Möguleiki á hægrisinnuðu kvennaframboði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. september 2016 10:19 Hugsanlegt er að nýtt kvennaframboð á hægri vængnum komi fram. Vísir/Anton Formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna segir stöðuna í jafnrétti kynjanna innan Sjálfstæðisflokksins verri en í öðrum flokkum. Hugsanlegt sé að nýtt kvennaframboð á hægri vængnum komi fram. Helga Dögg Björgvinsdóttir var gestur Morgunútvarpsins á Rás 2 í morgun þar sem hún sagðist ekki búa yfir skýringu á slæmu gengi kvenna í í prófkjörum flokksins. Konur hlutu afhroð í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Karlmenn verma efstu fjögur sæti lista Suðvesturkjördæmis og þrjú efstu sætin í Suðurkjördæmi.Sjá einnig: Sjálfstæðiskonur guldu afhroðRætt hefur verið um hvort listunum verði breytt svo fjölga megi konum í forystusveit flokksins og sagði Friðjón R. Friðjónsson, sem situr í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins, að hann myndi ekki „styðja einsleita lista eins og niðurstöður prófkjöranna um helgina skiluðu.“ Þarf miðstjórn að samþykkja framboðslistana samkvæmt reglum flokksins.Helga Dögg segir að skýrt sé í reglum flokksins að hægt sé að breyta framboðslistunum. Á síðasta landsfundi hafi jafnréttisákvæði verið sett í reglur flokksins og að jafnrétti sé eitt af grunngildum Sjálfstæðisflokksins. Þar segi einnig að röðun á lista eigi að taka miða af grunngildum Sjálfstæðisflokksins.Sjá einnig: Þungar áhyggjur og þórðargleði eftir afhroð Sjálfstæðiskvenna„Þarna er kjörnefnd og forysta flokksins komin með vopn í hendurnar til þess að hafa áhrif á röðun á lista og breyta þessum prófkjörsniðurstöðum,“ segir Helga Dögg sem telur að ástandið í kynjajafnrétti sé verra í Sjálfstæðisflokknum en öðrum flokkum. „Ég veit ekki hvort það séu sterkari karlagildi í Sjálfstæðisflokknum að einhverju leyti en konur hafa átt mjög erfitt uppdráttar. Það hefur ekki mátt tala um jafnréttismál út frá kynjasjónarmiði, og það er ennþá þannig í ákveðnum kreðsum að maður er bara þaggaður niður,“ segir Helga Dögg.Sjá einnig: „Konunum ekki úthýst á grundvelli kynferðis“Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og ein af þeim konum sem sóttist eftir sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum en náði ekki sæti spurði á Facebook-síðu sinni hvort að sérstakt Kvennaframboð væri lausnin. Aðspurð um það segir Helga Dögg að það hafi verið rætt á meðal kvenna í kringum hana. „Það er mjög stutt til kosninga og það þarf að hafa mjög hraðar hendur. En já, ég held að það geti alveg verið ef að öflugar konur taka sig saman, að við gætum séð eitthvað slíkt.“ Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Sjálfstæðiskonur guldu afhroð Úrslit prófkjara Sjálfstæðisflokksins verða ræddar á fundi í dag. Formaður flokksins útilokar ekki að niðurstöðum verði breytt. Iðnaðaráðherra hættir í stjórnmálum. Þingkonur í Samfylkingu hverfa af Alþingi. 12. september 2016 06:30 Þungar áhyggjur og þórðargleði eftir afhroð Sjálfstæðiskvenna Niðurstöður úr prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi hafa vakið mikla athygli fyrir þær sakir hversu lélega kosningu þær konur sem buðu sig fram hlutu. Þannig eru karlar í efstu fjórum sætum flokksins í Suðvesturkjördæmi og hlýtur Elín Hirst þingkona afleita kosningu en hún kemst ekki í efstu sex sætin. 11. september 2016 14:00 Bjarni útilokar ekki breytingar á listunum Formaður Sjálfstæðisflokksins segir árangur kvenna í prófkjörinu vera vonbrigði. 11. september 2016 19:05 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Sjá meira
Formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna segir stöðuna í jafnrétti kynjanna innan Sjálfstæðisflokksins verri en í öðrum flokkum. Hugsanlegt sé að nýtt kvennaframboð á hægri vængnum komi fram. Helga Dögg Björgvinsdóttir var gestur Morgunútvarpsins á Rás 2 í morgun þar sem hún sagðist ekki búa yfir skýringu á slæmu gengi kvenna í í prófkjörum flokksins. Konur hlutu afhroð í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Karlmenn verma efstu fjögur sæti lista Suðvesturkjördæmis og þrjú efstu sætin í Suðurkjördæmi.Sjá einnig: Sjálfstæðiskonur guldu afhroðRætt hefur verið um hvort listunum verði breytt svo fjölga megi konum í forystusveit flokksins og sagði Friðjón R. Friðjónsson, sem situr í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins, að hann myndi ekki „styðja einsleita lista eins og niðurstöður prófkjöranna um helgina skiluðu.“ Þarf miðstjórn að samþykkja framboðslistana samkvæmt reglum flokksins.Helga Dögg segir að skýrt sé í reglum flokksins að hægt sé að breyta framboðslistunum. Á síðasta landsfundi hafi jafnréttisákvæði verið sett í reglur flokksins og að jafnrétti sé eitt af grunngildum Sjálfstæðisflokksins. Þar segi einnig að röðun á lista eigi að taka miða af grunngildum Sjálfstæðisflokksins.Sjá einnig: Þungar áhyggjur og þórðargleði eftir afhroð Sjálfstæðiskvenna„Þarna er kjörnefnd og forysta flokksins komin með vopn í hendurnar til þess að hafa áhrif á röðun á lista og breyta þessum prófkjörsniðurstöðum,“ segir Helga Dögg sem telur að ástandið í kynjajafnrétti sé verra í Sjálfstæðisflokknum en öðrum flokkum. „Ég veit ekki hvort það séu sterkari karlagildi í Sjálfstæðisflokknum að einhverju leyti en konur hafa átt mjög erfitt uppdráttar. Það hefur ekki mátt tala um jafnréttismál út frá kynjasjónarmiði, og það er ennþá þannig í ákveðnum kreðsum að maður er bara þaggaður niður,“ segir Helga Dögg.Sjá einnig: „Konunum ekki úthýst á grundvelli kynferðis“Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og ein af þeim konum sem sóttist eftir sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum en náði ekki sæti spurði á Facebook-síðu sinni hvort að sérstakt Kvennaframboð væri lausnin. Aðspurð um það segir Helga Dögg að það hafi verið rætt á meðal kvenna í kringum hana. „Það er mjög stutt til kosninga og það þarf að hafa mjög hraðar hendur. En já, ég held að það geti alveg verið ef að öflugar konur taka sig saman, að við gætum séð eitthvað slíkt.“
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Sjálfstæðiskonur guldu afhroð Úrslit prófkjara Sjálfstæðisflokksins verða ræddar á fundi í dag. Formaður flokksins útilokar ekki að niðurstöðum verði breytt. Iðnaðaráðherra hættir í stjórnmálum. Þingkonur í Samfylkingu hverfa af Alþingi. 12. september 2016 06:30 Þungar áhyggjur og þórðargleði eftir afhroð Sjálfstæðiskvenna Niðurstöður úr prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi hafa vakið mikla athygli fyrir þær sakir hversu lélega kosningu þær konur sem buðu sig fram hlutu. Þannig eru karlar í efstu fjórum sætum flokksins í Suðvesturkjördæmi og hlýtur Elín Hirst þingkona afleita kosningu en hún kemst ekki í efstu sex sætin. 11. september 2016 14:00 Bjarni útilokar ekki breytingar á listunum Formaður Sjálfstæðisflokksins segir árangur kvenna í prófkjörinu vera vonbrigði. 11. september 2016 19:05 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Sjá meira
Sjálfstæðiskonur guldu afhroð Úrslit prófkjara Sjálfstæðisflokksins verða ræddar á fundi í dag. Formaður flokksins útilokar ekki að niðurstöðum verði breytt. Iðnaðaráðherra hættir í stjórnmálum. Þingkonur í Samfylkingu hverfa af Alþingi. 12. september 2016 06:30
Þungar áhyggjur og þórðargleði eftir afhroð Sjálfstæðiskvenna Niðurstöður úr prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi hafa vakið mikla athygli fyrir þær sakir hversu lélega kosningu þær konur sem buðu sig fram hlutu. Þannig eru karlar í efstu fjórum sætum flokksins í Suðvesturkjördæmi og hlýtur Elín Hirst þingkona afleita kosningu en hún kemst ekki í efstu sex sætin. 11. september 2016 14:00
Bjarni útilokar ekki breytingar á listunum Formaður Sjálfstæðisflokksins segir árangur kvenna í prófkjörinu vera vonbrigði. 11. september 2016 19:05