Segir aldursreglu Samfylkingarinnar vanhugsaða Birgir Örn Steinarsson skrifar 11. september 2016 18:48 Ætlar að hella sér í jólabókaflóðið í ár og vonast eftir að komast aftur á þing. Vísir Margrét Tryggvadóttir rithöfundur er 44 ára gömul og nokkuð ný á nálinni hvað stjórnmál varðar sé miðað við starfsaldur hennar á alþingi. Hún var áður þingmaður Hreyfingarinnar frá árunum 2009 – 2013. Nýverið gekk hún til liðs við Samfylkinguna og gaf kost á sér í 1. – 2. sætið í flokksvali fyrir alþingiskosningar fyrir Suðurvesturkjördæmi sem fram fór í gærkvöldi. Þar hafnaði hún í þriðja sæti á eftir Árna Páli Árnasyni og Margréti Gauju Magnúsdóttur eftir að hafa hlotið 514 atkvæði flokksmanna sinna. Vegna reglna flokksins um kynja- og aldurssamsetningu á framboðslistum verður hún þó ekki í þriðja sæti heldur í því fimmta. Vegna þessa verður bæði Semu Erlu Serdar og Guðmundi Ara Sigurjónssyni lyft upp fyrir hana. „Samkvæmt reglunni þá verður að vera einn undir 35 ára í efstu þremur sætunum. Mér skilst að þetta sé regla sem ungliðahreyfingin kom á en þar er hámarksaldur 35 ár,“ segir Margrét. „Samfylkingin hefur boðið upp á að hafa annað hvort para- eða fléttulista. Það var ákveðið að hafa para lista núna sem þýðir að á framboðslistunum eru alltaf karl og kona til skiptis.“Bendir á að Margrét er 39 áraMargrét segir að með þessu hafi Samfylkingin vilja tryggja nýliðun. Hún segist skilja ástæður þess að reglan hafi verið sett á sínum tíma en telur að hún hafi verið vanhugsuð. „Svo er auðvitað spurning hvað hefði gerst ef Margrét Gauja hefði lent í þriðja sæti? Hún er 39 ára. Það er ekki eins og við séum háaldraðar. Ég er himinlifandi yfir því að hafa fengið svona góða kosningu eftir að hafa komið inn úr öðrum flokki. Ég ætti að vera alveg alsæl en það er svolítið fúlt að vera dregin niður vegna aldurs. Ég enda í 5. sæti sem er ekki einu sinni bindandi sæti. Það er því ekki einu sinni víst að ég verði á listanum.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Árni Páll efstur í Kraganum Árni Páll mun leiða listann en í öðru sæti hafnaði Margrét Gauja Magnúsdóttir. 10. september 2016 20:06 Helga Vala: Lofað ríkisborgararétti gegn því að kjósa Össur í prófkjöri Mikill hiti vegna prófkjara Samfylkingarinnar. 9. september 2016 14:22 Píratar stærri en Sjálfstæðisflokkurinn á ný og Viðreisn stækkar Fylgi VG dregst saman í nýrri könnun MMR. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn mælast jafnstór. 25. júlí 2016 15:04 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Margrét Tryggvadóttir rithöfundur er 44 ára gömul og nokkuð ný á nálinni hvað stjórnmál varðar sé miðað við starfsaldur hennar á alþingi. Hún var áður þingmaður Hreyfingarinnar frá árunum 2009 – 2013. Nýverið gekk hún til liðs við Samfylkinguna og gaf kost á sér í 1. – 2. sætið í flokksvali fyrir alþingiskosningar fyrir Suðurvesturkjördæmi sem fram fór í gærkvöldi. Þar hafnaði hún í þriðja sæti á eftir Árna Páli Árnasyni og Margréti Gauju Magnúsdóttur eftir að hafa hlotið 514 atkvæði flokksmanna sinna. Vegna reglna flokksins um kynja- og aldurssamsetningu á framboðslistum verður hún þó ekki í þriðja sæti heldur í því fimmta. Vegna þessa verður bæði Semu Erlu Serdar og Guðmundi Ara Sigurjónssyni lyft upp fyrir hana. „Samkvæmt reglunni þá verður að vera einn undir 35 ára í efstu þremur sætunum. Mér skilst að þetta sé regla sem ungliðahreyfingin kom á en þar er hámarksaldur 35 ár,“ segir Margrét. „Samfylkingin hefur boðið upp á að hafa annað hvort para- eða fléttulista. Það var ákveðið að hafa para lista núna sem þýðir að á framboðslistunum eru alltaf karl og kona til skiptis.“Bendir á að Margrét er 39 áraMargrét segir að með þessu hafi Samfylkingin vilja tryggja nýliðun. Hún segist skilja ástæður þess að reglan hafi verið sett á sínum tíma en telur að hún hafi verið vanhugsuð. „Svo er auðvitað spurning hvað hefði gerst ef Margrét Gauja hefði lent í þriðja sæti? Hún er 39 ára. Það er ekki eins og við séum háaldraðar. Ég er himinlifandi yfir því að hafa fengið svona góða kosningu eftir að hafa komið inn úr öðrum flokki. Ég ætti að vera alveg alsæl en það er svolítið fúlt að vera dregin niður vegna aldurs. Ég enda í 5. sæti sem er ekki einu sinni bindandi sæti. Það er því ekki einu sinni víst að ég verði á listanum.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Árni Páll efstur í Kraganum Árni Páll mun leiða listann en í öðru sæti hafnaði Margrét Gauja Magnúsdóttir. 10. september 2016 20:06 Helga Vala: Lofað ríkisborgararétti gegn því að kjósa Össur í prófkjöri Mikill hiti vegna prófkjara Samfylkingarinnar. 9. september 2016 14:22 Píratar stærri en Sjálfstæðisflokkurinn á ný og Viðreisn stækkar Fylgi VG dregst saman í nýrri könnun MMR. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn mælast jafnstór. 25. júlí 2016 15:04 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Árni Páll efstur í Kraganum Árni Páll mun leiða listann en í öðru sæti hafnaði Margrét Gauja Magnúsdóttir. 10. september 2016 20:06
Helga Vala: Lofað ríkisborgararétti gegn því að kjósa Össur í prófkjöri Mikill hiti vegna prófkjara Samfylkingarinnar. 9. september 2016 14:22
Píratar stærri en Sjálfstæðisflokkurinn á ný og Viðreisn stækkar Fylgi VG dregst saman í nýrri könnun MMR. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn mælast jafnstór. 25. júlí 2016 15:04