Bayern Munchen lagði Ingolstadt 3-1 í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag á heimavelli. FC Bayern er því með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir
Dario Lezcano kom Ingolstadt yfir eftir aðeins átta mínútna leik en það tók Robert Lewandowski aðeins fjórar mínútur að jafna metin og var staðan í hálfleik 1-1.
Xabi Alonso kom FC Bayern yfir strax á fimmtu mínútu seinni hálfleiks og gerði Rafinha út um leikinn sex mínútum fyrir leikslok.
Á sama tíma fór Borussia Dortmund illa með Damstadt 98 6-0. Dortmund var 1-0 yfir í hálfleik með marki Gonzalo Castro á 7. mínútu.
Adrian Ramos skoraði annað markið á þriðju mínútu seinni hálfleiks og sex mínútum síðar skoraði Christian Pulisic þriðja markið.
Castro skoraði annað mark sitt tólf mínútum fyrir leikslok. Þegar sex mínútur voru eftir skoraði Sebastian Rode fimmta markið og fjórum mínútum síðar bætti Emre Mor einu marki tilviðbótar við og lét þar við sitja.
Í hinum leikjunum þremur sem hófustu klukkan 13:30 lagði RB Leipzig Hambuger SV 4-0 á útivelli, Eintracht Frankfurt skellti Bayer Leverkusen 2-1 og Hoffenheim og Wolfsburg gerðu markalaust jafntefli.
Bayern enn með fullt hús | Öruggt hjá Dortmund
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið



Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo
Enski boltinn







Birnir Snær genginn til liðs við KA
Íslenski boltinn