Stuðningsmenn Sigurðar Inga ósáttir Jakob Bjarnar og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 29. september 2016 10:44 Svikalogn ríkir nú fyrir komandi Flokksþing þar sem bræður munu berjast. Mikil barátta fer hins vegar fram bak við tjöldin og á öllum póstum. Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokks, sem lýst hefur yfir eindregnum stuðningi við Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra í komandi formannsslag við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann flokksins, er ósáttur við hvernig hans maður er leikinn í dagskrá sem fyrirliggjandi er hvað varðar Flokksþing sem haldið verður nú um helgina. „Þegar tæpir tveir sólarhringar eru til flokksþings Framsóknarflokksins hljóðar dagskrá þingsins þannig að Sigmundi Davíð er ætluð klukkustund til ræðuhalda en Sigurði Inga ekki svo mikið sem ein mínúta. Enn er tími til að gera breytingu þannig að sanngirnis sé gætt,“ segir Karl, heldur óhress á Facebooksíðu sinni. Vísir hefur fjallað ítarlega um flokkadrætti innan Framsóknarflokks og undanfarna daga hefur verið svikalogn á undan þeim stormi sem fyrirsjáanlegur er. Bræður munu berjast og gengur klofningur inn í fjölskyldur. Og samkvæmt Karli er allra bragða neytt. Greint var frá þessu fyrirkomulagi fyrir nokkru, áður en framboð Sigurðar Inga lá fyrir og svo virðist sem engar breytingar hafi verið gerðar, þrátt fyrir þá stöðu sem upp er komin. Nýlegar kannanir leiða í ljós að svo virðist sem Sigmundur Davíð njóti meiri stuðnings innan Framsóknarflokksins heldur en Sigurður Ingi. En, þegar litið er til almennra kjósenda virðast þeir líklegri til að kjósa Framsóknarflokkinn verði Sigurður Ingi í brúnni í stað Sigmundar Davíðs. Annars vegar er um að ræða könnun sem stuðningsmenn Sigurðar Inga létu gera fyrir sig og greint er frá í Fréttablaðinu í dag. Og hins vegar könnun sem Viðskiptablaðið lét framkvæma. Samkvæmt heimildum Vísis óttast ýmsir áhrifamenn innan Framsóknarflokksins að verði Sigmundur Davíð eftir sem áður formaður flokksins muni hann óhjákvæmilega eiga erfiðara með að komast í ríkisstjórn en ella. Er þetta augljóslega rakið til þess að Sigurður Ingi er fráleitt eins herskár út á við og Sigmundur Davíð. Ástandið í flokknum er afar viðkvæmt og sýnir sig ef til vill best í því að hvorki Sigurður Ingi né Sigmundur Davíð hafa í þessari viku tjáð sig opinberlega um komandi flokksþing. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsókn mætir í henglum til kosninga Blóðugur formannsslagur í vændum. Meirihluti þingflokks styður Sigurð Inga. 26. september 2016 17:12 Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42 Sigrún Magnúsdóttir: „Lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn“ Umhverfis- og auðlindaráðherra gefur ekki upp hvern hún mun kjósa. Vigdís Hauksdóttir á von á stórsigri Sigmundar Davíðs í kosningu til formanns. 24. september 2016 12:16 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokks, sem lýst hefur yfir eindregnum stuðningi við Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra í komandi formannsslag við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann flokksins, er ósáttur við hvernig hans maður er leikinn í dagskrá sem fyrirliggjandi er hvað varðar Flokksþing sem haldið verður nú um helgina. „Þegar tæpir tveir sólarhringar eru til flokksþings Framsóknarflokksins hljóðar dagskrá þingsins þannig að Sigmundi Davíð er ætluð klukkustund til ræðuhalda en Sigurði Inga ekki svo mikið sem ein mínúta. Enn er tími til að gera breytingu þannig að sanngirnis sé gætt,“ segir Karl, heldur óhress á Facebooksíðu sinni. Vísir hefur fjallað ítarlega um flokkadrætti innan Framsóknarflokks og undanfarna daga hefur verið svikalogn á undan þeim stormi sem fyrirsjáanlegur er. Bræður munu berjast og gengur klofningur inn í fjölskyldur. Og samkvæmt Karli er allra bragða neytt. Greint var frá þessu fyrirkomulagi fyrir nokkru, áður en framboð Sigurðar Inga lá fyrir og svo virðist sem engar breytingar hafi verið gerðar, þrátt fyrir þá stöðu sem upp er komin. Nýlegar kannanir leiða í ljós að svo virðist sem Sigmundur Davíð njóti meiri stuðnings innan Framsóknarflokksins heldur en Sigurður Ingi. En, þegar litið er til almennra kjósenda virðast þeir líklegri til að kjósa Framsóknarflokkinn verði Sigurður Ingi í brúnni í stað Sigmundar Davíðs. Annars vegar er um að ræða könnun sem stuðningsmenn Sigurðar Inga létu gera fyrir sig og greint er frá í Fréttablaðinu í dag. Og hins vegar könnun sem Viðskiptablaðið lét framkvæma. Samkvæmt heimildum Vísis óttast ýmsir áhrifamenn innan Framsóknarflokksins að verði Sigmundur Davíð eftir sem áður formaður flokksins muni hann óhjákvæmilega eiga erfiðara með að komast í ríkisstjórn en ella. Er þetta augljóslega rakið til þess að Sigurður Ingi er fráleitt eins herskár út á við og Sigmundur Davíð. Ástandið í flokknum er afar viðkvæmt og sýnir sig ef til vill best í því að hvorki Sigurður Ingi né Sigmundur Davíð hafa í þessari viku tjáð sig opinberlega um komandi flokksþing.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsókn mætir í henglum til kosninga Blóðugur formannsslagur í vændum. Meirihluti þingflokks styður Sigurð Inga. 26. september 2016 17:12 Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42 Sigrún Magnúsdóttir: „Lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn“ Umhverfis- og auðlindaráðherra gefur ekki upp hvern hún mun kjósa. Vigdís Hauksdóttir á von á stórsigri Sigmundar Davíðs í kosningu til formanns. 24. september 2016 12:16 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Framsókn mætir í henglum til kosninga Blóðugur formannsslagur í vændum. Meirihluti þingflokks styður Sigurð Inga. 26. september 2016 17:12
Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42
Sigrún Magnúsdóttir: „Lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn“ Umhverfis- og auðlindaráðherra gefur ekki upp hvern hún mun kjósa. Vigdís Hauksdóttir á von á stórsigri Sigmundar Davíðs í kosningu til formanns. 24. september 2016 12:16