Birkir Már Sævarsson segir alltaf frábært að hitta félaga sína í íslenska fótboltalandsliðinu.
Ísland sló sem kunnugt er í gegn á EM í Frakklandi í sumar þar sem liðið komst í 8-liða úrslit. Nú standa íslensku strákarnir hins vegar frammi fyrir því verkefni að tryggja sér sæti á HM sem fer fram í Rússlandi eftir tvö ár. Og fyrsti leikurinn í undankeppninni er gegn Úkraínumönnum í Kiev á mánudaginn.
„Það var mjög gaman í Frakklandi og það er frábært að hitta hópinn aftur,“ sagði Birkir Már í samtali við Arnar Björnsson.
„Það er alltaf jafn gaman að hitta strákana þótt maður hafi hangið með þeim alltof lengi úti í Frakklandi í sumar,“ bætti Birkir Már við og hló.
Íslenska liðið kom til Úkraínu í dag eftir að hafa dvalið í Þýskalandi við æfingar undanfarna daga.
„Æfingarnar hafa verið mjög góðar og það eru komnar nýjar áherslur og nýir menn inn í hópinn. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að við getum spilað almennilega á móti Úkraínu,“ sagði Birkir Már sem leikur væntanlega landsleik númer 63 á mánudaginn kemur.
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Birkir Már: Frábært að hitta hópinn
Tengdar fréttir

Kári: EM er geymt en ekki gleymt
Kári Árnason segir að árangurinn á EM í Frakklandi gefi Ísland ekkert í undankeppni HM 2018.

Uppselt á leikinn gegn Tyrkjum
Uppselt er á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018 sem fer fram á Laugardalsvellinum sunnudaginn 9. október.

Engir áhorfendur á næst stærsta velli í Austur-Evrópu
Leikur Úkraínu og Íslands í undankeppni HM 2018 fer fram fyrir luktum dyrum.

Kolbeinn missir af leiknum gegn Úkraínu
Kolbeinn Sigþórsson verður ekki með íslenska fótboltalandsliðinu í leiknum gegn Úkraínu á mánudaginn vegna hnémeiðsla.