Klúður Samsung er himnasending Apple Samúel Karl Ólason skrifar 14. september 2016 13:03 Samsung, stærsti snjallsímaframleiðandi, heims hefur innkallað um 2,5 milljónir Note 7 snjallsíma, einungis tveimur vikum eftir útgáfu þeirra. Vísir/EPA Samsung, stærsti snjallsímaframleiðandi, heims hefur innkallað um 2,5 milljónir Note 7 snjallsíma, einungis tveimur vikum eftir útgáfu þeirra. Símarnir hafa sprungið í tugatali og kviknað hefur í þeim þegar þeir hafa verið settir í hleðslu. Fyrirtækið segir vandamálið vera til komið vegna framleiðslugalla í rafhlöðum símanna og neytendastofa Bandaríkjanna hefur hvatt fólk til að hætta að nota þá. Bráðabirgðalausn Samsung í Suður-Kóreu er að gefa út hugbúnaðaruppfærslu sem kemur í veg fyrir að hægt sé að hlaða símana að fullu. Ekki hefur verið ákveðið hvort að sú lausn verði reynd í fleiri löndum. Samkvæmt Samsung munu nýir símar, sem ekki eru líklegir til að springa, birtast á mörkuðum í Suður-Kóreu þann 19. september. Síminn hafði þó farið á markað í tíu löndum. Í mörgum þeirra eru engar áætlanir komnar fram um hvernig kaupendur geta skilað tækjum sínum og fengið ný né hvar. Annar vandi sem Samsung á nú við er hvort þeir eigi nægilega marga síma til að vega upp á móti þeim sem kalla þarf inn á skömmum tíma. Frá innkölluninni, þann 2. september, hafa hlutabréf í fyrirtækinu lækkað í verði um rúmlega tíu milljarða dala. Innköllun Samsung hefur og mun reynast fyrirtækinu erfið. Hins vegar er hún algjör himnasending fyrir helsta samkeppnisaðila Samsung, Apple. Í gær hafði markaðsvirði Apple aukist um 27 milljónir dala frá því á föstudaginn.Samsung Galaxy Note 7 hafði verið vel tekið af gagnrýnendum og notendum og var líklegur til að seljast mjög vel. Á meðan hvert vandamálið virðist hafa komið upp á eftir öðru hjá Samsung steig Apple fram og kynnti tvo nýja síma. iPhone 7 og 7 Plus.Greinendur gera ráð fyrir því að sala nýju síma Apple verði mun betri vegna klúðurs Samsung. Bandarísku símafyrirtækin Sprint og T-Mobile hafa þegar gefið út að forpantanir hafi þegar brotið sölumet og séu jafnvel fjórum sinnum fleiri en þær voru þegar iPhone 6 kom út. Tækni Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Samsung, stærsti snjallsímaframleiðandi, heims hefur innkallað um 2,5 milljónir Note 7 snjallsíma, einungis tveimur vikum eftir útgáfu þeirra. Símarnir hafa sprungið í tugatali og kviknað hefur í þeim þegar þeir hafa verið settir í hleðslu. Fyrirtækið segir vandamálið vera til komið vegna framleiðslugalla í rafhlöðum símanna og neytendastofa Bandaríkjanna hefur hvatt fólk til að hætta að nota þá. Bráðabirgðalausn Samsung í Suður-Kóreu er að gefa út hugbúnaðaruppfærslu sem kemur í veg fyrir að hægt sé að hlaða símana að fullu. Ekki hefur verið ákveðið hvort að sú lausn verði reynd í fleiri löndum. Samkvæmt Samsung munu nýir símar, sem ekki eru líklegir til að springa, birtast á mörkuðum í Suður-Kóreu þann 19. september. Síminn hafði þó farið á markað í tíu löndum. Í mörgum þeirra eru engar áætlanir komnar fram um hvernig kaupendur geta skilað tækjum sínum og fengið ný né hvar. Annar vandi sem Samsung á nú við er hvort þeir eigi nægilega marga síma til að vega upp á móti þeim sem kalla þarf inn á skömmum tíma. Frá innkölluninni, þann 2. september, hafa hlutabréf í fyrirtækinu lækkað í verði um rúmlega tíu milljarða dala. Innköllun Samsung hefur og mun reynast fyrirtækinu erfið. Hins vegar er hún algjör himnasending fyrir helsta samkeppnisaðila Samsung, Apple. Í gær hafði markaðsvirði Apple aukist um 27 milljónir dala frá því á föstudaginn.Samsung Galaxy Note 7 hafði verið vel tekið af gagnrýnendum og notendum og var líklegur til að seljast mjög vel. Á meðan hvert vandamálið virðist hafa komið upp á eftir öðru hjá Samsung steig Apple fram og kynnti tvo nýja síma. iPhone 7 og 7 Plus.Greinendur gera ráð fyrir því að sala nýju síma Apple verði mun betri vegna klúðurs Samsung. Bandarísku símafyrirtækin Sprint og T-Mobile hafa þegar gefið út að forpantanir hafi þegar brotið sölumet og séu jafnvel fjórum sinnum fleiri en þær voru þegar iPhone 6 kom út.
Tækni Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent