Tómas Guðbjartsson um plastbarkamálið: Landlæknir vanhæfur til að tjá sig opinberlega Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. september 2016 10:45 Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir Vísir/Pjetur Tómas Guðbjartsson, prófessor og yfirlæknir á Landspítala hefur sent frá sér tilkynningu þar sem hann gerir athugasemdir við ummæli landlæknis um plastbarkaígræðslur sem Paolo Macchiarini framkvæmdi á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Tómas segir ummælin ærumeiðandi og vega að heilindum sínum sem læknis og vísindamanns. „Ákvörðun um ígræðslu plastbarkans var tekin í samráði við sjúklinginn þar sem hann lá á Karolinska í Stokkhólmi, án samráðs við mig eða þá íslensku lækna sem höfðu komið að greiningu og meðferð sjúklingsins á Landspítala,“ segir Tómas meðal annars í yfirlýsingunni.Sjá einnig:Ítalski skurðlæknirinn lifði tvöföldu lífi „Ég var einn margra lækna sem tók þátt í eftirmeðferð sjúklingsins á Íslandi og sá að mestu um samskiptin við Karolinska, en læknar þar stýrðu eftirlitinu. Auk þess var ég einn af 28 meðhöfundum greinar um ígræðsluna sem birtist í læknatímaritinu Lancet. Á síðastliðnum 16 mánuðum hef ég aðstoðað rannsóknaraðila við ítarlega rannsókn málsins og afhent öll þau gögn sem óskað hefur verið eftir til að auðvelda hana. Ég hef einnig boðist til að mæta í viðtöl við þessar sömu nefndir og lögreglu, þar sem ég hafði stöðu vitnis en ekki sakbornings.“ Tómas segist ekki hafa viljað tjáð sig um efnisatriði málsins til þessa þar sem málið er enn til rannsóknar, en finnur sig tilneyddan til að svara ummælum Birgis Jakobssonar landlæknis um málið. Tómas bendir á að Birgir hafi verið forstjóri Karolinska þegar aðgerðin var framkvæmd. „Ég sé mér þó ekki annað fært en að leiðrétta nokkur atriði sem komu fram í viðtali við Birgi Jakobsson landlækni í Fréttatímanum fyrir rúmri viku, en ummælin finnst mér ærumeiðandi og vega að heilindum mínum sem læknis og vísindamanns.“ Þá nefnir Tómas fyrst að aðrir læknar, krabbameinslæknar á Landspítala, hafi fyrst haft milligöngu um að sjúklingnum yrði vísað á Karolinska. „Þetta kemur skýrt fram í tölvupóstsamskiptum mínum við bæði Karolinska og Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) og má finna í þeim gögnum sem ég afhenti sænsku rannsóknarnefndunum síðastliðið vor.“ Þá nefnir hann einnig ummæli Birgis um að læknar sjúklingsins hafi vitað um árangur aðgerðarinnar þegar haldið var málþing í Háskóla Íslands ári frá aðgerðinni. „Hann ýjar að því að ákvarðanir um næstu aðgerðir hafi verið teknar vegna framburðar lækna um að sjúklingnum hafi liðið vel. Í þessu felst aðdróttun um að ég og samstarfsmenn mínir hafi greint rangt frá á málþinginu, og að framburðir okkar hafi orðið til þess að gerðar voru fleiri plastbarkaaðgerðir á Karolinska,“ segir í tilkynningu. Tómas Þór Guðbjartsson læknir og Andamarian Beyene sumarið 2012, stuttu eftir að aðgerðin var gerð á Beyene.vísir/vilhelmÞá segir Tómas að læknar á Karolinska hafi stýrt meðferð að aðgerð lokinni. Þá hafi sjúklingurinn endurtekið verið sendur út í eftirlit á Karolinska, ásamt því að niðurstöður rannsókna hér á landi og upplýsingar um líðan sjúklings hafi verið sendar til lækna hans í Stokkhólmi. „Vitneskja um líðan sjúklingsins eftir aðgerðina var því að öllu leyti aðgengileg læknum og yfirmönnum á Karolinska.“ „Það er þungbært að vera endurtekið borinn tilhæfulausum ásökunum í tilteknum fjölmiðlum á meðan málið er til rannsóknar hjá mörgum rannsóknaraðilum í Svíþjóð. Mér finnst landlæknir vanhæfur til að tjá sig um málið opinberlega, enda var hann forstjóri Karolinska, bæði þegar Macchiarini var ráðinn þar til starfa og þegar fyrstu aðgerðirnar voru gerðar.“Yfirlýsingu Tómasar má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:Yfirlýsing að gefnu tilefni til fjölmiðla frá Tómasi Guðbjartssyni, yfirlækni og prófessor: Eins og endurtekið hefur komið fram í fjölmiðlum hefur sl. ár staðið yfir rannsókn rannsóknarnefnda og lögreglu í Svíþjóð á fjórum plastbarkaígræðslum sem Paolo Macchiarini framkvæmdi á Karolinska sjúkrahúsinu (hér eftir nefnt Karolinska) í Stokkhólmi. Aðstoð við rannsókn málsins Fyrsti sjúklingurinn sem fékk slíka ígræðslu var sendur til meðferðar á Karolinska eftir samráðsfund sérfræðilækna á Landspítala, enda um afar sjaldgæft krabbamein að ræða sem tekið hafði sig upp og ekki var hægt að meðhöndla frekar á Íslandi. Á Karolinska komst stórt teymi lækna að þeirri niðurstöðu að plastbarki væri eini möguleikinn til lækningar á krabbameininu, en að öðrum kosti væri aðeins líknandi meðferð í boði. Ákvörðun um ígræðslu plastbarkans var tekin í samráði við sjúklinginn þar sem hann lá á Karolinska í Stokkhólmi, án samráðs við mig eða þá íslensku lækna sem höfðu komið að greiningu og meðferð sjúklingsins á Landspítala. Nokkrum dögum fyrir ígræðsluna var ég beðinn um að taka þátt í aðgerðinni og þá einkum til að aðstoða við að ná út krabbameininu, en tveimur árum áður hafði ég gert á sjúklingnum flókna bráðaaðgerð vegna sama krabbameins sem þá reyndist ekki unnt að fjarlægja vegna umfangs þess. Ég var einn margra lækna sem tók þátt í eftirmeðferð sjúklingsins á Íslandi og sá að mestu um samskiptin við Karolinska, en læknar þar stýrðu eftirlitinu. Auk þess var ég einn af 28 meðhöfundum greinar um ígræðsluna sem birtist í læknatímaritinu Lancet. Á síðastliðnum 16 mánuðum hef ég aðstoðað rannsóknaraðila við ítarlega rannsókn málsins og afhent öll þau gögn sem óskað hefur verið eftir til að auðvelda hana. Ég hef einnig boðist til að mæta í viðtöl við þessar sömu nefndir og lögreglu, þar sem ég hafði stöðu vitnis en ekki sakbornings.Athugasemdir við ummæli landlæknis Til þessa hef ég ekki viljað tjá mig um efnisatriði málsins þar sem það er enn til rannsóknar. Ég sé mér þó ekki annað fært en að leiðrétta nokkur atriði sem komu fram í viðtali við Birgi Jakobsson landlækni í Fréttatímanum fyrir rúmri viku, en ummælin finnst mér ærumeiðandi og vega að heilindum mínum sem læknis og vísindamanns. Ég hef ítrekað farið þess á leit við Birgi að hann leiðrétti ummæli sín opinberlega, og m.a. rætt við hann á fundi í sl. viku, en hann hefur ekki séð ástæðu til þess. Þess vegna er ég tilneyddur að árétta nokkrar staðreyndir í þessu flókna máli.Í viðtalinu greinir Birgir, sem var forstjóri Karolinska þegar aðgerðin var framkvæmd, ekki rétt frá aðdraganda þess að sjúklingurinn var sendur frá Landspítala til meðferðar á Karolinska. Það voru aðrir læknar, nánar tiltekið krabbameinslæknar á Landspítala, sem fyrst höfðu milligöngu um að sjúklingnum yrði vísað á Karolinska. Þetta kemur skýrt fram í tölvupóstsamskiptum mínum við bæði Karolinska og Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) og má finna í þeim gögnum sem ég afhenti sænsku rannsóknarnefndunum sl. vor. Birgir varpar einnig fram þeirri spurningu hvað læknar sjúklingsins, þ.m.t. ég, vissu um árangur aðgerðarinnar þegar haldið var málþing í Háskóla Íslands ári frá aðgerðinni. Hann ýjar að því að ákvarðanir um næstu aðgerðir hafi verið teknar vegna framburðar lækna um að sjúklinginum hafi liðið vel. Í þessu felst aðdróttun um að ég og samstarfsmenn mínir hafi greint rangt frá á málþinginu, og að framburðir okkar hafi orðið til þess að gerðar voru fleiri plastbarkaaðgerðir á Karolinska. Á málþinginu kom skýrt fram að ýmis vandkvæði hefðu fylgt aðgerðinni, s.s. endurteknar sýkingar. Á þessum tímapunkti var búið að framkvæma tvær plastbarkaígræðslur á Karolinska og tvær aðgerðir til viðbótar voru fyrirhugaðar af teymi Macchiarini þegar eftir málþingið, nánar tiltekið í Rússlandi. Það er því fjarri sanni að málþingið hafi verið ákvarðandi þáttur um framgang þessara aðgerða á Karolinska. Einnig er vert að hafa í huga að aðgerð nr. 2, sem var framkvæmd á Karolinska tæpum sex mánuðum frá fyrstu aðgerðinni, var skipulögð af teymi lækna á Karolinska, áður en greinin um fyrstu aðgerðina birtist í Lancet. Að þeirri aðgerð, eða þeim sem síðar komu, átti ég eða aðrir íslenskir læknar enga aðkomu.Ákvörðun um aðgerð tekin á Karolinska sjúkrahúsinu Birgir hefur áður sagt að aðgerðin hafi verið gerð að beiðni íslenskra lækna. Hið rétta er að sjúklingnum var vísað til Karolinska til frekari rannsókna og meðferðar, einfaldlega þar sem úrræði hér á landi voru á þrotum. Ákvörðunin um fyrstu aðgerðina var síðan tekin í framhaldi af því, þar fór hún fram auk þess sem læknar á Karolinska stýrðu meðferð að aðgerð lokinni. Sjúklingurinn var endurtekið sendur út í eftirlit á Karolinska auk þess sem allar niðurstöður rannsókna hér á landi (m.a. blóðsýni, myndir úr speglunum og röntgenrannsóknir) og upplýsingar um líðan sjúklings voru sendar til lækna hans í Stokkhólmi. Vitneskja um líðan sjúklingsins eftir aðgerðina var því að öllu leyti aðgengileg læknum og yfirmönnum á Karolinska. Í tölvupóstum sem ég lagði fram til sænsku rannsóknaraðilanna kemur fram að Birgir hafi 9 dögum fyrir aðgerðina farið þess á leit við undirmenn sína að “farið skyldi aftur yfir allt málið”. Ástæðan var sú að forsvarsmenn Sjúkratrygginga Íslands höfðu réttilega tjáð Birgi, og fleiri aðilum á Karolinska, að Sjúkratryggingum Íslands væri ekki heimilt, samkvæmt íslenskum lögum, að greiða fyrir tilraunameðferð. Niðurstaðan var sú að Birgir skrifaði sjálfur undir sérstakan samning við Sjúkratryggingar Íslands þar sem skýrt var tekið fram að Karolinska myndi greiða fyrir tilraunahluta aðgerðarinnar. Á sama tíma lá sjúklingurinn inni á Karolinska og því hefði verið auðvelt fyrir lækna þar að skoða sjúklinginn og meta alvarlegt ástand hans. Vangaveltur um að við, íslenskir læknar, höfum sagt ósatt um ástand sjúklingsins fyrir aðgerðina, eða eftir hana, eru því algjörlega úr lausu lofti gripnar. Það er þungbært að vera endurtekið borinn tilhæfulausum ásökunum í tilteknum fjölmiðlum á meðan málið er til rannsóknar hjá mörgum rannsóknaraðilum í Svíþjóð. Mér finnst landlæknir vanhæfur til að tjá sig um málið opinberlega, enda var hann forstjóri Karolinska, bæði þegar Macchiarini var ráðinn þar til starfa og þegar fyrstu aðgerðirnar voru gerðar. Birgir gengst reyndar við því í viðtalinu við Fréttatímann að vera vanhæfur til að stýra íslenskri rannsóknarnefnd í málinu, en á sama tíma fer hann frjálslega með staðreyndir – sem aðeins flækir rannsókn málsins.Ég styð það heils hugar að málið sé rannsakað ofan í kjölinn, bæði hér á landi og í Svíþjóð, og mun aðstoða rannsóknaraðila eftir fremsta megni líkt og ég hef gert hingað til. Ég tel hins vegar rétt að tjá mig ekki frekar um málið í fjölmiðlum á meðan það er í þeim farvegi. Plastbarkamálið Tengdar fréttir Stjórn Karólínska vikið frá störfum Rannsókn leyddi í ljós að stjórnin hafi gerst sek um vanrækslu þegar skurðlæknirinn Paolo Macchiarini var ráðinn til starfa og honum leyft að framkvæma skurðaðgerðir. 5. september 2016 22:15 Óháð nefnd rannsakar aðkomu Íslendinga að plastbarkamálinu Sjálfstæð og óháð ytri nefnd mun rannsaka hvort að aðkoma íslenskra stofnanna og starfsmanna þeirra að hinu svokallaða plastbarkamáli hafi verið athugaverð. 8. september 2016 18:29 Macchiarini skaðaði tiltrú fólks á sænskum læknarannsóknum samkvæmt óháðri rannsókn Niðurstöður óháðrar rannsóknar um mál ítalska skurðlæknisins voru gerðar opinberar í dag 31. ágúst 2016 10:09 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Tómas Guðbjartsson, prófessor og yfirlæknir á Landspítala hefur sent frá sér tilkynningu þar sem hann gerir athugasemdir við ummæli landlæknis um plastbarkaígræðslur sem Paolo Macchiarini framkvæmdi á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Tómas segir ummælin ærumeiðandi og vega að heilindum sínum sem læknis og vísindamanns. „Ákvörðun um ígræðslu plastbarkans var tekin í samráði við sjúklinginn þar sem hann lá á Karolinska í Stokkhólmi, án samráðs við mig eða þá íslensku lækna sem höfðu komið að greiningu og meðferð sjúklingsins á Landspítala,“ segir Tómas meðal annars í yfirlýsingunni.Sjá einnig:Ítalski skurðlæknirinn lifði tvöföldu lífi „Ég var einn margra lækna sem tók þátt í eftirmeðferð sjúklingsins á Íslandi og sá að mestu um samskiptin við Karolinska, en læknar þar stýrðu eftirlitinu. Auk þess var ég einn af 28 meðhöfundum greinar um ígræðsluna sem birtist í læknatímaritinu Lancet. Á síðastliðnum 16 mánuðum hef ég aðstoðað rannsóknaraðila við ítarlega rannsókn málsins og afhent öll þau gögn sem óskað hefur verið eftir til að auðvelda hana. Ég hef einnig boðist til að mæta í viðtöl við þessar sömu nefndir og lögreglu, þar sem ég hafði stöðu vitnis en ekki sakbornings.“ Tómas segist ekki hafa viljað tjáð sig um efnisatriði málsins til þessa þar sem málið er enn til rannsóknar, en finnur sig tilneyddan til að svara ummælum Birgis Jakobssonar landlæknis um málið. Tómas bendir á að Birgir hafi verið forstjóri Karolinska þegar aðgerðin var framkvæmd. „Ég sé mér þó ekki annað fært en að leiðrétta nokkur atriði sem komu fram í viðtali við Birgi Jakobsson landlækni í Fréttatímanum fyrir rúmri viku, en ummælin finnst mér ærumeiðandi og vega að heilindum mínum sem læknis og vísindamanns.“ Þá nefnir Tómas fyrst að aðrir læknar, krabbameinslæknar á Landspítala, hafi fyrst haft milligöngu um að sjúklingnum yrði vísað á Karolinska. „Þetta kemur skýrt fram í tölvupóstsamskiptum mínum við bæði Karolinska og Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) og má finna í þeim gögnum sem ég afhenti sænsku rannsóknarnefndunum síðastliðið vor.“ Þá nefnir hann einnig ummæli Birgis um að læknar sjúklingsins hafi vitað um árangur aðgerðarinnar þegar haldið var málþing í Háskóla Íslands ári frá aðgerðinni. „Hann ýjar að því að ákvarðanir um næstu aðgerðir hafi verið teknar vegna framburðar lækna um að sjúklingnum hafi liðið vel. Í þessu felst aðdróttun um að ég og samstarfsmenn mínir hafi greint rangt frá á málþinginu, og að framburðir okkar hafi orðið til þess að gerðar voru fleiri plastbarkaaðgerðir á Karolinska,“ segir í tilkynningu. Tómas Þór Guðbjartsson læknir og Andamarian Beyene sumarið 2012, stuttu eftir að aðgerðin var gerð á Beyene.vísir/vilhelmÞá segir Tómas að læknar á Karolinska hafi stýrt meðferð að aðgerð lokinni. Þá hafi sjúklingurinn endurtekið verið sendur út í eftirlit á Karolinska, ásamt því að niðurstöður rannsókna hér á landi og upplýsingar um líðan sjúklings hafi verið sendar til lækna hans í Stokkhólmi. „Vitneskja um líðan sjúklingsins eftir aðgerðina var því að öllu leyti aðgengileg læknum og yfirmönnum á Karolinska.“ „Það er þungbært að vera endurtekið borinn tilhæfulausum ásökunum í tilteknum fjölmiðlum á meðan málið er til rannsóknar hjá mörgum rannsóknaraðilum í Svíþjóð. Mér finnst landlæknir vanhæfur til að tjá sig um málið opinberlega, enda var hann forstjóri Karolinska, bæði þegar Macchiarini var ráðinn þar til starfa og þegar fyrstu aðgerðirnar voru gerðar.“Yfirlýsingu Tómasar má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:Yfirlýsing að gefnu tilefni til fjölmiðla frá Tómasi Guðbjartssyni, yfirlækni og prófessor: Eins og endurtekið hefur komið fram í fjölmiðlum hefur sl. ár staðið yfir rannsókn rannsóknarnefnda og lögreglu í Svíþjóð á fjórum plastbarkaígræðslum sem Paolo Macchiarini framkvæmdi á Karolinska sjúkrahúsinu (hér eftir nefnt Karolinska) í Stokkhólmi. Aðstoð við rannsókn málsins Fyrsti sjúklingurinn sem fékk slíka ígræðslu var sendur til meðferðar á Karolinska eftir samráðsfund sérfræðilækna á Landspítala, enda um afar sjaldgæft krabbamein að ræða sem tekið hafði sig upp og ekki var hægt að meðhöndla frekar á Íslandi. Á Karolinska komst stórt teymi lækna að þeirri niðurstöðu að plastbarki væri eini möguleikinn til lækningar á krabbameininu, en að öðrum kosti væri aðeins líknandi meðferð í boði. Ákvörðun um ígræðslu plastbarkans var tekin í samráði við sjúklinginn þar sem hann lá á Karolinska í Stokkhólmi, án samráðs við mig eða þá íslensku lækna sem höfðu komið að greiningu og meðferð sjúklingsins á Landspítala. Nokkrum dögum fyrir ígræðsluna var ég beðinn um að taka þátt í aðgerðinni og þá einkum til að aðstoða við að ná út krabbameininu, en tveimur árum áður hafði ég gert á sjúklingnum flókna bráðaaðgerð vegna sama krabbameins sem þá reyndist ekki unnt að fjarlægja vegna umfangs þess. Ég var einn margra lækna sem tók þátt í eftirmeðferð sjúklingsins á Íslandi og sá að mestu um samskiptin við Karolinska, en læknar þar stýrðu eftirlitinu. Auk þess var ég einn af 28 meðhöfundum greinar um ígræðsluna sem birtist í læknatímaritinu Lancet. Á síðastliðnum 16 mánuðum hef ég aðstoðað rannsóknaraðila við ítarlega rannsókn málsins og afhent öll þau gögn sem óskað hefur verið eftir til að auðvelda hana. Ég hef einnig boðist til að mæta í viðtöl við þessar sömu nefndir og lögreglu, þar sem ég hafði stöðu vitnis en ekki sakbornings.Athugasemdir við ummæli landlæknis Til þessa hef ég ekki viljað tjá mig um efnisatriði málsins þar sem það er enn til rannsóknar. Ég sé mér þó ekki annað fært en að leiðrétta nokkur atriði sem komu fram í viðtali við Birgi Jakobsson landlækni í Fréttatímanum fyrir rúmri viku, en ummælin finnst mér ærumeiðandi og vega að heilindum mínum sem læknis og vísindamanns. Ég hef ítrekað farið þess á leit við Birgi að hann leiðrétti ummæli sín opinberlega, og m.a. rætt við hann á fundi í sl. viku, en hann hefur ekki séð ástæðu til þess. Þess vegna er ég tilneyddur að árétta nokkrar staðreyndir í þessu flókna máli.Í viðtalinu greinir Birgir, sem var forstjóri Karolinska þegar aðgerðin var framkvæmd, ekki rétt frá aðdraganda þess að sjúklingurinn var sendur frá Landspítala til meðferðar á Karolinska. Það voru aðrir læknar, nánar tiltekið krabbameinslæknar á Landspítala, sem fyrst höfðu milligöngu um að sjúklingnum yrði vísað á Karolinska. Þetta kemur skýrt fram í tölvupóstsamskiptum mínum við bæði Karolinska og Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) og má finna í þeim gögnum sem ég afhenti sænsku rannsóknarnefndunum sl. vor. Birgir varpar einnig fram þeirri spurningu hvað læknar sjúklingsins, þ.m.t. ég, vissu um árangur aðgerðarinnar þegar haldið var málþing í Háskóla Íslands ári frá aðgerðinni. Hann ýjar að því að ákvarðanir um næstu aðgerðir hafi verið teknar vegna framburðar lækna um að sjúklinginum hafi liðið vel. Í þessu felst aðdróttun um að ég og samstarfsmenn mínir hafi greint rangt frá á málþinginu, og að framburðir okkar hafi orðið til þess að gerðar voru fleiri plastbarkaaðgerðir á Karolinska. Á málþinginu kom skýrt fram að ýmis vandkvæði hefðu fylgt aðgerðinni, s.s. endurteknar sýkingar. Á þessum tímapunkti var búið að framkvæma tvær plastbarkaígræðslur á Karolinska og tvær aðgerðir til viðbótar voru fyrirhugaðar af teymi Macchiarini þegar eftir málþingið, nánar tiltekið í Rússlandi. Það er því fjarri sanni að málþingið hafi verið ákvarðandi þáttur um framgang þessara aðgerða á Karolinska. Einnig er vert að hafa í huga að aðgerð nr. 2, sem var framkvæmd á Karolinska tæpum sex mánuðum frá fyrstu aðgerðinni, var skipulögð af teymi lækna á Karolinska, áður en greinin um fyrstu aðgerðina birtist í Lancet. Að þeirri aðgerð, eða þeim sem síðar komu, átti ég eða aðrir íslenskir læknar enga aðkomu.Ákvörðun um aðgerð tekin á Karolinska sjúkrahúsinu Birgir hefur áður sagt að aðgerðin hafi verið gerð að beiðni íslenskra lækna. Hið rétta er að sjúklingnum var vísað til Karolinska til frekari rannsókna og meðferðar, einfaldlega þar sem úrræði hér á landi voru á þrotum. Ákvörðunin um fyrstu aðgerðina var síðan tekin í framhaldi af því, þar fór hún fram auk þess sem læknar á Karolinska stýrðu meðferð að aðgerð lokinni. Sjúklingurinn var endurtekið sendur út í eftirlit á Karolinska auk þess sem allar niðurstöður rannsókna hér á landi (m.a. blóðsýni, myndir úr speglunum og röntgenrannsóknir) og upplýsingar um líðan sjúklings voru sendar til lækna hans í Stokkhólmi. Vitneskja um líðan sjúklingsins eftir aðgerðina var því að öllu leyti aðgengileg læknum og yfirmönnum á Karolinska. Í tölvupóstum sem ég lagði fram til sænsku rannsóknaraðilanna kemur fram að Birgir hafi 9 dögum fyrir aðgerðina farið þess á leit við undirmenn sína að “farið skyldi aftur yfir allt málið”. Ástæðan var sú að forsvarsmenn Sjúkratrygginga Íslands höfðu réttilega tjáð Birgi, og fleiri aðilum á Karolinska, að Sjúkratryggingum Íslands væri ekki heimilt, samkvæmt íslenskum lögum, að greiða fyrir tilraunameðferð. Niðurstaðan var sú að Birgir skrifaði sjálfur undir sérstakan samning við Sjúkratryggingar Íslands þar sem skýrt var tekið fram að Karolinska myndi greiða fyrir tilraunahluta aðgerðarinnar. Á sama tíma lá sjúklingurinn inni á Karolinska og því hefði verið auðvelt fyrir lækna þar að skoða sjúklinginn og meta alvarlegt ástand hans. Vangaveltur um að við, íslenskir læknar, höfum sagt ósatt um ástand sjúklingsins fyrir aðgerðina, eða eftir hana, eru því algjörlega úr lausu lofti gripnar. Það er þungbært að vera endurtekið borinn tilhæfulausum ásökunum í tilteknum fjölmiðlum á meðan málið er til rannsóknar hjá mörgum rannsóknaraðilum í Svíþjóð. Mér finnst landlæknir vanhæfur til að tjá sig um málið opinberlega, enda var hann forstjóri Karolinska, bæði þegar Macchiarini var ráðinn þar til starfa og þegar fyrstu aðgerðirnar voru gerðar. Birgir gengst reyndar við því í viðtalinu við Fréttatímann að vera vanhæfur til að stýra íslenskri rannsóknarnefnd í málinu, en á sama tíma fer hann frjálslega með staðreyndir – sem aðeins flækir rannsókn málsins.Ég styð það heils hugar að málið sé rannsakað ofan í kjölinn, bæði hér á landi og í Svíþjóð, og mun aðstoða rannsóknaraðila eftir fremsta megni líkt og ég hef gert hingað til. Ég tel hins vegar rétt að tjá mig ekki frekar um málið í fjölmiðlum á meðan það er í þeim farvegi.
Plastbarkamálið Tengdar fréttir Stjórn Karólínska vikið frá störfum Rannsókn leyddi í ljós að stjórnin hafi gerst sek um vanrækslu þegar skurðlæknirinn Paolo Macchiarini var ráðinn til starfa og honum leyft að framkvæma skurðaðgerðir. 5. september 2016 22:15 Óháð nefnd rannsakar aðkomu Íslendinga að plastbarkamálinu Sjálfstæð og óháð ytri nefnd mun rannsaka hvort að aðkoma íslenskra stofnanna og starfsmanna þeirra að hinu svokallaða plastbarkamáli hafi verið athugaverð. 8. september 2016 18:29 Macchiarini skaðaði tiltrú fólks á sænskum læknarannsóknum samkvæmt óháðri rannsókn Niðurstöður óháðrar rannsóknar um mál ítalska skurðlæknisins voru gerðar opinberar í dag 31. ágúst 2016 10:09 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Stjórn Karólínska vikið frá störfum Rannsókn leyddi í ljós að stjórnin hafi gerst sek um vanrækslu þegar skurðlæknirinn Paolo Macchiarini var ráðinn til starfa og honum leyft að framkvæma skurðaðgerðir. 5. september 2016 22:15
Óháð nefnd rannsakar aðkomu Íslendinga að plastbarkamálinu Sjálfstæð og óháð ytri nefnd mun rannsaka hvort að aðkoma íslenskra stofnanna og starfsmanna þeirra að hinu svokallaða plastbarkamáli hafi verið athugaverð. 8. september 2016 18:29
Macchiarini skaðaði tiltrú fólks á sænskum læknarannsóknum samkvæmt óháðri rannsókn Niðurstöður óháðrar rannsóknar um mál ítalska skurðlæknisins voru gerðar opinberar í dag 31. ágúst 2016 10:09