Islam Slimani tryggði Leicester 1-0 sigur á Porto í fyrsta heimaleik félagsins í Meistaradeildinni í gær.
Englandsmeistararnir eru því með fullt hús stiga í G-riðli en þeir unnu 0-3 útisigur á Club Brugge í 1. umferð riðlakeppninnar.
Leicester er í afar góðri stöðu eftir fyrstu tvær umferðirnar í riðlakeppninni en liðið mætir FC Köbenhavn í næstu umferð. Með sigri þar fer Leicester langt með að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Sagan er líka með Leicester í liði því engu ensku liði hefur mistekist að komast upp úr sínum riðli í Meistaradeildinni eftir að hafa unnið fyrstu tvo leiki sína þar.
2 - No English side has failed to make it out of a Champions League group having won their opening two group games. Foxy. pic.twitter.com/1F6UYrSAMhLeicester tekur á móti Southampton á laugardaginn í næsta leik sínum í ensku úrvalsdeildinni.
— OptaJoe (@OptaJoe) September 28, 2016
Eftir landsleikjahléið sækir liðið svo Chelsea heim 15. október og þremur dögum síðar er komið að leiknum mikilvæga gegn FCK á King Power vellinum.