Theodór Elmar Bjarnason og Björn Daníel Sverrisson voru báðir í byrjunarliði AGF sem bar sigurorð af AGF, 3-1, í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Þetta var fyrsti sigur AGF í sex leikjum en liðið er í 7. sæti deildarinnar með 11 stig.
Rúnar Alex Rúnarsson stóð í marki Nordsjælland sem tókst ekki að fylgja eftir góðum sigri á Lyngby í síðustu umferð. Nordsjælland er í 11. sæti með sjö stig.
Kári Árnason stóð vaktina í vörn Malmö sem vann 3-1 sigur á IFK Göteborg í sænsku úrvalsdeildinni.
Þetta var fyrsti leikur Malmö eftir að Viðar Örn Kjartansson, markahæsti leikmaður sænsku deildarinanr, var seldur til Maccabi Tel Aviv.
Malmö virtist ekki sakna hans í leiknum í kvöld en með sigrinum komst liðið aftur á topp deildarinnar. Malmö er nú með eins stigs forskot á Norrköping þegar níu umferðum er ólokið.
Þá gerðu Hammarby og Örebro 1-1 jafntefli. Ögmundur Kristinsson og Birkir Már Sævarsson léku allan leikinn fyrir Hammarby en Arnór Smárason var ekki með.
Hjörtur Logi Valgarðsson lék ekki með Örebro í leiknum í kvöld.
AGF vann langþráðan sigur | Malmö endurheimti toppsætið
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn



Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“
Íslenski boltinn



ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko
Enski boltinn

Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann
Íslenski boltinn

Slapp vel frá rafmagnsleysinu
Körfubolti