Björt framtíð hlakkar til kosninganna Una Sighvatsdóttir skrifar 17. september 2016 12:30 Óttarr Proppé býður sig einn fram til embættis formanns og segist spenntur fyrir kosningunum þótt skoðanakannanir bendi til að flokkurinn gæti þurrkast út. Ársfundur Bjartrar framtíðar hófst nú klukkan ellefu en þar fara fram hefðbundin aðalfundarstörf og grunnurinn lagður fyrir komandi alþingiskosningar í október. Óttarr Proppé sækist eftir því að gegna áfram formennsku í flokknum og er einn í framboði. „Ég upplifi það þannig að maður hafi eitthvað í verkið og það sé allavega nóg af verkefnum framundan, það er nóg rugl í þessu samfélagi sem þarf að reyna að berjast fyrir að koma í betra lag. Ég er til í það,“ segir Óttarr.Ekki í pólitík sjálfs síns vegna Björt framtíð hefur nú sex þingmenn en fylgi við flokkinn hefur dalað mjög í skoðanakönnunum og gangi þær eftir gæti svo farið að flokkurinn nái engum manni á þing. Óttarr ber sig engu að síður vel og segist spenntur fyrir kosningunum enda verða þær til þess að opna á umræðu um stóru myndina í íslensku samfélagi og stjórnmálum, fremur en dægurþras um einstakar persónur. „Kosningabaráttan hún náttúrulega felst í umræðu um prinsipp og grundvallaratriði í pólitík og það er umræða sem þarf að gera og við í Bjartri framtíð hlökkum nú eiginlega bara til þess vegna þess að við höfum mjög sterkar skoðanir og sterka stöðu.“ Sjálfur nýtur Óttarr umtalsverðs persónufylgis. En hefur hann íhugað að ganga til lið svið annan flokk til að auka líkurnar á því að geta verið áfram á þingi? „Nei mér hefur nú ekki dottið það í hug enda er ég nú ekki í pólitík sjálfs míns vegna heldur þvert á móti þá býð ég mína krafta fram til þess að standa fyrir góðum málum og berjast gegn slæmum málum og reyna að koma að einhverju gagn í þessu samfélagi. Þannig að mín persóna þjónar í sjálfum sér engum tilgangi nema þá bara sem eitthvað tæki."Berjast gegn fúski í samfélaginu Á fundinum í dag verður umræðu um áherslur flokksins og helstu baráttumál í kosningunum. Óttarr segist ekki eiga von á neinum grundvallarbreytingum þar. „Við höfum auvðitað verið með mikla áherslu á að berjast fyrir auknu réttlæti og minna fúski í íslensku samfélagi. Berjast gegn svona lokuðum hagsmunum og klíkuhagsmunum, eins og kom í ljós í afstöðu okkar við búvörulögin. Og við leggjum mikla áherslu á umhverfismálin. Heilbrigðismál og málefni ungs fólks verða örugglega hátt uppi hjá okkur. En ég held að grundvallarumræðan verði um þær kerfisbreytingar sem þurfa að eiga sér stað í íslensku samfélagi," segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Kosningar 2016 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Ársfundur Bjartrar framtíðar hófst nú klukkan ellefu en þar fara fram hefðbundin aðalfundarstörf og grunnurinn lagður fyrir komandi alþingiskosningar í október. Óttarr Proppé sækist eftir því að gegna áfram formennsku í flokknum og er einn í framboði. „Ég upplifi það þannig að maður hafi eitthvað í verkið og það sé allavega nóg af verkefnum framundan, það er nóg rugl í þessu samfélagi sem þarf að reyna að berjast fyrir að koma í betra lag. Ég er til í það,“ segir Óttarr.Ekki í pólitík sjálfs síns vegna Björt framtíð hefur nú sex þingmenn en fylgi við flokkinn hefur dalað mjög í skoðanakönnunum og gangi þær eftir gæti svo farið að flokkurinn nái engum manni á þing. Óttarr ber sig engu að síður vel og segist spenntur fyrir kosningunum enda verða þær til þess að opna á umræðu um stóru myndina í íslensku samfélagi og stjórnmálum, fremur en dægurþras um einstakar persónur. „Kosningabaráttan hún náttúrulega felst í umræðu um prinsipp og grundvallaratriði í pólitík og það er umræða sem þarf að gera og við í Bjartri framtíð hlökkum nú eiginlega bara til þess vegna þess að við höfum mjög sterkar skoðanir og sterka stöðu.“ Sjálfur nýtur Óttarr umtalsverðs persónufylgis. En hefur hann íhugað að ganga til lið svið annan flokk til að auka líkurnar á því að geta verið áfram á þingi? „Nei mér hefur nú ekki dottið það í hug enda er ég nú ekki í pólitík sjálfs míns vegna heldur þvert á móti þá býð ég mína krafta fram til þess að standa fyrir góðum málum og berjast gegn slæmum málum og reyna að koma að einhverju gagn í þessu samfélagi. Þannig að mín persóna þjónar í sjálfum sér engum tilgangi nema þá bara sem eitthvað tæki."Berjast gegn fúski í samfélaginu Á fundinum í dag verður umræðu um áherslur flokksins og helstu baráttumál í kosningunum. Óttarr segist ekki eiga von á neinum grundvallarbreytingum þar. „Við höfum auvðitað verið með mikla áherslu á að berjast fyrir auknu réttlæti og minna fúski í íslensku samfélagi. Berjast gegn svona lokuðum hagsmunum og klíkuhagsmunum, eins og kom í ljós í afstöðu okkar við búvörulögin. Og við leggjum mikla áherslu á umhverfismálin. Heilbrigðismál og málefni ungs fólks verða örugglega hátt uppi hjá okkur. En ég held að grundvallarumræðan verði um þær kerfisbreytingar sem þurfa að eiga sér stað í íslensku samfélagi," segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar.
Kosningar 2016 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira