Miðstjórn Framsóknarflokksins fundar á Akureyri í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. september 2016 11:37 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins og Anna Sigurlaug Pálsdóttir kona hans mæta að sjálfsögðu í Hof í dag. vísir Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins fer fram í Hofi á Akureyri í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins setur fundinn klukkan 12.30 en búist er við að fundurinn standi til klukkan 17. Sigmundur mun jafnframt halda ræðu á fundinum sem mun án efa vekja athygli en klukkan 16 verður tekin fyrir tillaga um boðun flokksþings sem fastlega er búist við að haldið verði fyrir þingkosningar sem verða í lok október. Í liðnum mánuði samþykkti meirihluti kjördæmisþinga flokksins að boða til flokksþing fyrir kosningar en samkvæmt reglum flokksins þarf að boða til flokksþings ef meirihluti kjördæmisþinganna fer fram á það. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verða bornar upp tvær tillögur að dagsetningu flokksþings, annars vegar 1. október og hins vegar 8. október. Á flokksþingi er forysta flokksins kosin en það má segja að nokkur styr hafi staðið um Sigmund Davíð í kjölfar Panama-lekans og afsagnar hans sem forsætisráðherra. Ekki verður þó af öðru ráðið en að hann hyggist bjóða sig fram til formanns á nýjan leik og enn hefur enginn lýst yfir framboði gegn honum. Eygló Harðardóttir, félags-og húsnæðismálaráðherra, hefur helst verið nefnd sem mögulegur mótframbjóðandi Sigmundar til formanns þar sem hún hefur ekkert gefið út um það hvort hún myndi fara gegn sitjandi formanni eða ekki. Sigurður Ingi Jóhannsson varaformaður flokksins og forsætisráðherra hefur hins vegar útilokað að fara fram gegn sitjandi formanni og það hafa sömuleiðis Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra einnig gert. Það er einnig nóg um að vera hjá Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni en prófkjör Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi og Suðvesturkjördæmi fara fram í dag. Þá lýkur flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík, Suðvesturkjördæmi og Norðvesturkjördæmi klukkan 17 en það hófst á fimmtudag. Úrslitin ættu að liggja fyrir um klukkan 18 í kvöld en fyrstu tölur úr prófkjörum Sjálfstæðisflokksins verða kynntar klukkan 19. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsóknarflokkurinn heldur flokksþing fyrir kosningar Framsóknarflokkurinn mun halda flokksþing fyrir Alþingiskosningar sem verða 29. október þar sem meirihluti kjördæmisþinga flokksins hefur nú samþykkt tillögu um að flokksþing verði haldið. 25. ágúst 2016 22:20 Flokksþing veltur á Kragamönnum Kjördæmaþing Framsóknarflokksins í SV-kjördæmi verður haldið á fimmtudaginn. Þingmenn kjördæmisins vilja flokksþing og tillaga þess efnis getur knúið flokkinn til þess. Formaður flokksins hefur ekki svarað ítrekuðum tilraunum Fré 23. ágúst 2016 07:00 Sigmundur Davíð: „Svo sannarlega til í flokksþing hvenær sem er“ Formaður Framsóknarflokksins telur þó óvíst hvort það henti flokknum best að eyða tíma og fjármagni í flokksþing rétt fyrir kosningar. 26. ágúst 2016 15:40 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins fer fram í Hofi á Akureyri í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins setur fundinn klukkan 12.30 en búist er við að fundurinn standi til klukkan 17. Sigmundur mun jafnframt halda ræðu á fundinum sem mun án efa vekja athygli en klukkan 16 verður tekin fyrir tillaga um boðun flokksþings sem fastlega er búist við að haldið verði fyrir þingkosningar sem verða í lok október. Í liðnum mánuði samþykkti meirihluti kjördæmisþinga flokksins að boða til flokksþing fyrir kosningar en samkvæmt reglum flokksins þarf að boða til flokksþings ef meirihluti kjördæmisþinganna fer fram á það. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verða bornar upp tvær tillögur að dagsetningu flokksþings, annars vegar 1. október og hins vegar 8. október. Á flokksþingi er forysta flokksins kosin en það má segja að nokkur styr hafi staðið um Sigmund Davíð í kjölfar Panama-lekans og afsagnar hans sem forsætisráðherra. Ekki verður þó af öðru ráðið en að hann hyggist bjóða sig fram til formanns á nýjan leik og enn hefur enginn lýst yfir framboði gegn honum. Eygló Harðardóttir, félags-og húsnæðismálaráðherra, hefur helst verið nefnd sem mögulegur mótframbjóðandi Sigmundar til formanns þar sem hún hefur ekkert gefið út um það hvort hún myndi fara gegn sitjandi formanni eða ekki. Sigurður Ingi Jóhannsson varaformaður flokksins og forsætisráðherra hefur hins vegar útilokað að fara fram gegn sitjandi formanni og það hafa sömuleiðis Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra einnig gert. Það er einnig nóg um að vera hjá Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni en prófkjör Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi og Suðvesturkjördæmi fara fram í dag. Þá lýkur flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík, Suðvesturkjördæmi og Norðvesturkjördæmi klukkan 17 en það hófst á fimmtudag. Úrslitin ættu að liggja fyrir um klukkan 18 í kvöld en fyrstu tölur úr prófkjörum Sjálfstæðisflokksins verða kynntar klukkan 19.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsóknarflokkurinn heldur flokksþing fyrir kosningar Framsóknarflokkurinn mun halda flokksþing fyrir Alþingiskosningar sem verða 29. október þar sem meirihluti kjördæmisþinga flokksins hefur nú samþykkt tillögu um að flokksþing verði haldið. 25. ágúst 2016 22:20 Flokksþing veltur á Kragamönnum Kjördæmaþing Framsóknarflokksins í SV-kjördæmi verður haldið á fimmtudaginn. Þingmenn kjördæmisins vilja flokksþing og tillaga þess efnis getur knúið flokkinn til þess. Formaður flokksins hefur ekki svarað ítrekuðum tilraunum Fré 23. ágúst 2016 07:00 Sigmundur Davíð: „Svo sannarlega til í flokksþing hvenær sem er“ Formaður Framsóknarflokksins telur þó óvíst hvort það henti flokknum best að eyða tíma og fjármagni í flokksþing rétt fyrir kosningar. 26. ágúst 2016 15:40 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Framsóknarflokkurinn heldur flokksþing fyrir kosningar Framsóknarflokkurinn mun halda flokksþing fyrir Alþingiskosningar sem verða 29. október þar sem meirihluti kjördæmisþinga flokksins hefur nú samþykkt tillögu um að flokksþing verði haldið. 25. ágúst 2016 22:20
Flokksþing veltur á Kragamönnum Kjördæmaþing Framsóknarflokksins í SV-kjördæmi verður haldið á fimmtudaginn. Þingmenn kjördæmisins vilja flokksþing og tillaga þess efnis getur knúið flokkinn til þess. Formaður flokksins hefur ekki svarað ítrekuðum tilraunum Fré 23. ágúst 2016 07:00
Sigmundur Davíð: „Svo sannarlega til í flokksþing hvenær sem er“ Formaður Framsóknarflokksins telur þó óvíst hvort það henti flokknum best að eyða tíma og fjármagni í flokksþing rétt fyrir kosningar. 26. ágúst 2016 15:40