Sara Björk Gunnarsdóttir lék í rúman hálftíma þegar Wolfsburg gerði markalaust jafntefli við Sand á útivelli í 1. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.
Þetta var fyrsti leikur Söru fyrir Wolfsburg en hún kom til liðsins frá sænsku meisturunum í Rosengård.
Sara byrjaði á bekknum en kom inn á sem varamaður á 59. mínútu fyrir hina ungversku Zsanett Jakabfi.
Wolfsburg, sem hefur tvisvar sinnum orðið þýskur meistari, endaði í 2. sæti þýsku deildarinnar á síðasta tímabili, 10 stigum á eftir meisturum Bayern München.
Næsti leikur Wolfsburg er gegn Bayer Leverkusen eftir viku.
Sara lék í rúman hálftíma í fyrsta leiknum fyrir Wolfsburg
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum
Enski boltinn


Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém
Handbolti



Juventus-parið hætt saman
Fótbolti

Beckham fimmtugur í dag
Enski boltinn


Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit
Enski boltinn