Stuðningsmenn Leicester hefði ekki getað beðið um betri byrjun í fyrsta leik liðsins í Meistaradeild Evrópu.
Englandsmeistararnir sóttu Club Brugge heim í kvöld og unnu 0-3 sigur.
Heimamenn fengu dauðafæri til að komast yfir í upphafi leiks en nýttu það ekki. Þeim hefndist fyrir það því á 5. mínútu skoraði Marc Albrighton fyrsta mark Leicester í Meistaradeildinni og staðan orðin 0-1.
Riyad Mahrez jók muninn í 0-2 á 29. mínútu þegar hann skoraði með laglegu skoti beint úr aukaspyrnu.
Alsíringurinn var svo aftur á ferðinni á 61. mínútu þegar hann skoraði úr vítaspyrnu sem Jamie Vardy fiskaði.
Fleiri urðu mörkin ekki og Refirnir hans Claudio Ranieri fögnuðu góðum sigri.
