Lilleström og Rúnar Kristinsson komust í dag að þeirri niðurstöðu að slíta samstarfinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á heimasíðu félagsins.
„Þetta er lokaúrræðið, að skipta um þjálfara. Við vildum prófa allar mögulegar leiðir áður. En það skilaði ekki tilætluðum árangri og því þurftum við að stíga þetta skref,“ segir Owe Halvorsen, stjórnarformaður Lilleström.
Brottvikning Rúnars hefur legið í loftinu í nokkurn tíma en Lilleström hefur gengið bölvanlega að undanförnu. Liðið hefur ekki unnið í sjö leikjum í röð og er í mikilli fallhættu. Í gær tapaði Lilleström 2-1 fyrir Tromsö eftir að hafa fengið á sig mark á lokamínútunni.
„Ég skil að félagið þurfi að bregðast við þeirri stöðu sem við erum í. Við skiljum í góðu. Ég vil þakka leikmönnunum, starfsfólki og stuðningsmönnum félagsins fyrir samstarfið og óska Lilleström góðs gengis í framtíðinni,“ er haft eftir Rúnari sem tók við Lilleström fyrir síðasta tímabil.
Lilleström endaði í 8. sæti norsku úrvalsdeildarinnar í fyrra en það hefur gengið öllu verr í sumar.
Rúnar rekinn
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
![Rúnar tók við Lilleström fyrir síðasta tímabil.](https://www.visir.is/i/95382E9F655FDE15B40D29C4E4BC1DA8412669D6E1E827E94C8D37ED17F94962_713x0.jpg)
Mest lesið
![](/i/08A462465EA210B15B96D539723A691F6C13EDA2C0D112FF4E1134A739005CBE_240x160.jpg)
Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið
Íslenski boltinn
![](/i/5B7173ED1CB670D847FF1DB874D16CA6621C8280F1335EC9446B9329429318CE_240x160.jpg)
„Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“
Íslenski boltinn
![](/i/4C8C56E3834C659BEB08EDC1C82A182FCA1E6C54432E33A8E907C15A79292E6C_240x160.jpg)
Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum
Íslenski boltinn
![](/i/AADE95F2950662403E67E47B9B1D64CF0788D876AC7126D3959636EFD54033FC_240x160.jpg)
![](/i/F756C71399262D39440754FDC99B3B344D0950EA7D9DA87C0A2D4BCA0AE5D90B_240x160.jpg)
Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki
Íslenski boltinn
![](/i/9B86C1EEC918BB4F077B220EB6C4EC58876D541E72B91B8A838D6C56D5C2704C_240x160.jpg)
![](/i/745DC2F123EC05705828CD5819DA59D6FC7EB60A0D7C8D7AFA4DAEC372B7B686_240x160.jpg)
![](/i/171C649C6B94C513D470E349CA292621CD014B64A5B939706AE517FE3260F71A_240x160.jpg)
![](/i/CC3A461FAF00CE03C7519498363CBC0D54DCFDDA487925688DA7F39B887E1E3C_240x160.jpg)
![](/i/C8731202C2FD25A4DD3C6DC5A2F103B0B2B20F531F580F1FD4D12FB6C63F90A3_240x160.jpg)