Guðbjörg: Lofum að koma í rosalegu standi á EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. september 2016 21:25 Guðbjörg fagnar í leikslok. Vísir/anton Ísland hélt enn einu sinni hreinu í leik sínum í undankeppni EM 2017, í þetta sinn gegn Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland er með fullt hús stiga eftir sjö leiki og markatöluna 33-0. Markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir segir að það gefi sér mikið þegar svona vel gengur. „Maður mætir með mikið sjálfstraust í leikina og stórt egó. Maður verður bara að passa sig á því að láta það ekki stíga sér til höfuðs,“ sagði hún við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Við vorum reyndar nálægt því að klúðra þessu í lokin,“ bætir hún við og hlær en Slóvenar fengu dauðafæri til að skora í uppbótartíma en hittu ekki á markið. „Almennt séð hefur liðunum gengið illa að skapa opin færi gegn okkur og þannig var það líka í kvöld. Það var reyndar smá kæruleysi í okkur á köflum og ef til vill var erfitt að halda fullri einbeitingu í 90 mínútur í kvöld.“ „Það var samt ekkert stress í okkur en við vitum að við getum spilað aðeins betur en við gerðum í dag,“ segir hún. Ísland tryggði sér í dag sæti í lokakeppni EM en það er þriðja sinn í röð sem Ísland fer á Evrópumeistaramótið. Rúmlega sex þúsund áhorfendur mættu á Laugardalsvöllinn í kvöld og létu þeir vel í sér heyra. „Það er frábært að spila fyrir framan þessa áhorfendur. Þeir gefa manni mikið, ekki bara í leiknum. Það eru svona stundir sem hjálpa manni mest í vetur, þegar maður er að drífa sig í ræktina og æfa í snjó og kulda. Við lofum að við komum í rosalegu standi á EM næsta sumar.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Margrét Lára: Sé ekki eftir að hafa æft eins og brjálæðingur á meðgöngunni Margrét Lára VIðarsdóttir, fyrirliði Íslands, sér ekki eftir því að hafa æft eins og brjálæðingur á meðgöngunni og snúið til baka í íslenska landsliðið í fótbolta. Hún er fyrirliði liðsins sem tryggði sér sæti á EM í Hollandi næsta sumar í dag. 16. september 2016 21:05 Stoltur Freyr: Gæði, reynsla og þroski Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, var afar ánægður með sitt lið eftir að EM-sætið var í höfn í kvöld. 16. september 2016 21:14 Stelpurnar komnar á EM í Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er komið á EM 2017 í Hollandi. Þetta var ljóst eftir 3-2 sigur Portúgals á Finnlandi í riðli 2 í undankeppninni í dag. 16. september 2016 16:41 Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 4-0 | Alvöru EM-veisla í Dalnum Ísland hélt upp á EM-sætið sitt með öruggum sigri á Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. 16. september 2016 20:30 Hallbera: Búnar að vera með hausinn í Hollandi frá síðasta leik Halbera Guðný Gísladóttir, bakvörður Íslands, átti mjög góðan leik þegar Íslands vann enn sigurinn í undankeppni EM, en það var ljóst fyrr í dag að liðið væri búið að tryggja sig inn á Evrópumótið sem fer fram í Hollandi næsta sumar. 16. september 2016 21:08 Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Sjá meira
Ísland hélt enn einu sinni hreinu í leik sínum í undankeppni EM 2017, í þetta sinn gegn Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland er með fullt hús stiga eftir sjö leiki og markatöluna 33-0. Markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir segir að það gefi sér mikið þegar svona vel gengur. „Maður mætir með mikið sjálfstraust í leikina og stórt egó. Maður verður bara að passa sig á því að láta það ekki stíga sér til höfuðs,“ sagði hún við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Við vorum reyndar nálægt því að klúðra þessu í lokin,“ bætir hún við og hlær en Slóvenar fengu dauðafæri til að skora í uppbótartíma en hittu ekki á markið. „Almennt séð hefur liðunum gengið illa að skapa opin færi gegn okkur og þannig var það líka í kvöld. Það var reyndar smá kæruleysi í okkur á köflum og ef til vill var erfitt að halda fullri einbeitingu í 90 mínútur í kvöld.“ „Það var samt ekkert stress í okkur en við vitum að við getum spilað aðeins betur en við gerðum í dag,“ segir hún. Ísland tryggði sér í dag sæti í lokakeppni EM en það er þriðja sinn í röð sem Ísland fer á Evrópumeistaramótið. Rúmlega sex þúsund áhorfendur mættu á Laugardalsvöllinn í kvöld og létu þeir vel í sér heyra. „Það er frábært að spila fyrir framan þessa áhorfendur. Þeir gefa manni mikið, ekki bara í leiknum. Það eru svona stundir sem hjálpa manni mest í vetur, þegar maður er að drífa sig í ræktina og æfa í snjó og kulda. Við lofum að við komum í rosalegu standi á EM næsta sumar.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Margrét Lára: Sé ekki eftir að hafa æft eins og brjálæðingur á meðgöngunni Margrét Lára VIðarsdóttir, fyrirliði Íslands, sér ekki eftir því að hafa æft eins og brjálæðingur á meðgöngunni og snúið til baka í íslenska landsliðið í fótbolta. Hún er fyrirliði liðsins sem tryggði sér sæti á EM í Hollandi næsta sumar í dag. 16. september 2016 21:05 Stoltur Freyr: Gæði, reynsla og þroski Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, var afar ánægður með sitt lið eftir að EM-sætið var í höfn í kvöld. 16. september 2016 21:14 Stelpurnar komnar á EM í Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er komið á EM 2017 í Hollandi. Þetta var ljóst eftir 3-2 sigur Portúgals á Finnlandi í riðli 2 í undankeppninni í dag. 16. september 2016 16:41 Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 4-0 | Alvöru EM-veisla í Dalnum Ísland hélt upp á EM-sætið sitt með öruggum sigri á Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. 16. september 2016 20:30 Hallbera: Búnar að vera með hausinn í Hollandi frá síðasta leik Halbera Guðný Gísladóttir, bakvörður Íslands, átti mjög góðan leik þegar Íslands vann enn sigurinn í undankeppni EM, en það var ljóst fyrr í dag að liðið væri búið að tryggja sig inn á Evrópumótið sem fer fram í Hollandi næsta sumar. 16. september 2016 21:08 Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Sjá meira
Margrét Lára: Sé ekki eftir að hafa æft eins og brjálæðingur á meðgöngunni Margrét Lára VIðarsdóttir, fyrirliði Íslands, sér ekki eftir því að hafa æft eins og brjálæðingur á meðgöngunni og snúið til baka í íslenska landsliðið í fótbolta. Hún er fyrirliði liðsins sem tryggði sér sæti á EM í Hollandi næsta sumar í dag. 16. september 2016 21:05
Stoltur Freyr: Gæði, reynsla og þroski Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, var afar ánægður með sitt lið eftir að EM-sætið var í höfn í kvöld. 16. september 2016 21:14
Stelpurnar komnar á EM í Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er komið á EM 2017 í Hollandi. Þetta var ljóst eftir 3-2 sigur Portúgals á Finnlandi í riðli 2 í undankeppninni í dag. 16. september 2016 16:41
Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 4-0 | Alvöru EM-veisla í Dalnum Ísland hélt upp á EM-sætið sitt með öruggum sigri á Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. 16. september 2016 20:30
Hallbera: Búnar að vera með hausinn í Hollandi frá síðasta leik Halbera Guðný Gísladóttir, bakvörður Íslands, átti mjög góðan leik þegar Íslands vann enn sigurinn í undankeppni EM, en það var ljóst fyrr í dag að liðið væri búið að tryggja sig inn á Evrópumótið sem fer fram í Hollandi næsta sumar. 16. september 2016 21:08