EM-sætinu fagnað með stæl | Myndaveisla

Ísland hefur unnið alla sjö leiki sína í undankeppninni, skorað 33 mörk og ekki enn fengið á sig mark.
Dagný Brynjarsdóttir skoraði tvívegis í leiknum í kvöld og þær Hallbera Guðný Gísladóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir sitt markið hvor.
Rúmlega 6000 áhorfendur lögðu leið sína á Laugardalsvöllinn til að fylgjast með stelpunum okkar en það vantaði ekki mikið upp á til að bæta áhorfendamet kvennalandsliðsins.
Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var líka á Laugardalsvellinum í kvöld og tók myndirnar sem fylgja fréttinni.
Tengdar fréttir

Guðbjörg: Lofum að koma í rosalegu standi á EM
Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur ekki fengið á sig mark alla undankeppnina fyrir EM í Hollandi.

Margrét Lára: Sé ekki eftir að hafa æft eins og brjálæðingur á meðgöngunni
Margrét Lára VIðarsdóttir, fyrirliði Íslands, sér ekki eftir því að hafa æft eins og brjálæðingur á meðgöngunni og snúið til baka í íslenska landsliðið í fótbolta. Hún er fyrirliði liðsins sem tryggði sér sæti á EM í Hollandi næsta sumar í dag.

Stoltur Freyr: Gæði, reynsla og þroski
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, var afar ánægður með sitt lið eftir að EM-sætið var í höfn í kvöld.

Áhorfendametið ekki slegið
6037 áhorfendur voru á leik Íslands og Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld.

Stelpurnar komnar á EM í Hollandi
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er komið á EM 2017 í Hollandi. Þetta var ljóst eftir 3-2 sigur Portúgals á Finnlandi í riðli 2 í undankeppninni í dag.

Dagný: Ætlum að spila enn betur gegn Skotum
Dagný Brynjarsdóttir skoraði tvö mörk þegar Ísland vann 4-0 sigur á Slóveníu í næstsíðasta leik sínum í undankeppni EM 2017 í kvöld.

Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 4-0 | Alvöru EM-veisla í Dalnum
Ísland hélt upp á EM-sætið sitt með öruggum sigri á Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld.

Hallbera: Búnar að vera með hausinn í Hollandi frá síðasta leik
Halbera Guðný Gísladóttir, bakvörður Íslands, átti mjög góðan leik þegar Íslands vann enn sigurinn í undankeppni EM, en það var ljóst fyrr í dag að liðið væri búið að tryggja sig inn á Evrópumótið sem fer fram í Hollandi næsta sumar.