Fleytti jafnvel kerlingar í Skaftárhlaupi í fyrra Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. september 2016 07:00 Miklar skemmdir urðu á landi í Skaftárhlaupi í fyrra. Vísir/Vilhelm Sá möguleiki er fyrir hendi að sverðið, sem fannst í vikunni á víðavangi á árbakka í landi Ytri-Ása í Skaftárhreppi, hafi þar til í fyrra legið grafið í jörðu á öðrum stað ofar við ánna. Líkt og menn muna glöggt varð hlaup í Skaftá í fyrra sem var langstærsta Skaftárhlaup í manna minnum. Hlaupið var ríflega þrefalt stærra en menn hafa vanist í gegnum tíðina og reif með sér mikinn jarðveg úr árbökkum. Stundum var um að ræða stórar jarðvegstorfur sem losnuðu frá í heilu lagi og flutu með vatnsflaumnum. „Nokkuð ofan við fundarstaðinn var, þar til í fyrra, nes út í ána þar sem var að finna gamlar tóftir og fornminjar,“ segir Uggi Ævarsson, minjavörður Suðurlands, við Fréttablaðið. „Í hlaupinu hvarf umrætt nes. Það gæti vel verið að leifar þess hafi endað á þessum stað, ágangur vatnsins hafi haldið áfram og sverðið komið í ljós.“ Nesið, sem áin svarf á brott, var um hálfur hektari á stærð en tóftirnar þar höfðu aldrei verið skráðar eða kannaðar sérstaklega. Því er ekki vitað hvort þar var á ferðinni gamalt bæjarstæði, sel eða kuml. Minjaverðir með sverðið sem talið er vera frá 10. öld. Fréttablaðið/Ernir „Þetta sýnir manni mikilvægi þess að skrá fornleifar. Það er blóðugt núna að þetta hafi ekki verið kannað,“ segir Uggi. Hvort sem vangaveltur Ugga reynast á rökum reistar eður ei er ljóst að Skaftárhlaup hafa sett mark sitt á þennan fornleifafund. Minniháttar hlaup hófst í ánni í fyrradag og svæðið, þar sem sverðið fannst, er nú undir vatni. Hefði sverðið ekki fundist í vikunni væri alls kostar óvíst að það hefði nokkurn tíma gerst. „Við náðum að grafa þarna aðeins inn í bakkann og niður áður en hlaupið kom,“ segir Uggi. Stefnt er að því að fara aftur á staðinn þegar hlaupinu slotar og kanna aðstæður. „Við búumst síður við því að neitt komi í ljós. Það var algjört lán að þetta sverð kom í ljós en allir aðrir munir eru bara bónus.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Fornminjar Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira
Sá möguleiki er fyrir hendi að sverðið, sem fannst í vikunni á víðavangi á árbakka í landi Ytri-Ása í Skaftárhreppi, hafi þar til í fyrra legið grafið í jörðu á öðrum stað ofar við ánna. Líkt og menn muna glöggt varð hlaup í Skaftá í fyrra sem var langstærsta Skaftárhlaup í manna minnum. Hlaupið var ríflega þrefalt stærra en menn hafa vanist í gegnum tíðina og reif með sér mikinn jarðveg úr árbökkum. Stundum var um að ræða stórar jarðvegstorfur sem losnuðu frá í heilu lagi og flutu með vatnsflaumnum. „Nokkuð ofan við fundarstaðinn var, þar til í fyrra, nes út í ána þar sem var að finna gamlar tóftir og fornminjar,“ segir Uggi Ævarsson, minjavörður Suðurlands, við Fréttablaðið. „Í hlaupinu hvarf umrætt nes. Það gæti vel verið að leifar þess hafi endað á þessum stað, ágangur vatnsins hafi haldið áfram og sverðið komið í ljós.“ Nesið, sem áin svarf á brott, var um hálfur hektari á stærð en tóftirnar þar höfðu aldrei verið skráðar eða kannaðar sérstaklega. Því er ekki vitað hvort þar var á ferðinni gamalt bæjarstæði, sel eða kuml. Minjaverðir með sverðið sem talið er vera frá 10. öld. Fréttablaðið/Ernir „Þetta sýnir manni mikilvægi þess að skrá fornleifar. Það er blóðugt núna að þetta hafi ekki verið kannað,“ segir Uggi. Hvort sem vangaveltur Ugga reynast á rökum reistar eður ei er ljóst að Skaftárhlaup hafa sett mark sitt á þennan fornleifafund. Minniháttar hlaup hófst í ánni í fyrradag og svæðið, þar sem sverðið fannst, er nú undir vatni. Hefði sverðið ekki fundist í vikunni væri alls kostar óvíst að það hefði nokkurn tíma gerst. „Við náðum að grafa þarna aðeins inn í bakkann og niður áður en hlaupið kom,“ segir Uggi. Stefnt er að því að fara aftur á staðinn þegar hlaupinu slotar og kanna aðstæður. „Við búumst síður við því að neitt komi í ljós. Það var algjört lán að þetta sverð kom í ljós en allir aðrir munir eru bara bónus.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Fornminjar Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira