Hyundai Santa Fe með 1.040 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 29. september 2016 09:57 Hyundai "Santa Fast" ætti að komast fremur hratt úr sporunum með sín 1.040 hestöfl. Bisimoto sem þekkt er fyrir að breyta Hyundai bílum í orkubolta hefur nú kynnt Hyundai Santa Fe jeppa sem er með 1.040 hestafla vél. Bílinn kalla þeir reyndar “Santa Fast” og það hlýtur að vera réttnefni og þessi bíll ætti að komast nokkuð hratt úr sporunum. Í bílnum er 3,8 lítra V6 mótor frá Hyundai en Bisimoto hefur gerbreytt þessari vél og meðal annars bætt við tveimur stórum forþjöppum sem vinna á 39 psi þrýstingi. Bíllinn er með 6 gíra beinskiptingu sem fengin er úr Hyundai Genesis Coupe R-Spec. Bremsurnar eru frá Buddy Club og dempararnir frá KW og þar er um að ræða coil-over fjöðrun. Bíllinn er með veltibúri og Momo keppnissætum, en flestöllu hefur verið breytt í þessum bíl. Ekki kemur fram hvernig nota á þennan öfluga bíl, en hann verður sýndur á SEMA bílasýningunni í Las Vegar sem hefst 1. nóvember. Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent
Bisimoto sem þekkt er fyrir að breyta Hyundai bílum í orkubolta hefur nú kynnt Hyundai Santa Fe jeppa sem er með 1.040 hestafla vél. Bílinn kalla þeir reyndar “Santa Fast” og það hlýtur að vera réttnefni og þessi bíll ætti að komast nokkuð hratt úr sporunum. Í bílnum er 3,8 lítra V6 mótor frá Hyundai en Bisimoto hefur gerbreytt þessari vél og meðal annars bætt við tveimur stórum forþjöppum sem vinna á 39 psi þrýstingi. Bíllinn er með 6 gíra beinskiptingu sem fengin er úr Hyundai Genesis Coupe R-Spec. Bremsurnar eru frá Buddy Club og dempararnir frá KW og þar er um að ræða coil-over fjöðrun. Bíllinn er með veltibúri og Momo keppnissætum, en flestöllu hefur verið breytt í þessum bíl. Ekki kemur fram hvernig nota á þennan öfluga bíl, en hann verður sýndur á SEMA bílasýningunni í Las Vegar sem hefst 1. nóvember.
Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent