Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo, gaf til kynna í dag að hann vildi leika með liðinu það sem eftir lifði ferilsins en mikið hefur verið rætt um næstu skref þessa ótrúlega knattspyrnumanns.
Ronaldo sneri aftur í lið Real Madrid í dag eftir meiðsli og var ekki að lengi að stimpla sig inn. Tók það hann aðeins sex mínútur að skora eitt marka Real Madrid í öruggum 5-2 sigri á Osasuna á heimavelli í dag.
Ronaldo hefur verið orðaður við lið í MLS-deildinni sem og lið í kínversku úrvalsdeildinni en hann stóð ekki á svörum þegar hann var spurður út í framhaldið.
„Þú verður að ræða um það við forseta liðsins. Ef ég væri forseti liðsins myndi ég gefa sjálfum mér tíu ára framlengingu á samningi mínum hér hjá Real Madrid. Ég vill halda áfram að lyfta titlum með þessu liði og vonandi getum við gert atlögu að spænska titlinum í vor.“
