Spurði út í þátttöku Sigmundar í nefndarstörfum: „Er þetta í lagi?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. september 2016 14:24 Guðmundur Steingrímsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. vísir Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar tók til máls undir liðnum fundarstjórn forseta á Alþingi í dag og spurði út í nefndarsetu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins en eftir að hann lét af embætti forsætisráðherra í apríl síðastliðnum. Sagði Guðmundur að honum hefði skilist sem svo að nefndarseta væri einn af lykilþáttum þingstarfanna en velti fyrir sér hvers vegna Sigmundur Davíð væri ekki í þingnefnd. „Það er einn óbreyttur þingmaður á meðal okkar sem situr ekki í neinni þingnefnd, það er háttvirtur þingmaður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. [...] Hann er hér á fullu þingfararkaupi og í raun og veru með 50 prósent álagi vegna flokksformennsku og hann er með aðstoðarmann líka,“ sagði Guðmundur og spurði svo hvort það væru fordæmi fyrir því að óbreyttir þingmenn sætu ekki í neinni þingnefnd og taki þar með ekki þátt í nefndarstörfum. „Svo ekki sé talað um að hann mæti ekki í atkvæðagreiðslu og taki ekki til máls í pontu Alþingis. Hefur forseti gert athugasemdir við þetta, hefur forseti komið þeim athugasemdum á framfæri við þingflokk Framsóknarflokksins? Er þetta í lagi?“ Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis kvaðst ekki hafa farið í það að skoða hvort fordæmi væru fyrir því að þingmenn væru ekki í þingnefndum. Þá sagði forseti að þetta væri mál sem væri fyrst og fremst í höndum viðkomandi þingflokka enda væri það þeirra ákvörðun hvaða þingmenn sætu í hvaða nefndum og líklegt væri að það yrðu talin óeðlileg afskipti ef að forseti þingsins væri að hafa afskipti af því. Guðmundur sagðist gera sér grein fyrir því að frelsi þingmanna varðandi störf sín væri mjög mikið. Hann væri hins vegar að velta þessu fyrir sér vegna þess hvaða fordæmi væri verið að setja til framtíðar til litið. „Ef allir þingmenn myndu nú ákveða að mæta ekki í atkvæðagreiðslur, taka ekki til máls hér, starfa ekki í þingnefndum hver væru þá þingstörfin og er þetta æskilegt fordæmi sem er verið að reisa? Má ég ákveða það upp á mitt einsdæmi að ég ætla ekki að taka þátt í þingstörfum og í rauninni ekki gera neitt annað hér á þingi en samt þiggja þingfararkaup?“ Hann spurði svo hvort ekki væri ástæða til að gera athugasemdir við þetta svo fordæmi fyrir þessu væri ekki gefið. Forseti þingsins minnti þá á að engin þingleg skylda kvæði á um það að þingmenn starfi í nefndum. Því væri um að ræða frjálst val þingmanna og það væri í höndum þingflokkana að ákveða með hvaða hætti og hvort þeir skipi í nefndir Alþingis. Kosningar 2016 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar tók til máls undir liðnum fundarstjórn forseta á Alþingi í dag og spurði út í nefndarsetu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins en eftir að hann lét af embætti forsætisráðherra í apríl síðastliðnum. Sagði Guðmundur að honum hefði skilist sem svo að nefndarseta væri einn af lykilþáttum þingstarfanna en velti fyrir sér hvers vegna Sigmundur Davíð væri ekki í þingnefnd. „Það er einn óbreyttur þingmaður á meðal okkar sem situr ekki í neinni þingnefnd, það er háttvirtur þingmaður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. [...] Hann er hér á fullu þingfararkaupi og í raun og veru með 50 prósent álagi vegna flokksformennsku og hann er með aðstoðarmann líka,“ sagði Guðmundur og spurði svo hvort það væru fordæmi fyrir því að óbreyttir þingmenn sætu ekki í neinni þingnefnd og taki þar með ekki þátt í nefndarstörfum. „Svo ekki sé talað um að hann mæti ekki í atkvæðagreiðslu og taki ekki til máls í pontu Alþingis. Hefur forseti gert athugasemdir við þetta, hefur forseti komið þeim athugasemdum á framfæri við þingflokk Framsóknarflokksins? Er þetta í lagi?“ Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis kvaðst ekki hafa farið í það að skoða hvort fordæmi væru fyrir því að þingmenn væru ekki í þingnefndum. Þá sagði forseti að þetta væri mál sem væri fyrst og fremst í höndum viðkomandi þingflokka enda væri það þeirra ákvörðun hvaða þingmenn sætu í hvaða nefndum og líklegt væri að það yrðu talin óeðlileg afskipti ef að forseti þingsins væri að hafa afskipti af því. Guðmundur sagðist gera sér grein fyrir því að frelsi þingmanna varðandi störf sín væri mjög mikið. Hann væri hins vegar að velta þessu fyrir sér vegna þess hvaða fordæmi væri verið að setja til framtíðar til litið. „Ef allir þingmenn myndu nú ákveða að mæta ekki í atkvæðagreiðslur, taka ekki til máls hér, starfa ekki í þingnefndum hver væru þá þingstörfin og er þetta æskilegt fordæmi sem er verið að reisa? Má ég ákveða það upp á mitt einsdæmi að ég ætla ekki að taka þátt í þingstörfum og í rauninni ekki gera neitt annað hér á þingi en samt þiggja þingfararkaup?“ Hann spurði svo hvort ekki væri ástæða til að gera athugasemdir við þetta svo fordæmi fyrir þessu væri ekki gefið. Forseti þingsins minnti þá á að engin þingleg skylda kvæði á um það að þingmenn starfi í nefndum. Því væri um að ræða frjálst val þingmanna og það væri í höndum þingflokkana að ákveða með hvaða hætti og hvort þeir skipi í nefndir Alþingis.
Kosningar 2016 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira