Dagný: Ætlum að spila enn betur gegn Skotum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. september 2016 21:41 Dagný skorar fyrra mark sitt. vísir/anton Dagný Brynjarsdóttir skoraði tvö mörk þegar Ísland vann 4-0 sigur á Slóveníu í næstsíðasta leik sínum í undankeppni EM 2017 í kvöld. „Þetta er rosalega ljúft og draumurinn er að rætast aftur. Við vissum að við værum komnar áfram fyrir leik en það var mikilvægt að fá þrjú stig í dag því við ætlum að vinna riðilinn,“ sagði Dagný í samtali við Vísi eftir leik. Nokkrum klukkutímum fyrir leikinn bárust þær fréttir að Ísland væri komið áfram vegna hagstæðra úrslita í öðrum riðli. En breytti það á einhvern hátt hugarfarinu eða undirbúningi liðsins fyrir leikinn í kvöld? „Nei, ég held ekki. Við vissum að við þyrftum alltaf þessi þrjú stig til að vinna riðilinn,“ sagði Dagný sem kvaðst að mestu ánægð með spilamennsku íslenska liðsins í kvöld. „Þetta var svolítið kaflaskipt. Við vorum góðar fyrstu 30 mínúturnar en duttum niður rétt fyrir hálfleik. Þetta var upp og niður í seinni hálfleik en við skoruðum góð mörk og tókum þrjú stig,“ sagði Dagný. Hún segir að íslenska liðið vilji spila enn betur gegn Skotlandi á þriðjudaginn. „Það sást kannski að það var langt síðan við vorum seinast saman. Nú fáum við nokkra daga í viðbót til æfa og við stefnum að því að spila ennþá betur gegn Skotum,“ sagði Dagný sem segir mikilvægt að klára undankeppnina með fullu húsi stiga og án þess að fá á sig mark. „Það væri frábært og hefur aldrei skeð áður hjá íslenska kvennalandsliðinu.“ Dagný skoraði tvö mörk í kvöld en auk þess var eitt mark dæmt af henni vegna rangstöðu. „Ég er alltaf ánægð með að skora mörk þótt það skipti ekki öllu máli hver gerir það. En það var sárt að koma út af og heyra að þetta hafi ekki verið rangstaða,“ sagði Dagný sem er alls komin með sjö mörk í undankeppninni. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir skoraði tvö mörk þegar Ísland vann 4-0 sigur á Slóveníu í næstsíðasta leik sínum í undankeppni EM 2017 í kvöld. „Þetta er rosalega ljúft og draumurinn er að rætast aftur. Við vissum að við værum komnar áfram fyrir leik en það var mikilvægt að fá þrjú stig í dag því við ætlum að vinna riðilinn,“ sagði Dagný í samtali við Vísi eftir leik. Nokkrum klukkutímum fyrir leikinn bárust þær fréttir að Ísland væri komið áfram vegna hagstæðra úrslita í öðrum riðli. En breytti það á einhvern hátt hugarfarinu eða undirbúningi liðsins fyrir leikinn í kvöld? „Nei, ég held ekki. Við vissum að við þyrftum alltaf þessi þrjú stig til að vinna riðilinn,“ sagði Dagný sem kvaðst að mestu ánægð með spilamennsku íslenska liðsins í kvöld. „Þetta var svolítið kaflaskipt. Við vorum góðar fyrstu 30 mínúturnar en duttum niður rétt fyrir hálfleik. Þetta var upp og niður í seinni hálfleik en við skoruðum góð mörk og tókum þrjú stig,“ sagði Dagný. Hún segir að íslenska liðið vilji spila enn betur gegn Skotlandi á þriðjudaginn. „Það sást kannski að það var langt síðan við vorum seinast saman. Nú fáum við nokkra daga í viðbót til æfa og við stefnum að því að spila ennþá betur gegn Skotum,“ sagði Dagný sem segir mikilvægt að klára undankeppnina með fullu húsi stiga og án þess að fá á sig mark. „Það væri frábært og hefur aldrei skeð áður hjá íslenska kvennalandsliðinu.“ Dagný skoraði tvö mörk í kvöld en auk þess var eitt mark dæmt af henni vegna rangstöðu. „Ég er alltaf ánægð með að skora mörk þótt það skipti ekki öllu máli hver gerir það. En það var sárt að koma út af og heyra að þetta hafi ekki verið rangstaða,“ sagði Dagný sem er alls komin með sjö mörk í undankeppninni.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Sjá meira