Guðbjörg: Valdi meðvitað að fara til liðs þar sem frammistaða mín skiptir máli Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. september 2016 17:30 Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, er ekki enn búin að fá á sig mark í undankeppni EM 2017. Það er ein ástæða þess að eitt stig er nóg fyrir stelpurnar okkar í leiknum gegn Slóveníu á föstudagskvöldið. Ísland vann Slóvena, 6-0, þegar liðin mættust ytra en allir leikmenn liðsins og þjálfarateymið hafa reynt að koma því til skila að Slóvenar séu með betra lið en það. „Slóvenía er miklu betra lið en það lítur út fyrir að vera. Við vinnum þær 6-0 á útivelli en í þeim leik hafði ég hvað mest að gera í markinu,“ segir Guðbjörg sem rifbeinsbrotnaði í útileiknum. „Þær fara af hörku inn í öll návígi þannig við þurfum að mæta þeim af meiri krafti. Þær eru með gott sóknarlið þannig við vissum að ef við gætum spilað út úr fyrstu pressu en ekki bara hreinsað og sækja þannig myndum við fá góðar sóknir.“Guðbjörg teygir fyrir æfingu liðsins í dag.vísir/gettyGengur mjög vel úti Guðbjörg og stöllur hennar í landsliðinu gáfu það út fyrir undankeppnina að þær vildu ekki bara komast á EM þriðja skiptið í röð heldur vinna sinn riðil í undankeppninni. „Það er meiri pressa á okkur núna. Við gáfum það út fyrir mótið að við ætluðum að vinna riðilinn. Það er ekkert öruggt enn þá. Við getum enn misstigið okkur. Því betra sem liðið verður því meiri pressa er en við bjuggum þetta til sjálfar,“ segir hún. Þessi öflugi markvörður yfirgaf tvöfalda Noregsmeistara Lilleström eftir síðustu leiktíð og gekk aftur í raðir Djurgården í Svíþjóð þar sem Guðbjörg hóf atvinnumannaferilinn. Það var hugsun á bakvið það. „Mér gengur mjög vel úti þannig ég kem til leiks full sjálfstraust og í góðu formi. Ég valdi meðvitað að fara í lið sem er nýliði í efstu deild. Það er ákveðin áskorun sem markvörður að fara til þannig liðs þar sem það verður mikið að gera í hverjum einasta leik og þín frammistaða getur skilað stigum. Það finnst mér ótrúlega skemmtilegt,“ segir Guðbjörgn en getur hún lofað EM-sæti á föstudagskvöldið? „Það ætla ég rétt að vona. Við verðum með sama leikskipulag og alltaf og ætlum að reyna að spila flottan fótbolta. Við erum alltaf meira að yfirgefa gamla góða íslenska leikstílinn að bomba boltanum bara fram,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Glódís Perla: Verður veisla ef allir mæta á völlinn Miðvörður kvennalandsliðsins segir stelpurnar eiga eftir að ná endanlegu markmiði sínu. 13. september 2016 13:30 Sara Björk kom sér út úr þægindarammanum: „Fæ að heyra það ef ég stend mig illa“ Sara Björk Gunnarsdóttir gekk í raðir eins besta liðs í Evrópu í sumar en fannst ekkert sniðugt að byrja fyrsta leik á bekknum. 13. september 2016 13:00 Stuð á stelpunum í köldum dalnum | Myndir Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætti til æfinga í fyrsta sinn í morgun fyrir tvíhöfðann gegn Slóvenum og Skotum. 13. september 2016 14:45 Mest lesið Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Gagnrýnir Kyrie Irving fyrir að reyna koma í veg fyrir endurkomu NBA-deildarinnar Körfubolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, er ekki enn búin að fá á sig mark í undankeppni EM 2017. Það er ein ástæða þess að eitt stig er nóg fyrir stelpurnar okkar í leiknum gegn Slóveníu á föstudagskvöldið. Ísland vann Slóvena, 6-0, þegar liðin mættust ytra en allir leikmenn liðsins og þjálfarateymið hafa reynt að koma því til skila að Slóvenar séu með betra lið en það. „Slóvenía er miklu betra lið en það lítur út fyrir að vera. Við vinnum þær 6-0 á útivelli en í þeim leik hafði ég hvað mest að gera í markinu,“ segir Guðbjörg sem rifbeinsbrotnaði í útileiknum. „Þær fara af hörku inn í öll návígi þannig við þurfum að mæta þeim af meiri krafti. Þær eru með gott sóknarlið þannig við vissum að ef við gætum spilað út úr fyrstu pressu en ekki bara hreinsað og sækja þannig myndum við fá góðar sóknir.“Guðbjörg teygir fyrir æfingu liðsins í dag.vísir/gettyGengur mjög vel úti Guðbjörg og stöllur hennar í landsliðinu gáfu það út fyrir undankeppnina að þær vildu ekki bara komast á EM þriðja skiptið í röð heldur vinna sinn riðil í undankeppninni. „Það er meiri pressa á okkur núna. Við gáfum það út fyrir mótið að við ætluðum að vinna riðilinn. Það er ekkert öruggt enn þá. Við getum enn misstigið okkur. Því betra sem liðið verður því meiri pressa er en við bjuggum þetta til sjálfar,“ segir hún. Þessi öflugi markvörður yfirgaf tvöfalda Noregsmeistara Lilleström eftir síðustu leiktíð og gekk aftur í raðir Djurgården í Svíþjóð þar sem Guðbjörg hóf atvinnumannaferilinn. Það var hugsun á bakvið það. „Mér gengur mjög vel úti þannig ég kem til leiks full sjálfstraust og í góðu formi. Ég valdi meðvitað að fara í lið sem er nýliði í efstu deild. Það er ákveðin áskorun sem markvörður að fara til þannig liðs þar sem það verður mikið að gera í hverjum einasta leik og þín frammistaða getur skilað stigum. Það finnst mér ótrúlega skemmtilegt,“ segir Guðbjörgn en getur hún lofað EM-sæti á föstudagskvöldið? „Það ætla ég rétt að vona. Við verðum með sama leikskipulag og alltaf og ætlum að reyna að spila flottan fótbolta. Við erum alltaf meira að yfirgefa gamla góða íslenska leikstílinn að bomba boltanum bara fram,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Glódís Perla: Verður veisla ef allir mæta á völlinn Miðvörður kvennalandsliðsins segir stelpurnar eiga eftir að ná endanlegu markmiði sínu. 13. september 2016 13:30 Sara Björk kom sér út úr þægindarammanum: „Fæ að heyra það ef ég stend mig illa“ Sara Björk Gunnarsdóttir gekk í raðir eins besta liðs í Evrópu í sumar en fannst ekkert sniðugt að byrja fyrsta leik á bekknum. 13. september 2016 13:00 Stuð á stelpunum í köldum dalnum | Myndir Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætti til æfinga í fyrsta sinn í morgun fyrir tvíhöfðann gegn Slóvenum og Skotum. 13. september 2016 14:45 Mest lesið Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Gagnrýnir Kyrie Irving fyrir að reyna koma í veg fyrir endurkomu NBA-deildarinnar Körfubolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
Glódís Perla: Verður veisla ef allir mæta á völlinn Miðvörður kvennalandsliðsins segir stelpurnar eiga eftir að ná endanlegu markmiði sínu. 13. september 2016 13:30
Sara Björk kom sér út úr þægindarammanum: „Fæ að heyra það ef ég stend mig illa“ Sara Björk Gunnarsdóttir gekk í raðir eins besta liðs í Evrópu í sumar en fannst ekkert sniðugt að byrja fyrsta leik á bekknum. 13. september 2016 13:00
Stuð á stelpunum í köldum dalnum | Myndir Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætti til æfinga í fyrsta sinn í morgun fyrir tvíhöfðann gegn Slóvenum og Skotum. 13. september 2016 14:45