Miðstjórn Framsóknarflokksins fundar á Akureyri í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. september 2016 11:37 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins og Anna Sigurlaug Pálsdóttir kona hans mæta að sjálfsögðu í Hof í dag. vísir Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins fer fram í Hofi á Akureyri í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins setur fundinn klukkan 12.30 en búist er við að fundurinn standi til klukkan 17. Sigmundur mun jafnframt halda ræðu á fundinum sem mun án efa vekja athygli en klukkan 16 verður tekin fyrir tillaga um boðun flokksþings sem fastlega er búist við að haldið verði fyrir þingkosningar sem verða í lok október. Í liðnum mánuði samþykkti meirihluti kjördæmisþinga flokksins að boða til flokksþing fyrir kosningar en samkvæmt reglum flokksins þarf að boða til flokksþings ef meirihluti kjördæmisþinganna fer fram á það. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verða bornar upp tvær tillögur að dagsetningu flokksþings, annars vegar 1. október og hins vegar 8. október. Á flokksþingi er forysta flokksins kosin en það má segja að nokkur styr hafi staðið um Sigmund Davíð í kjölfar Panama-lekans og afsagnar hans sem forsætisráðherra. Ekki verður þó af öðru ráðið en að hann hyggist bjóða sig fram til formanns á nýjan leik og enn hefur enginn lýst yfir framboði gegn honum. Eygló Harðardóttir, félags-og húsnæðismálaráðherra, hefur helst verið nefnd sem mögulegur mótframbjóðandi Sigmundar til formanns þar sem hún hefur ekkert gefið út um það hvort hún myndi fara gegn sitjandi formanni eða ekki. Sigurður Ingi Jóhannsson varaformaður flokksins og forsætisráðherra hefur hins vegar útilokað að fara fram gegn sitjandi formanni og það hafa sömuleiðis Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra einnig gert. Það er einnig nóg um að vera hjá Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni en prófkjör Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi og Suðvesturkjördæmi fara fram í dag. Þá lýkur flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík, Suðvesturkjördæmi og Norðvesturkjördæmi klukkan 17 en það hófst á fimmtudag. Úrslitin ættu að liggja fyrir um klukkan 18 í kvöld en fyrstu tölur úr prófkjörum Sjálfstæðisflokksins verða kynntar klukkan 19. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsóknarflokkurinn heldur flokksþing fyrir kosningar Framsóknarflokkurinn mun halda flokksþing fyrir Alþingiskosningar sem verða 29. október þar sem meirihluti kjördæmisþinga flokksins hefur nú samþykkt tillögu um að flokksþing verði haldið. 25. ágúst 2016 22:20 Flokksþing veltur á Kragamönnum Kjördæmaþing Framsóknarflokksins í SV-kjördæmi verður haldið á fimmtudaginn. Þingmenn kjördæmisins vilja flokksþing og tillaga þess efnis getur knúið flokkinn til þess. Formaður flokksins hefur ekki svarað ítrekuðum tilraunum Fré 23. ágúst 2016 07:00 Sigmundur Davíð: „Svo sannarlega til í flokksþing hvenær sem er“ Formaður Framsóknarflokksins telur þó óvíst hvort það henti flokknum best að eyða tíma og fjármagni í flokksþing rétt fyrir kosningar. 26. ágúst 2016 15:40 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins fer fram í Hofi á Akureyri í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins setur fundinn klukkan 12.30 en búist er við að fundurinn standi til klukkan 17. Sigmundur mun jafnframt halda ræðu á fundinum sem mun án efa vekja athygli en klukkan 16 verður tekin fyrir tillaga um boðun flokksþings sem fastlega er búist við að haldið verði fyrir þingkosningar sem verða í lok október. Í liðnum mánuði samþykkti meirihluti kjördæmisþinga flokksins að boða til flokksþing fyrir kosningar en samkvæmt reglum flokksins þarf að boða til flokksþings ef meirihluti kjördæmisþinganna fer fram á það. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verða bornar upp tvær tillögur að dagsetningu flokksþings, annars vegar 1. október og hins vegar 8. október. Á flokksþingi er forysta flokksins kosin en það má segja að nokkur styr hafi staðið um Sigmund Davíð í kjölfar Panama-lekans og afsagnar hans sem forsætisráðherra. Ekki verður þó af öðru ráðið en að hann hyggist bjóða sig fram til formanns á nýjan leik og enn hefur enginn lýst yfir framboði gegn honum. Eygló Harðardóttir, félags-og húsnæðismálaráðherra, hefur helst verið nefnd sem mögulegur mótframbjóðandi Sigmundar til formanns þar sem hún hefur ekkert gefið út um það hvort hún myndi fara gegn sitjandi formanni eða ekki. Sigurður Ingi Jóhannsson varaformaður flokksins og forsætisráðherra hefur hins vegar útilokað að fara fram gegn sitjandi formanni og það hafa sömuleiðis Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra einnig gert. Það er einnig nóg um að vera hjá Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni en prófkjör Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi og Suðvesturkjördæmi fara fram í dag. Þá lýkur flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík, Suðvesturkjördæmi og Norðvesturkjördæmi klukkan 17 en það hófst á fimmtudag. Úrslitin ættu að liggja fyrir um klukkan 18 í kvöld en fyrstu tölur úr prófkjörum Sjálfstæðisflokksins verða kynntar klukkan 19.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsóknarflokkurinn heldur flokksþing fyrir kosningar Framsóknarflokkurinn mun halda flokksþing fyrir Alþingiskosningar sem verða 29. október þar sem meirihluti kjördæmisþinga flokksins hefur nú samþykkt tillögu um að flokksþing verði haldið. 25. ágúst 2016 22:20 Flokksþing veltur á Kragamönnum Kjördæmaþing Framsóknarflokksins í SV-kjördæmi verður haldið á fimmtudaginn. Þingmenn kjördæmisins vilja flokksþing og tillaga þess efnis getur knúið flokkinn til þess. Formaður flokksins hefur ekki svarað ítrekuðum tilraunum Fré 23. ágúst 2016 07:00 Sigmundur Davíð: „Svo sannarlega til í flokksþing hvenær sem er“ Formaður Framsóknarflokksins telur þó óvíst hvort það henti flokknum best að eyða tíma og fjármagni í flokksþing rétt fyrir kosningar. 26. ágúst 2016 15:40 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Framsóknarflokkurinn heldur flokksþing fyrir kosningar Framsóknarflokkurinn mun halda flokksþing fyrir Alþingiskosningar sem verða 29. október þar sem meirihluti kjördæmisþinga flokksins hefur nú samþykkt tillögu um að flokksþing verði haldið. 25. ágúst 2016 22:20
Flokksþing veltur á Kragamönnum Kjördæmaþing Framsóknarflokksins í SV-kjördæmi verður haldið á fimmtudaginn. Þingmenn kjördæmisins vilja flokksþing og tillaga þess efnis getur knúið flokkinn til þess. Formaður flokksins hefur ekki svarað ítrekuðum tilraunum Fré 23. ágúst 2016 07:00
Sigmundur Davíð: „Svo sannarlega til í flokksþing hvenær sem er“ Formaður Framsóknarflokksins telur þó óvíst hvort það henti flokknum best að eyða tíma og fjármagni í flokksþing rétt fyrir kosningar. 26. ágúst 2016 15:40