Kaj Sierhuis kom Ajax yfir strax á fimmtu mínútu eftir fallega sendingu frá Justin Kluivert, 17 ára gömlum syni hollenska markahróksins Patricks Kluiverts. Kluivert þykir gríðarlega efnilegur og var ungu Blikunum erfiður á hægri vængnum í dag.
Sierhuis tvöfaldaði forskot Ajax á 25. mínútu og Dani De Wit gerði út um leikinn með þriðja marki hollensku unglingameistaranna á 69. mínútu leiksins.
Markið skoraði De Wit með föstu skoti úr teignum eftir góða sendingu Kluiverts úr aukaspyrnu.
l Het duel van #AjaxO19 met Breidablik is in volle gang. Nu alvast wat fraaie foto's vanuit IJsland! #UYL#breajapic.twitter.com/qMrg7L2vvT
— AFC Ajax (@AFCAjax) September 28, 2016
Hvorki Breiðablik né Ajax komst í riðlakeppni Meistaradeildar ungmenna þar sem aðallið félagsins komust ekki heldur þangað.
Í staðinn fóru liðin sem landsmeistarar í útsláttarkeppni en liðin átta sem standa eftir þar hitta átta sigurvegara riðlanna í 16 liða úrslitunum. Seinni leikurinn fer fram 19. október.
Hér að neðan má sjá öll mörkin úr leiknum.
— AFC Ajax (@AFCAjax) September 28, 2016
l De 0-2 van Matthijs de Ligt! #UYL #breaja pic.twitter.com/mYNwunPr6u
— AFC Ajax (@AFCAjax) September 28, 2016
l De goal van Dani de Wit voor #AjaxO19 tegen Breidablik in de #UYL. Het is 0-3 bij #breaja! pic.twitter.com/VYdT3ZdXBO
— AFC Ajax (@AFCAjax) September 28, 2016