Sjálfstæðismenn í basli með tölurnar í Suðurkjördæmi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2016 23:38 Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra berst við Pál Magnússon um fyrsta sætið í kjördæminu. Vísir/Anton Brink Útlit er fyrir að fyrstu tölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi birtist ekki fyrr en í fyrsta lagi á miðnætti. Talning fer fram á Selfossi og hefur gengið illa sé miðað við upplýsingar frá flokknum í kvöld. Beðið er eftir fyrstu tölum með töluverðri eftirvæntingu þar sem Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, etja kappi. Talning fer fram á Selfossi fyrir Suðurkjördæmi. Því miður getum við ekki birt fyrstu tölur fyrr en á miðnætti.— Sjálfstæðisflokkur (@sjalfstaedisfl) September 10, 2016 Kjörstaðir í Suðurkjördæmi lokuðu klukkan 18 eins og í Suðvesturkjördæmi þar sem úrslit eru ljós. Mikið hefur verið fjallað um úrslitin þar sem Bjarni Benediktsson hlaut yfirburðarkosningu en engin kona náði inn á lista efstu fjögurra. Fyrstu tölur í Suðvesturkjördæmi voru birtar í kvöldfréttum RÚV klukkan 19 en tilkynnt að von væri á tölum úr suðrinu síðar í kvöld. Í framhaldinu hrundi vefur flokksins, XD.is, og tilkynnt að tölur úr Suðurkjördæmi kæmu ekki strax.Á ellefta tímanum var svo tilkynnt að fyrstu tölur í kjördæminu myndu birtast klukkan 23. Nú er hins vegar ljóst, af nýjustu tilkynningu Sjálfstæðismanna á Twitter, að fyrstu tölur koma ekki fyrr en á miðnætti. Ekki liggur fyrir hvers vegna svo mikil töf hefur orðið á talningu en ekki náðist í Þórð Þórarinsson, framkvæmdastjóra flokksins, við vinnslu fréttarinnar. Sjálfstæðismenn hafa húmor fyrir töfinni eins og sjá má á þeirra nýjasta tísti.pic.twitter.com/9KXAKtj1QI— Sjálfstæðisflokkur (@sjalfstaedisfl) September 10, 2016 Fólk er virkilega farið að lengja eftir tölum úr Suðurkjördæmi.@sjalfstaedisfl Nokkrar mínútur.— Sjálfstæðisflokkur (@sjalfstaedisfl) September 11, 2016 Uppfært klukkan 01:15Fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi voru birtar um klukkan hálf eitt. Páll Magnússon hefur nokkuð öruggt forskot í fyrsta sæti. Stuðningsmenn hans fagna í Eyjum eins og lesa má nánar um hér. Ásmundur Friðriksson er í öðru sæti, Vilhjálmur Árnason í því þriðja og Ragnheiður Elín fjórða. Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Sjálfstæðiskonur ósáttar við ósýnileika og vilja breytingar Skorað er á kjördæmisráð flokksins í suðvesturkjördæminu að samþykkja ekki listann óbreyttan. 10. september 2016 22:33 Karlar í fjórum efstu sætum Sjálfstæðisflokksins í Kraganum Bjarni Ben efstur en Elín Hirst nær ekki sæti á listanum. 10. september 2016 19:31 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Sjá meira
Útlit er fyrir að fyrstu tölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi birtist ekki fyrr en í fyrsta lagi á miðnætti. Talning fer fram á Selfossi og hefur gengið illa sé miðað við upplýsingar frá flokknum í kvöld. Beðið er eftir fyrstu tölum með töluverðri eftirvæntingu þar sem Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, etja kappi. Talning fer fram á Selfossi fyrir Suðurkjördæmi. Því miður getum við ekki birt fyrstu tölur fyrr en á miðnætti.— Sjálfstæðisflokkur (@sjalfstaedisfl) September 10, 2016 Kjörstaðir í Suðurkjördæmi lokuðu klukkan 18 eins og í Suðvesturkjördæmi þar sem úrslit eru ljós. Mikið hefur verið fjallað um úrslitin þar sem Bjarni Benediktsson hlaut yfirburðarkosningu en engin kona náði inn á lista efstu fjögurra. Fyrstu tölur í Suðvesturkjördæmi voru birtar í kvöldfréttum RÚV klukkan 19 en tilkynnt að von væri á tölum úr suðrinu síðar í kvöld. Í framhaldinu hrundi vefur flokksins, XD.is, og tilkynnt að tölur úr Suðurkjördæmi kæmu ekki strax.Á ellefta tímanum var svo tilkynnt að fyrstu tölur í kjördæminu myndu birtast klukkan 23. Nú er hins vegar ljóst, af nýjustu tilkynningu Sjálfstæðismanna á Twitter, að fyrstu tölur koma ekki fyrr en á miðnætti. Ekki liggur fyrir hvers vegna svo mikil töf hefur orðið á talningu en ekki náðist í Þórð Þórarinsson, framkvæmdastjóra flokksins, við vinnslu fréttarinnar. Sjálfstæðismenn hafa húmor fyrir töfinni eins og sjá má á þeirra nýjasta tísti.pic.twitter.com/9KXAKtj1QI— Sjálfstæðisflokkur (@sjalfstaedisfl) September 10, 2016 Fólk er virkilega farið að lengja eftir tölum úr Suðurkjördæmi.@sjalfstaedisfl Nokkrar mínútur.— Sjálfstæðisflokkur (@sjalfstaedisfl) September 11, 2016 Uppfært klukkan 01:15Fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi voru birtar um klukkan hálf eitt. Páll Magnússon hefur nokkuð öruggt forskot í fyrsta sæti. Stuðningsmenn hans fagna í Eyjum eins og lesa má nánar um hér. Ásmundur Friðriksson er í öðru sæti, Vilhjálmur Árnason í því þriðja og Ragnheiður Elín fjórða.
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Sjálfstæðiskonur ósáttar við ósýnileika og vilja breytingar Skorað er á kjördæmisráð flokksins í suðvesturkjördæminu að samþykkja ekki listann óbreyttan. 10. september 2016 22:33 Karlar í fjórum efstu sætum Sjálfstæðisflokksins í Kraganum Bjarni Ben efstur en Elín Hirst nær ekki sæti á listanum. 10. september 2016 19:31 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Sjá meira
Sjálfstæðiskonur ósáttar við ósýnileika og vilja breytingar Skorað er á kjördæmisráð flokksins í suðvesturkjördæminu að samþykkja ekki listann óbreyttan. 10. september 2016 22:33
Karlar í fjórum efstu sætum Sjálfstæðisflokksins í Kraganum Bjarni Ben efstur en Elín Hirst nær ekki sæti á listanum. 10. september 2016 19:31