Á mánudaginn í síðustu viku kynnti GoPro með mikilli viðhöfn drónann Karma, sem fyrirtækið sagði vera með þeim minni á markaðinum.
Sjá einnig: GoPro snýr sér að drónunum
Nú hefur fyrirtækið DJI, sem er hvað þekktast fyrir drónanna Phantom, kynnt nýjasta dróna sinn, Mavic Pro. Í kjölfar kynningarinnar og jákvæðra viðbragða hafa hlutabréf GoPro, sem hefur ekki átt gott ár, lækkað í verði.
Hægt er að taka myndir og myndbönd í 4K upplausn og er með 12 megapixla myndavél. Þrátt fyrir að hann sé mun minni en Phantom heldur DJI því fram að hann geti verið lengur á lofti, eða um 27 mínútur. Þá nær hann um 65 kílómetra hraða og greinir umhverfi sitt svo hann klessi ekki á veggi og annað.
Þar að auki er hægt að senda myndbönd úr Mavic í beinni á Facebook, YouTube og öðrum miðlum. Versti vandi GoPro er hins vegar að Mavic er ódýrari en Karma, því kaupa þarf myndavélina með Karma aukalega.