Girnilegt haust frá Geysi Ritstjórn skrifar 17. september 2016 10:30 Það er óhætt að segja að notaleg hauststemming hafi svifið yfir Iðnó í gærkvöldi þegar Geysir frumsýndi nýja haust-og vetrarlínu merkisins. Geysir ákvað að fara að fordæmi annarra stórra tískuhúsa út í heimi og sýna vörur sem hægt er að nálgast í búðunum strax í dag. Sniðugt! Eins og við var að búast voru girnilegar prjónaflíkur í lykilhlutverki hjá Ernu Einarsdóttur, yfirhönnuði Geysis. Litapallettan voru jarðlitir á borð við gráan og brúnan en inn í það blandaðist myntugrænn og gulur sem setti skemmtilegan svip á sýninguna í heild. Plíseruðu pilsin voru á sínum stað og kjóll líka en það eru flíkur sem hægt er að klæða upp og niður að vild. Það sem heillaði ritstjórn Glamour sérstaklega voru buxur úr ullarefni - góðar fyrir veturinn. Einnig ber að minnast á treflana, stórir og girnilegir! Til að súmmera þetta upp er hér á ferðinni vel heppnuð og klæðileg fatalína frá Geysi þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Hörður Sveinsson tók myndirnar. Fallegt prjónasett.Ullarsjalið er heitasti fylgihlutirinn - í bókstaflegri merkingu.Þennan kjól má nota bæði hversdags og fín - skemmtileg flík.Myntugræni liturinn var hressandi.Þessar buxur heilluðu sérstaklega ristjórn Glamour.Skemmtilega samsetning í bæði litum og efnum.Prjónakjóll í fallegu munstri.Erna umvafin fyrirsætunum í lok sýningar. Myndir/Hörður Sveinsson Glamour Tíska Mest lesið H&M gerir línu úr endurunnum fötum Glamour Lék sér með UGG-skóna umdeildu Glamour Systraþema hjá Balmain Glamour Vinsælasta flíkin á Coachella Glamour Cover Girl kynnir karlkyns talsmann í fyrsta sinn Glamour Leyfum sumarflíkunum að lifa í vetur Glamour Leikkona í SKAM hrindir af stað Post-it herferð Glamour Hjólabuxur og leðurfrakki Glamour Þegar Rihanna stal senunni í risavöxnum gulum kjól Glamour Er ekki með stílista Glamour
Það er óhætt að segja að notaleg hauststemming hafi svifið yfir Iðnó í gærkvöldi þegar Geysir frumsýndi nýja haust-og vetrarlínu merkisins. Geysir ákvað að fara að fordæmi annarra stórra tískuhúsa út í heimi og sýna vörur sem hægt er að nálgast í búðunum strax í dag. Sniðugt! Eins og við var að búast voru girnilegar prjónaflíkur í lykilhlutverki hjá Ernu Einarsdóttur, yfirhönnuði Geysis. Litapallettan voru jarðlitir á borð við gráan og brúnan en inn í það blandaðist myntugrænn og gulur sem setti skemmtilegan svip á sýninguna í heild. Plíseruðu pilsin voru á sínum stað og kjóll líka en það eru flíkur sem hægt er að klæða upp og niður að vild. Það sem heillaði ritstjórn Glamour sérstaklega voru buxur úr ullarefni - góðar fyrir veturinn. Einnig ber að minnast á treflana, stórir og girnilegir! Til að súmmera þetta upp er hér á ferðinni vel heppnuð og klæðileg fatalína frá Geysi þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Hörður Sveinsson tók myndirnar. Fallegt prjónasett.Ullarsjalið er heitasti fylgihlutirinn - í bókstaflegri merkingu.Þennan kjól má nota bæði hversdags og fín - skemmtileg flík.Myntugræni liturinn var hressandi.Þessar buxur heilluðu sérstaklega ristjórn Glamour.Skemmtilega samsetning í bæði litum og efnum.Prjónakjóll í fallegu munstri.Erna umvafin fyrirsætunum í lok sýningar. Myndir/Hörður Sveinsson
Glamour Tíska Mest lesið H&M gerir línu úr endurunnum fötum Glamour Lék sér með UGG-skóna umdeildu Glamour Systraþema hjá Balmain Glamour Vinsælasta flíkin á Coachella Glamour Cover Girl kynnir karlkyns talsmann í fyrsta sinn Glamour Leyfum sumarflíkunum að lifa í vetur Glamour Leikkona í SKAM hrindir af stað Post-it herferð Glamour Hjólabuxur og leðurfrakki Glamour Þegar Rihanna stal senunni í risavöxnum gulum kjól Glamour Er ekki með stílista Glamour