Stuðningsmaður Rostov kastaði banana inn á völlinn | UEFA rannsakar málið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. september 2016 14:00 Rasismi er stórt vandamál á fótboltaleikjum í Rússlandi. vísir/getty Heðgun stuðningsmanna rússneska liðsins FK Rostov verður líklega tekin til skoðunar hjá aganefnd UEFA. Rostov mætti PSV Eindhoven á heimavelli sínum, Olimp-2, í D-riðli Meistaradeildar Evrópu í gær en þetta var fyrsti heimaleikur félagsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar frá upphafi. Leikar fóru 2-2. Þegar um átta mínútur voru liðnar af leiknum var banana kastað inn á völlinn og hann lá þar í a.m.k. 15 mínútur að sögn FARE Network, sem rannsakar rasisma fyrir UEFA. Rasismi er þekkt vandamál í rússneskum fótbolta en leikmenn sem eru dökkir á hörund hafa lengi þurft að þola kynþáttaníð í leikjum í Rússlandi. Rostov hefur þegar lent í vandræðum vegna rasisma stuðningsmanna liðsins á þessu tímabili. Hluti stúkunnar á Olimp-2 var t.a.m. lokaður í gær vegna kynþáttaníðs stuðningsmanna Rostov í leik gegn Ajax í forkeppni Meistaradeildarinnar í síðasta mánuði. Vyacheslav Koloskov, heiðursforseti rússneska knattspyrnusambandsins, segir að atvik eins og það sem átti sér stað í gær hafi slæm áhrif á ímynd Rússlands sem heldur HM 2018. „Þessi banani gæti reynst okkur dýr. Við getum ekki liðið svona hegðun, sérstaklega á þessum tímapunkti. Rostov gæti þurft að spila leik fyrir luktum dyrum,“ sagði Koloskov. Alexei Sorokin, yfirmaður skipulagsnefndar HM 2018, tók annan pól í hæðina og virtist ekki hafa miklar áhyggjur af þessu atviki. „Atvikið í Rostov var einstakt og mun ekki endurtaka sig í framtíðinni,“ sagði Sorokin. „Við munum skoða málið með rússneska knattspyrnusambandinu en það gefur auga leið að það er ekki hægt að fylgjast með hverjum einasta áhorfanda á vellinum.“ Meistaradeild Evrópu Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Bein útsending: Breiðablik - Spartak Subotica | Blikar í góðri stöðu Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Sjá meira
Heðgun stuðningsmanna rússneska liðsins FK Rostov verður líklega tekin til skoðunar hjá aganefnd UEFA. Rostov mætti PSV Eindhoven á heimavelli sínum, Olimp-2, í D-riðli Meistaradeildar Evrópu í gær en þetta var fyrsti heimaleikur félagsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar frá upphafi. Leikar fóru 2-2. Þegar um átta mínútur voru liðnar af leiknum var banana kastað inn á völlinn og hann lá þar í a.m.k. 15 mínútur að sögn FARE Network, sem rannsakar rasisma fyrir UEFA. Rasismi er þekkt vandamál í rússneskum fótbolta en leikmenn sem eru dökkir á hörund hafa lengi þurft að þola kynþáttaníð í leikjum í Rússlandi. Rostov hefur þegar lent í vandræðum vegna rasisma stuðningsmanna liðsins á þessu tímabili. Hluti stúkunnar á Olimp-2 var t.a.m. lokaður í gær vegna kynþáttaníðs stuðningsmanna Rostov í leik gegn Ajax í forkeppni Meistaradeildarinnar í síðasta mánuði. Vyacheslav Koloskov, heiðursforseti rússneska knattspyrnusambandsins, segir að atvik eins og það sem átti sér stað í gær hafi slæm áhrif á ímynd Rússlands sem heldur HM 2018. „Þessi banani gæti reynst okkur dýr. Við getum ekki liðið svona hegðun, sérstaklega á þessum tímapunkti. Rostov gæti þurft að spila leik fyrir luktum dyrum,“ sagði Koloskov. Alexei Sorokin, yfirmaður skipulagsnefndar HM 2018, tók annan pól í hæðina og virtist ekki hafa miklar áhyggjur af þessu atviki. „Atvikið í Rostov var einstakt og mun ekki endurtaka sig í framtíðinni,“ sagði Sorokin. „Við munum skoða málið með rússneska knattspyrnusambandinu en það gefur auga leið að það er ekki hægt að fylgjast með hverjum einasta áhorfanda á vellinum.“
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Bein útsending: Breiðablik - Spartak Subotica | Blikar í góðri stöðu Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Sjá meira