Erlendur dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir brot gegn Ásdísi og börnum hennar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. september 2016 17:54 Ásdís Hrönn Viðarsdóttir Vísir/GVA Hæstiréttur dæmdi í dag Erlend Eysteinsson í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir ítrekuð brot gegn Ásdísi Viðarsdóttur, fyrrverandi sambýliskonu sinni. Fyrir rúmu ári síðan staðfesti hæstiréttur nálgunarbann yfir manninum. Hæstiréttur þyngir fyrri dóm yfir Erlendi töluvert. Í Héraðsdómi Norðurlands eystra var hann dæmdur í fjórtán mánaða óskilorðsbundið fangelsi, en dómurinn er þyngdur í 24 mánuði. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að Erlendur hafi með framgöngu sinni gerst sekur um alvarleg brot. Auk tveggja ára fangelsisvistar var honum gert að greiða Ásdísi skaðabætur. Hæstiréttur segir Erlend hafa sýnt sterkan og einbeittan brotavilja. Í dómnum segir að Erlendur eigi sér engar málsbætur, enda séu brot hans fjölmörg og nái yfir langt tímabil. Þá hafi hann ekki látið sér segjast eftir að hafa hlotið dóm í héraðsdómi Reykjaness þann 25. júní 2015, og hafið á ný að senda Ásdísi smáskilaboð. Þar af hafi 29 þeirra haft að geyma refsiverðar hótanir. „Enn fremur er þess að gæta að ákærði hefur með framgöngu sinni gerst sekur um alvarleg brot sem öll miða að því að raska högum brotaþola. Í þeim efnum var sérlega rætið og ófyrirleitið það brot ákærða að senda myndskeið af henni í kynferðislegum athöfnum, en með því smánaði hann brotaþola gróflega,” segir í dómnum. Sjá einnig:Erlendur í fjórtán mánaða fangelsi fyrir hótanir gegn Ásdísi.Brot gegn barnaverndarlögum, líkamsárás og hótun Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Erlend í júní árið 2015 fyrir brot gegn barnaverndarlögum, líkamsárás og hótun gagnvart Ásdísi. Í dómnum segir að Erlendur hafi dregið hana úr hjónarúmi þeirra þar sem hún lá sofandi ásamt sonum sínum, þá 5 og 6 ára og ráðist á hana. Hann tók hana meðal annars hálstaki, hélt hníf upp að hálsi hennar og hótaði henni lífláti. Synir hennar urðu vitni að árásinni. „Með því beitti ákærði þá ógnunum og sýndi þeim yfirgang og ruddalegt athæfi,” segir í dómnum. Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi Erlend í nóvember árið 2015 fyrir að hóta Ásdísi ítrekað með smáskilaboðum. Skilaboðin voru 54 talsins og voru send á tímabilinu 3. júlí til 11. ágúst á síðasta ári. Tengdar fréttir Nálgunarbannskröfu Ásdísar vísað aftur heim í hérað Hæstiréttur hefur úrskurðað að Héraðsdómi Norðurlands eystra beri að taka nálgunarbannskröfu Ásdísar Hrannar Viðarsdóttur til efnismeðferðar. 28. ágúst 2015 18:59 Nálgunarbann eltishrellis Ásdísar staðfest í héraðsdómi Nálgunarbannsúrskurðinum hefur þegar verið áfrýjað til Hæstaréttar. 2. september 2015 15:16 „Þeir klúðruðu bara löggan enn og aftur“ Nálgunarbanni sem Ásdís Hrönn Viðarsdóttir fór fram á gegn fyrrverandi sambýlismanni vísað frá vegna mistaka lögreglu 21. ágúst 2015 16:48 Ofsækir Ásdísi aftur eftir árs hlé Ásdís Hrönn Viðarsdóttir hefur ítrekað kært brot á nálgunarbanni sem sett var á fyrrverandi sambýlismann hennar, fyrst árið 2012. 12. ágúst 2015 06:30 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Hæstiréttur dæmdi í dag Erlend Eysteinsson í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir ítrekuð brot gegn Ásdísi Viðarsdóttur, fyrrverandi sambýliskonu sinni. Fyrir rúmu ári síðan staðfesti hæstiréttur nálgunarbann yfir manninum. Hæstiréttur þyngir fyrri dóm yfir Erlendi töluvert. Í Héraðsdómi Norðurlands eystra var hann dæmdur í fjórtán mánaða óskilorðsbundið fangelsi, en dómurinn er þyngdur í 24 mánuði. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að Erlendur hafi með framgöngu sinni gerst sekur um alvarleg brot. Auk tveggja ára fangelsisvistar var honum gert að greiða Ásdísi skaðabætur. Hæstiréttur segir Erlend hafa sýnt sterkan og einbeittan brotavilja. Í dómnum segir að Erlendur eigi sér engar málsbætur, enda séu brot hans fjölmörg og nái yfir langt tímabil. Þá hafi hann ekki látið sér segjast eftir að hafa hlotið dóm í héraðsdómi Reykjaness þann 25. júní 2015, og hafið á ný að senda Ásdísi smáskilaboð. Þar af hafi 29 þeirra haft að geyma refsiverðar hótanir. „Enn fremur er þess að gæta að ákærði hefur með framgöngu sinni gerst sekur um alvarleg brot sem öll miða að því að raska högum brotaþola. Í þeim efnum var sérlega rætið og ófyrirleitið það brot ákærða að senda myndskeið af henni í kynferðislegum athöfnum, en með því smánaði hann brotaþola gróflega,” segir í dómnum. Sjá einnig:Erlendur í fjórtán mánaða fangelsi fyrir hótanir gegn Ásdísi.Brot gegn barnaverndarlögum, líkamsárás og hótun Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Erlend í júní árið 2015 fyrir brot gegn barnaverndarlögum, líkamsárás og hótun gagnvart Ásdísi. Í dómnum segir að Erlendur hafi dregið hana úr hjónarúmi þeirra þar sem hún lá sofandi ásamt sonum sínum, þá 5 og 6 ára og ráðist á hana. Hann tók hana meðal annars hálstaki, hélt hníf upp að hálsi hennar og hótaði henni lífláti. Synir hennar urðu vitni að árásinni. „Með því beitti ákærði þá ógnunum og sýndi þeim yfirgang og ruddalegt athæfi,” segir í dómnum. Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi Erlend í nóvember árið 2015 fyrir að hóta Ásdísi ítrekað með smáskilaboðum. Skilaboðin voru 54 talsins og voru send á tímabilinu 3. júlí til 11. ágúst á síðasta ári.
Tengdar fréttir Nálgunarbannskröfu Ásdísar vísað aftur heim í hérað Hæstiréttur hefur úrskurðað að Héraðsdómi Norðurlands eystra beri að taka nálgunarbannskröfu Ásdísar Hrannar Viðarsdóttur til efnismeðferðar. 28. ágúst 2015 18:59 Nálgunarbann eltishrellis Ásdísar staðfest í héraðsdómi Nálgunarbannsúrskurðinum hefur þegar verið áfrýjað til Hæstaréttar. 2. september 2015 15:16 „Þeir klúðruðu bara löggan enn og aftur“ Nálgunarbanni sem Ásdís Hrönn Viðarsdóttir fór fram á gegn fyrrverandi sambýlismanni vísað frá vegna mistaka lögreglu 21. ágúst 2015 16:48 Ofsækir Ásdísi aftur eftir árs hlé Ásdís Hrönn Viðarsdóttir hefur ítrekað kært brot á nálgunarbanni sem sett var á fyrrverandi sambýlismann hennar, fyrst árið 2012. 12. ágúst 2015 06:30 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Nálgunarbannskröfu Ásdísar vísað aftur heim í hérað Hæstiréttur hefur úrskurðað að Héraðsdómi Norðurlands eystra beri að taka nálgunarbannskröfu Ásdísar Hrannar Viðarsdóttur til efnismeðferðar. 28. ágúst 2015 18:59
Nálgunarbann eltishrellis Ásdísar staðfest í héraðsdómi Nálgunarbannsúrskurðinum hefur þegar verið áfrýjað til Hæstaréttar. 2. september 2015 15:16
„Þeir klúðruðu bara löggan enn og aftur“ Nálgunarbanni sem Ásdís Hrönn Viðarsdóttir fór fram á gegn fyrrverandi sambýlismanni vísað frá vegna mistaka lögreglu 21. ágúst 2015 16:48
Ofsækir Ásdísi aftur eftir árs hlé Ásdís Hrönn Viðarsdóttir hefur ítrekað kært brot á nálgunarbanni sem sett var á fyrrverandi sambýlismann hennar, fyrst árið 2012. 12. ágúst 2015 06:30