Hyundai Santa Fe með 1.040 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 29. september 2016 09:57 Hyundai "Santa Fast" ætti að komast fremur hratt úr sporunum með sín 1.040 hestöfl. Bisimoto sem þekkt er fyrir að breyta Hyundai bílum í orkubolta hefur nú kynnt Hyundai Santa Fe jeppa sem er með 1.040 hestafla vél. Bílinn kalla þeir reyndar “Santa Fast” og það hlýtur að vera réttnefni og þessi bíll ætti að komast nokkuð hratt úr sporunum. Í bílnum er 3,8 lítra V6 mótor frá Hyundai en Bisimoto hefur gerbreytt þessari vél og meðal annars bætt við tveimur stórum forþjöppum sem vinna á 39 psi þrýstingi. Bíllinn er með 6 gíra beinskiptingu sem fengin er úr Hyundai Genesis Coupe R-Spec. Bremsurnar eru frá Buddy Club og dempararnir frá KW og þar er um að ræða coil-over fjöðrun. Bíllinn er með veltibúri og Momo keppnissætum, en flestöllu hefur verið breytt í þessum bíl. Ekki kemur fram hvernig nota á þennan öfluga bíl, en hann verður sýndur á SEMA bílasýningunni í Las Vegar sem hefst 1. nóvember. Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent
Bisimoto sem þekkt er fyrir að breyta Hyundai bílum í orkubolta hefur nú kynnt Hyundai Santa Fe jeppa sem er með 1.040 hestafla vél. Bílinn kalla þeir reyndar “Santa Fast” og það hlýtur að vera réttnefni og þessi bíll ætti að komast nokkuð hratt úr sporunum. Í bílnum er 3,8 lítra V6 mótor frá Hyundai en Bisimoto hefur gerbreytt þessari vél og meðal annars bætt við tveimur stórum forþjöppum sem vinna á 39 psi þrýstingi. Bíllinn er með 6 gíra beinskiptingu sem fengin er úr Hyundai Genesis Coupe R-Spec. Bremsurnar eru frá Buddy Club og dempararnir frá KW og þar er um að ræða coil-over fjöðrun. Bíllinn er með veltibúri og Momo keppnissætum, en flestöllu hefur verið breytt í þessum bíl. Ekki kemur fram hvernig nota á þennan öfluga bíl, en hann verður sýndur á SEMA bílasýningunni í Las Vegar sem hefst 1. nóvember.
Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent