga, verður það að teljast ólíklegt að það náist. Þá má og geta þess að vandfundnir eru ákafari stuðningsmenn Sigmundar Davíðs en einmitt borgarfulltrúar flokksins, þær Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir. Þær hugsa nú Karli þegjandi þörfina og vart getur hann vænst stuðnings úr þeim búðum.Allt leikur á reiðiskjálfiWillum Þór Þórsson, sem ekki hefur gefið upp afstöðu sína, er annað dæmi um þingmann sem stendur frammi fyrir flókinni stöðu. Hann er í suðvesturkjördæmi, í öðru sæti á eftir Eygló Harðardóttur, sem styður Sigurð Inga. Sé miðað við skoðanakannanir er vandséð að Willum komist inn, og ef það á að verða þarf Willum á atkvæðum óánægðra Sjálfstæðismanna sem kusu Sigmund Davíð á sínum tíma. Hins vegar eru eftirtektarverð ummæli Willums strax eftir átakafund þingflokksins, sem voru á þá leið að þingflokkurinn stæði heill að baki formanninum (?) en, hann gæti vel hugsað sér að styðja Sigurð Inga. Erfitt er að fá þetta til að ganga heim og saman.Klofningurinn í flokknum er djúpstæður og gengur meira að segja í gegnum fjölskyldur. Hvernig má það vera að Vigdís og Guðni séu ekki sammála í svo stóru máli?Og þannig má lengi áfram telja. Sem áður segir eru menn nú að kljást innan flokkslandamæra blóðugir upp að öxlum. Gunnar Bragi vænir menn um að hafa bruggað formanninum launráð og í Norðausturkjördæmi eru margir stuðningsmanna Sigmundar Davíðs gramir, samkvæmt heimildum Vísis. Sú gremja beinist gegn þingkonunum tveimur sem fóru fram gegn Sigmundi Davíð, eru menn að setja það í annað samhengi, leggja saman tvo við tvo og niðurstaðan er sú að þetta hafi verið hluti af stærra plotti.Guðni og Vigdís á öndverðum meiðiEins og þetta sé ekki nóg; staða þeirra einstaklinga sem hafa gefið upp afstöðu sína vekur einnig upp spurningar. Er ráðgáta. Vigdís Hauksdóttir er eindregin stuðningsmaður Sigmundar Davíðs. Vigdís er hins vegar pólitísk fósturdóttir Guðna Ágústssonar, fyrrum formanns og mágkona í ofanálag. Hvernig má það vera að þau greini á í þessu stóra máli? Hafa ber í huga að Framsóknarmenn hafa í gegnum tíðina lagt ofuráherslu á einingu. En, nú er staðan sú að klofningurinn gengur inn í fjölskyldur.Þórólfur styður Sigurð Inga og nú er að sjá hvort áhrif kaupfélagsstjórans innan Framsóknarflokksins dugi.Viðtal við Guðna, þar sem hann sagi nauðsynlegt að Sigurður Ingi tæki við, vakti mikla athygli. Erfitt er að koma þessu heim og saman. Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs eru helst á því að Guðni hafi farið fram úr sér.Gunnar Bragi ekki strengjabrúða kaupfélagsstjóra?Þá hefur afstaða Gunnars Braga Sveinssonar komið mörgum manninum á óvart en hann er einn einarðasti stuðningsmaður Sigmundar Davíðs. Gunnar Bragi leiðir lista Framsóknar í Norðvesturkjördæmi hvar sagður er ráða lögum og lofum Þórólfur nokkur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðarkróki – á hinu svokallaða „Skagfirska efnahagssvæði“. Þórólfur, sem hlutast mjög til um málefni flokksins, styður Sigurð Inga og telja heimildarmenn Vísis, úr Sigmundararmi, það til marks um að mjög sé orðum aukið að Gunnar Bragi sé strengjabrúða kaupfélagsstjórans. Nær sé að líta neðar á lista eftir slíkri brúðu og þá beinast augu manna að Elsu Láru Arnardóttur. Afstaða hennar til formannsslagsins liggur ekki fyrir en ef þessi kenning gengur upp er hún Sigurðar Inga-megin. Hvernig gengur þeim tveimur að þramma í takti í komandi kosningum og gildir þá einu hvor sigrar.Aðrir möguleikar Hvort aðrir möguleikar eru í stöðunni er ekki með öllu útilokað. Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra tilheyrir ekki þingflokki, en athyglisvert má heita að Gunnar Bragi dró fyrirhugað varaformannsboð sitt til baka og lýsti yfir stuðningi við Lilju. Ragnar Þór Pétursson kennari hefur fleygt fram þeirri kenningu að formannsframboð hennar gæti hreinlega orðið til að höggva á þennan mikla hnút.Sigrún Magnúsdóttir er ein þeirra sem veit vart í hvorn fótinn hún á á stíga og tekur vísast út fyrir það, þó hún hafi lýst því yfir að þetta væri lúxusvandamál -- slíkir dánumenn væru í boði.Lilja Dögg er talin til stuðningsmannaliðs Sigmundar Davíðs, enda kom hún inn í stjórnmálin fyrir hans tilstuðlan. Í því ljósi færi hún vart fram án hans stuðnings sem þýðir þá einfaldlega að Sigmundur myndi draga sig í hlé. En, allar yfirlýsingar Sigmundar hafa verið í þá veru að hann muni ganga einararður til leiks. „Ég mun aldrei gefast upp fyrir skíthælunum sem hafa þráð að drepa mig frá því ég byrjaði í pólitík. Ef þeim tekst ætlunarverk sitt verður það aðeins með því að þeim takist að fá framsóknarmenn sjálfa, fólkið sem ég hef verið að vinna fyrir til að sjá um aftökuna,“ er fullyrt að Sigmundur hafa sagt á fundi Framsóknarmanna fyrir norðan í pistli sem ritaður ef af manni í innsta hring.Flokkurinn ein rúst korteri í kosningarÞannig er allt í hnút og frændvígum innan Framsóknarflokksins. Vísir birti fyrir skemmstu fréttaskýringu þar sem greinir frá því að allir flokkar, meira og minna, muni mæta haltir til leiks. Það er mildilega til orða tekið þegar nú er litið til stöðu Framsóknarflokksins. Einn heimildarmanna Vísis segir að við sig hafi haft samband stuðningsmenn annarra flokka sem séð hefðu tímana tvenna, hrist hausinn og tjáð sér að þau hafi aldrei séð annað eins. Aldrei. Þó átök hafi oft verið hörð á vettvangi stjórnmálanna. Menn væru að bíta hver annan á háls. Og þetta er á þriðja degi eftir að Sigurður Ingi lýsti yfir mótframboði. Fjórir dagar eru fram að Flokksþingi. Sama hver vinnur, flokkurinn verður ein rjúkandi rúst eftir þau hjaðningavíg. Tveir armar berjast og það mun hafa afleiðingar, fólk mun segja sig af listum og svo framvegis. Sá sem sigrar hefur þá um þrjár vikur í að tjasla flokknum saman áður en til Alþingiskosninga kemur.Uppfært 21:45Þessi úttekt hefur verið lagfærð, í fyrri útgáfu var sagt að Guðni Ágústsson væri á Spáni. Það reyndist byggt á röngum upplýsingum og eru lesendur sem og Guðni beðinn velvirðingar á mistökunum. X16 Norðvestur Tengdar fréttir Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00 Þórólfur sagður styðja Sigurð Inga Fágæt innsýn í herbúðir Sigmundar Davíðs í nafnlausum pistlaskrifum Pressunnar. 14. september 2016 10:04 Flokkarnir mæta draghaltir til kosninga Allir nema Viðreisn eru í standandi vandræðum nú þegar rétt rúmur mánuður er til kosninga. 15. september 2016 14:30 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Fyrir liggur að Framsóknarflokkurinn mun mæta í henglum til kosninga. Hvernig sem allt velkist og fer. Allt leikur á reiðiskjálfi innan flokks, í öllum stofnunum hans og í grasrótinni eru menn trítilóðir, eins og einn heimildarmanna Vísis sagði. Lagt var upp með að teikna upp landslag innan þingflokksins. Vitaskuld ráða aðrar breytur en afstaða þingmanna einnig miklu um hvernig fer á Flokksþingi Framsóknarflokksins sem haldið verður um næstu helgi. Þar munu þeir berjast blóðugri baráttu um formannsstólinn þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, núverandi formaður og Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður og forsætisráðherra.Má gera ráð fyrir 300 manns á FlokksþingHildur Helga Gísladóttir, formaður kjördæmaráðs Framsóknarflokksins, býst við um 200 manns á fundinn en um 330 eiga seturétt. Hún fagnar því ef smalað verður inn á fundinn vegna tillögunnar um að flýta flokksþingi. „Það er fagnaðarefni ef formenn félaga og aðrir sjá til þess að sitt fólk mæti á kjördæmaþingið,“ segir Hildur í samtali við fréttastofu. En, það var fyrir mánuði. Nú má ætla að fleiri komi, því það er slagur á skólalóðinni. Hvert flokksfélag hefur rétt á að senda einn fulltrúa með atkvæðisrétt á flokksþing, þá fyrir hverja 15 félagsmenn. Fulltrúatala miðast við félagatal á skrifstofu 30 dögum fyrir flokksþing. Þá hafa miðstjórnarmenn flokksins atkvæðarétt.Framsóknarmenn með böggum hildarAllt þetta fólk er nú með böggum hildar. Ástandið innan flokksins er verra en menn geta ímyndað sér, fullyrðir einn sem Vísir ræddi við. Og staðan er svo flókin að stærðfræðinga svimar. Meirihlutinn vill ekki gefa upp afstöðu sína, og líkast til ekki að ófyrirsynju. Staða þingmanna er afskaplega flókin. En, einn sem Vísir ræddi við metur það svo að skiptingin sé tveir þriðju Sigurði Inga í hag. Sá hinn sami sagði valið ákaflega erfitt og staðan öll. Margir Framsóknarmenn eiga nú erfiða daga. Annar heimildamaður Vísis, en sá styður Sigmund Davíð, telur mjórra á munum.Í þá gömlu góðu daga meðan allt lék í lyndi. Gunnar Bragi sakar nú tvö í miðjunni um baktjaldamakk.Heimir Már Pétursson fréttamaður sagði þá frétt sagði þá frétt fyrir hálfum mánuði að Sigurður Ingi hefði meirihluta þingflokks að baki sér. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs, leyfði sér að efast um það á Facebook, en Heimir var sannarlega með puttann á púlsinum. Miklar sviptingar hafa verið undanfarna daga og þá hefur þetta komið á daginn. Gunnar Bragi Sveinsson atvinnuvegaráðherra nefndi í nýlegu fréttaviðtali við Stöð 2 að hann hafi verið blindur að hafa ekki ekki atlöguna sem hann vill meina að Sigmundur Davíð sæti; atlaga sem einkennist að undirferli.Fjölmargir að hættaVísir hafði samband við vel flesta þingmenn Framsóknarflokksins, í suma náðist ekki en flestir þeirra vildu ekki gefa upp afstöðu sína. Það setur óneitanlega svip sinn á stöðuna, þó ekki sé beint orsakasamhengi á milli, að fjölmargir þingmenn eru að hætta eftir þetta kjörtímabil: Ásmundur Einar Daðason, Frosti Sigurjónsson, Haraldur Einarsson, Jóhanna M. Sigmundsdóttir, Vigdís Hauksdóttir og Þorsteinn Sæmundsson eftir að hafa þurft að lúta í lægra haldi fyrir Karl Garðarsson um fyrsta sæti í Reykjavík norður.Karl Garðarsson. Þó afstaða hans liggi fyrir er staða hans flókin sem og segja má um stöðu allra þingmanna Framsóknarflokksins.Karl Garðarsson er ágætt dæmi um þá flóknu stöðu sem nú blasir við þingmönnum. Hann hefur lýst yfir stuðningi við Sigurð Inga. Karl er í einhverju erfiðasta kjördæmi sem Framsóknarflokkurinn stendur frammi fyrir. Karl þarf að leiða flokk sinn til 11 prósenta atkvæða í sínu kjördæmi, og þegar fyrir liggur að flokkurinn mætir í henglum til kosninga, verður það að teljast ólíklegt að það náist. Þá má og geta þess að vandfundnir eru ákafari stuðningsmenn Sigmundar Davíðs en einmitt borgarfulltrúar flokksins, þær Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir. Þær hugsa nú Karli þegjandi þörfina og vart getur hann vænst stuðnings úr þeim búðum.Allt leikur á reiðiskjálfiWillum Þór Þórsson, sem ekki hefur gefið upp afstöðu sína, er annað dæmi um þingmann sem stendur frammi fyrir flókinni stöðu. Hann er í suðvesturkjördæmi, í öðru sæti á eftir Eygló Harðardóttur, sem styður Sigurð Inga. Sé miðað við skoðanakannanir er vandséð að Willum komist inn, og ef það á að verða þarf Willum á atkvæðum óánægðra Sjálfstæðismanna sem kusu Sigmund Davíð á sínum tíma. Hins vegar eru eftirtektarverð ummæli Willums strax eftir átakafund þingflokksins, sem voru á þá leið að þingflokkurinn stæði heill að baki formanninum (?) en, hann gæti vel hugsað sér að styðja Sigurð Inga. Erfitt er að fá þetta til að ganga heim og saman.Klofningurinn í flokknum er djúpstæður og gengur meira að segja í gegnum fjölskyldur. Hvernig má það vera að Vigdís og Guðni séu ekki sammála í svo stóru máli?Og þannig má lengi áfram telja. Sem áður segir eru menn nú að kljást innan flokkslandamæra blóðugir upp að öxlum. Gunnar Bragi vænir menn um að hafa bruggað formanninum launráð og í Norðausturkjördæmi eru margir stuðningsmanna Sigmundar Davíðs gramir, samkvæmt heimildum Vísis. Sú gremja beinist gegn þingkonunum tveimur sem fóru fram gegn Sigmundi Davíð, eru menn að setja það í annað samhengi, leggja saman tvo við tvo og niðurstaðan er sú að þetta hafi verið hluti af stærra plotti.Guðni og Vigdís á öndverðum meiðiEins og þetta sé ekki nóg; staða þeirra einstaklinga sem hafa gefið upp afstöðu sína vekur einnig upp spurningar. Er ráðgáta. Vigdís Hauksdóttir er eindregin stuðningsmaður Sigmundar Davíðs. Vigdís er hins vegar pólitísk fósturdóttir Guðna Ágústssonar, fyrrum formanns og mágkona í ofanálag. Hvernig má það vera að þau greini á í þessu stóra máli? Hafa ber í huga að Framsóknarmenn hafa í gegnum tíðina lagt ofuráherslu á einingu. En, nú er staðan sú að klofningurinn gengur inn í fjölskyldur.Þórólfur styður Sigurð Inga og nú er að sjá hvort áhrif kaupfélagsstjórans innan Framsóknarflokksins dugi.Viðtal við Guðna, þar sem hann sagi nauðsynlegt að Sigurður Ingi tæki við, vakti mikla athygli. Erfitt er að koma þessu heim og saman. Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs eru helst á því að Guðni hafi farið fram úr sér.Gunnar Bragi ekki strengjabrúða kaupfélagsstjóra?Þá hefur afstaða Gunnars Braga Sveinssonar komið mörgum manninum á óvart en hann er einn einarðasti stuðningsmaður Sigmundar Davíðs. Gunnar Bragi leiðir lista Framsóknar í Norðvesturkjördæmi hvar sagður er ráða lögum og lofum Þórólfur nokkur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðarkróki – á hinu svokallaða „Skagfirska efnahagssvæði“. Þórólfur, sem hlutast mjög til um málefni flokksins, styður Sigurð Inga og telja heimildarmenn Vísis, úr Sigmundararmi, það til marks um að mjög sé orðum aukið að Gunnar Bragi sé strengjabrúða kaupfélagsstjórans. Nær sé að líta neðar á lista eftir slíkri brúðu og þá beinast augu manna að Elsu Láru Arnardóttur. Afstaða hennar til formannsslagsins liggur ekki fyrir en ef þessi kenning gengur upp er hún Sigurðar Inga-megin. Hvernig gengur þeim tveimur að þramma í takti í komandi kosningum og gildir þá einu hvor sigrar.Aðrir möguleikar Hvort aðrir möguleikar eru í stöðunni er ekki með öllu útilokað. Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra tilheyrir ekki þingflokki, en athyglisvert má heita að Gunnar Bragi dró fyrirhugað varaformannsboð sitt til baka og lýsti yfir stuðningi við Lilju. Ragnar Þór Pétursson kennari hefur fleygt fram þeirri kenningu að formannsframboð hennar gæti hreinlega orðið til að höggva á þennan mikla hnút.Sigrún Magnúsdóttir er ein þeirra sem veit vart í hvorn fótinn hún á á stíga og tekur vísast út fyrir það, þó hún hafi lýst því yfir að þetta væri lúxusvandamál -- slíkir dánumenn væru í boði.Lilja Dögg er talin til stuðningsmannaliðs Sigmundar Davíðs, enda kom hún inn í stjórnmálin fyrir hans tilstuðlan. Í því ljósi færi hún vart fram án hans stuðnings sem þýðir þá einfaldlega að Sigmundur myndi draga sig í hlé. En, allar yfirlýsingar Sigmundar hafa verið í þá veru að hann muni ganga einararður til leiks. „Ég mun aldrei gefast upp fyrir skíthælunum sem hafa þráð að drepa mig frá því ég byrjaði í pólitík. Ef þeim tekst ætlunarverk sitt verður það aðeins með því að þeim takist að fá framsóknarmenn sjálfa, fólkið sem ég hef verið að vinna fyrir til að sjá um aftökuna,“ er fullyrt að Sigmundur hafa sagt á fundi Framsóknarmanna fyrir norðan í pistli sem ritaður ef af manni í innsta hring.Flokkurinn ein rúst korteri í kosningarÞannig er allt í hnút og frændvígum innan Framsóknarflokksins. Vísir birti fyrir skemmstu fréttaskýringu þar sem greinir frá því að allir flokkar, meira og minna, muni mæta haltir til leiks. Það er mildilega til orða tekið þegar nú er litið til stöðu Framsóknarflokksins. Einn heimildarmanna Vísis segir að við sig hafi haft samband stuðningsmenn annarra flokka sem séð hefðu tímana tvenna, hrist hausinn og tjáð sér að þau hafi aldrei séð annað eins. Aldrei. Þó átök hafi oft verið hörð á vettvangi stjórnmálanna. Menn væru að bíta hver annan á háls. Og þetta er á þriðja degi eftir að Sigurður Ingi lýsti yfir mótframboði. Fjórir dagar eru fram að Flokksþingi. Sama hver vinnur, flokkurinn verður ein rjúkandi rúst eftir þau hjaðningavíg. Tveir armar berjast og það mun hafa afleiðingar, fólk mun segja sig af listum og svo framvegis. Sá sem sigrar hefur þá um þrjár vikur í að tjasla flokknum saman áður en til Alþingiskosninga kemur.Uppfært 21:45Þessi úttekt hefur verið lagfærð, í fyrri útgáfu var sagt að Guðni Ágústsson væri á Spáni. Það reyndist byggt á röngum upplýsingum og eru lesendur sem og Guðni beðinn velvirðingar á mistökunum.
X16 Norðvestur Tengdar fréttir Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00 Þórólfur sagður styðja Sigurð Inga Fágæt innsýn í herbúðir Sigmundar Davíðs í nafnlausum pistlaskrifum Pressunnar. 14. september 2016 10:04 Flokkarnir mæta draghaltir til kosninga Allir nema Viðreisn eru í standandi vandræðum nú þegar rétt rúmur mánuður er til kosninga. 15. september 2016 14:30 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00
Þórólfur sagður styðja Sigurð Inga Fágæt innsýn í herbúðir Sigmundar Davíðs í nafnlausum pistlaskrifum Pressunnar. 14. september 2016 10:04
Flokkarnir mæta draghaltir til kosninga Allir nema Viðreisn eru í standandi vandræðum nú þegar rétt rúmur mánuður er til kosninga. 15. september 2016 14:30