Lila er aðeins 13 ára gömul en ásamt því að vera dóttir Moss þá er faðir hennar Jefferson Hack, einn af stofnendum Dazed. Í viðtalinu spurja þær Gigi spjörunum allt hvað varðar hversu mikilvægt það er fyrir ungar stúlkur að vera með sterkt sjálfstraust og koma einnig inn á það að tala um stráka.
Það mætti segja að Lila sé með tímaritagenið en mamma hennar hefur setið fyrir á óteljandi forsíðum á seinustu tuttugu árum og pabbi hennar hefur lengi verið ritstjóri og blaðaútgefandi.
