Sambandið á milli listamanna af ólíkum kynslóðum Magnús Guðmundsson skrifar 16. september 2016 11:15 Þorlákur Einarsson framan við tvö af verkum föður síns á sýningunni í Hverfisgalleríi. Visir/Vilhelm Um þessar mundir eru tíu ár frá andláti Einars Þorlákssonar myndlistarmanns og af því tilefni verður opnuð á laugardaginn sýning á verkum hans í Hverfisgalleríi. Þorlákur Einarsson, sonur listamannsins, er á meðal aðstandenda sýningarinnar og hann segir að þó svo að hann sé sjálfur alla jafna fremur kenndur við gallerí i8 þá renni honum blóðið til skyldunnar að taka þátt í þessu verkefni fyrir föður sinn. „Málið er með pabba, svo maður segir satt og rétt frá, að þá var frami hans ekkert gríðarlegur í lifanda lífi. Það voru kanónur í abstraktheiminum á þessum árum en menn vissu vel af honum. Það var reyndar mikil vinátta á milli pabba og Svavars Guðnasonar, sem ég mundi segja að hafi verið hans mentor þó að hann hafi svo farið í aðrar áttir. En svo eru myndlistarmenn af yngri kynslóðinni í dag sem vita vel af verkum föður míns og hafa verið að kinka til þeirra kolli. Þar má nefna Gabríelu Friðriksdóttur og Davíð Örn Halldórsson.“Einar Þorláksson: Kynslóðabil, 1992. Akrýllitir á striga, 60 x 70 cm. Dánarbú Einars Þorlákssonar og Hverfisgallerí.Einar Þorláksson var abstraktmálari en segja má að hann hafi alla tíð átt í ákveðinni glímu við myndmál abstraktlistarinnar og Þorlákur tekur undir það. „Aðalsteinn Ingólfsson hélt á sínum tíma gott erindi um list pabba og talaði þá um að ef það þyrfti að njörva verkin niður þá teldust þau til abstrakt-expressjónisma, en þau dansa ansi nálægt súrrealisma um tíma. Pabbi var mjög frakkur í litanotkun og ég hef ekki getað séð neitt svipað hjá kollegum hans af sömu kynslóð. En þetta eru hins vegar litir sem þú sérð í dag, t.d. hjá Davíð Erni sem ég nefndi áðan.“ Með sýningunni á verkum Einars er í raun fólgið ákveðið tækifæri fyrir listamenn af yngri kynslóðinni til þess að koma og sjá breiðara svið af verkum þessarar kynslóðar en hefur verið í aðgengilegt til þessa. Þorlákur tekur undir þetta og segir að tímasetningin sé líka góð fyrir þessa sýningu. „Mér finnst þessi verk tala nokkuð skýrt inn í margt af því sem er í gangi í dag og þá hjá mun yngra fólki. Fólki sem er jafnvel af kynslóðinni undir þrítugu og það er spennandi að fylgjast með slíkri þróun og sambandi á milli listamanna af mismunandi kynslóðum.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. september. Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Um þessar mundir eru tíu ár frá andláti Einars Þorlákssonar myndlistarmanns og af því tilefni verður opnuð á laugardaginn sýning á verkum hans í Hverfisgalleríi. Þorlákur Einarsson, sonur listamannsins, er á meðal aðstandenda sýningarinnar og hann segir að þó svo að hann sé sjálfur alla jafna fremur kenndur við gallerí i8 þá renni honum blóðið til skyldunnar að taka þátt í þessu verkefni fyrir föður sinn. „Málið er með pabba, svo maður segir satt og rétt frá, að þá var frami hans ekkert gríðarlegur í lifanda lífi. Það voru kanónur í abstraktheiminum á þessum árum en menn vissu vel af honum. Það var reyndar mikil vinátta á milli pabba og Svavars Guðnasonar, sem ég mundi segja að hafi verið hans mentor þó að hann hafi svo farið í aðrar áttir. En svo eru myndlistarmenn af yngri kynslóðinni í dag sem vita vel af verkum föður míns og hafa verið að kinka til þeirra kolli. Þar má nefna Gabríelu Friðriksdóttur og Davíð Örn Halldórsson.“Einar Þorláksson: Kynslóðabil, 1992. Akrýllitir á striga, 60 x 70 cm. Dánarbú Einars Þorlákssonar og Hverfisgallerí.Einar Þorláksson var abstraktmálari en segja má að hann hafi alla tíð átt í ákveðinni glímu við myndmál abstraktlistarinnar og Þorlákur tekur undir það. „Aðalsteinn Ingólfsson hélt á sínum tíma gott erindi um list pabba og talaði þá um að ef það þyrfti að njörva verkin niður þá teldust þau til abstrakt-expressjónisma, en þau dansa ansi nálægt súrrealisma um tíma. Pabbi var mjög frakkur í litanotkun og ég hef ekki getað séð neitt svipað hjá kollegum hans af sömu kynslóð. En þetta eru hins vegar litir sem þú sérð í dag, t.d. hjá Davíð Erni sem ég nefndi áðan.“ Með sýningunni á verkum Einars er í raun fólgið ákveðið tækifæri fyrir listamenn af yngri kynslóðinni til þess að koma og sjá breiðara svið af verkum þessarar kynslóðar en hefur verið í aðgengilegt til þessa. Þorlákur tekur undir þetta og segir að tímasetningin sé líka góð fyrir þessa sýningu. „Mér finnst þessi verk tala nokkuð skýrt inn í margt af því sem er í gangi í dag og þá hjá mun yngra fólki. Fólki sem er jafnvel af kynslóðinni undir þrítugu og það er spennandi að fylgjast með slíkri þróun og sambandi á milli listamanna af mismunandi kynslóðum.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. september.
Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira