Kim var engu að síður mætt aftur á tískuvikuna í dag á sýningu Balmain, en hún og Olivier Roustaing, listrænn stjórnandi tískuhússins eru góðir vinir. Hún vakti mikla athygli á sýningunni, eins og allt sem hún fer, í þunnum netakjól sem skildi ekki mikið eftir fyrir ímyndunaraflið.
Kourtney Kardashian sat með systur sinni á fremsta bekk og var einnig í nokkuð gegnsæjum kjól.