Hæst launuðu fyrirsætur heims Ritstjórn skrifar 1. september 2016 16:30 Gisele Bundchen heldur sínu sæti á toppi listans og Adriana Lima er þægileg í öðru sætinu. Mynd/Getty Listinn yfir hæst launuðu fyrirsætur heims er gefinn út af tímaritinu Forbes á hverju ári og nú hefur nýi listinn loksins verið gefinn út. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að brasilíska fyrirsætan Gisele Bundchen vermi efsta sætið en þar hefur hún haldið sig seinustu ár. Þrátt fyrir að hún tróni á toppnum ár eftir ár þá hafa laun hennar farið minnkandi með árunum. Í ár vann hún sér inn 30.5 milljónir dollara en í fyrra voru það 44 milljónir. Árið 2014 vann hún sér inn 47 milljónir dollara. Beint á eftir henni kemur samlandi hennar, Adriana Lima, en hún var með 10.5 milljónir dollara í laun. Fyrirsæturnar Kendall Jenner og Karlie Kloss deila þriðja og fjórða sætinu en þær voru báðar með 10 milljónir dollara í laun. Á eftir þeim koma svo Rosie Huntington-Whiteley, Gigi Hadid, Lily Aldridge, Taylor Hill, Barbara Palvin, Cara Delevigne og fleiri. Listann má sjá í heild sinni hér. Mest lesið Calvin Harris auglýsir Emporio Armani nærföt Glamour Förðunarmyndband: Einföld en fín förðun skref fyrir skref Glamour Fimm sumarlegir varalitir fyrir helgina Glamour Hoppaðu út í heim með Glamour Glamour Sænska verslunin Weekday stekkur á SKAM æðið Glamour Olivia Palermo á forsíðu febrúarblaðs Glamour Glamour Magdalena Sara tók þátt í tískuvikunni í New York Glamour Epal með snilldarlega auglýsingu eftir umræðu vikunnar Glamour Balenciaga boðar endurkomu axlapúðanna Glamour Buffalo skórnir snúa aftur Glamour
Listinn yfir hæst launuðu fyrirsætur heims er gefinn út af tímaritinu Forbes á hverju ári og nú hefur nýi listinn loksins verið gefinn út. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að brasilíska fyrirsætan Gisele Bundchen vermi efsta sætið en þar hefur hún haldið sig seinustu ár. Þrátt fyrir að hún tróni á toppnum ár eftir ár þá hafa laun hennar farið minnkandi með árunum. Í ár vann hún sér inn 30.5 milljónir dollara en í fyrra voru það 44 milljónir. Árið 2014 vann hún sér inn 47 milljónir dollara. Beint á eftir henni kemur samlandi hennar, Adriana Lima, en hún var með 10.5 milljónir dollara í laun. Fyrirsæturnar Kendall Jenner og Karlie Kloss deila þriðja og fjórða sætinu en þær voru báðar með 10 milljónir dollara í laun. Á eftir þeim koma svo Rosie Huntington-Whiteley, Gigi Hadid, Lily Aldridge, Taylor Hill, Barbara Palvin, Cara Delevigne og fleiri. Listann má sjá í heild sinni hér.
Mest lesið Calvin Harris auglýsir Emporio Armani nærföt Glamour Förðunarmyndband: Einföld en fín förðun skref fyrir skref Glamour Fimm sumarlegir varalitir fyrir helgina Glamour Hoppaðu út í heim með Glamour Glamour Sænska verslunin Weekday stekkur á SKAM æðið Glamour Olivia Palermo á forsíðu febrúarblaðs Glamour Glamour Magdalena Sara tók þátt í tískuvikunni í New York Glamour Epal með snilldarlega auglýsingu eftir umræðu vikunnar Glamour Balenciaga boðar endurkomu axlapúðanna Glamour Buffalo skórnir snúa aftur Glamour