Guðlaugur Þór sá eini sem ekki hefur numið lögfræði Atli Ísleifsson skrifar 4. september 2016 14:38 Guðlaugur Þór Þórðarson, Ólöf Nordal, Sigríður Anderson, Brynjar Níelsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir voru í efstu fimm sætunum í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík í gær. Vísir „Ég er miklu frekar hvíti svanurinn. Ég held að það sé miklu betri samlíking,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður í gamansömum tón aðspurður um hvort honum finnst hann vera svarti sauðurinn í hópi þeirra sem röðuðust í efstu sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í prófkjörinu í gær. Bent hefur verið á að Guðlaugur Þór sé sá eini í hópnum sem ekki hafi numið lögfræði, en í átta manna hópnum eru fimm menntaðir lögfræðingar og tveir laganemar. Guðlaugur Þór er stjórnmálafræðingur og hefur setið á þingi síðan 2003. Ólöf Nordal innanríkisráðherra hlaut flest atkvæði í prófkjöri flokksins og sagðist í viðtali við RÚV í gærkvöldi vera mjög ánægð með niðurstöðuna. Sagði hún listann líta afar vel út. „Þetta er jöfn skipting kynja og ólíkur bakgrunnur þannig að mér líst mjög vel á það,“ sagði Ólöf. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, laganemi sem hafnaði í fjórða sæti, sagði í samtali við fréttastofu eftir prófkjörið að ein helsta ástæða þess að hún hafi gefið kost á sér væri að hún vildi að flokkurinn hefði „enn breiðari skírskotun“. Sagði hún flokkinn hiklaust hafa kosið það í gær.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er ritari Sjálfstæðisflokksins.Vísir/EyþórGuðlaugur er ekki á leið í laganámGuðlaugur Þór segir það minnstu máli skipta hvaða gráðu fólk sé með. „Aðalatriðið er að það hafi fjölbreyttan bakgrunn og ég fæ ekki annað séð en að það eigi við þennan hóp. Það er bæði fólk sem hefur verið í atvinnulífinu og ýmsum öðrum stöðum. Það sem mér finnst áberandi er að það er að koma inn í flokkinn mjög kröftug ung kynslóð. Hún er að láta til sín taka og blandast mjög vel með því fólki sem hefur verið til staðar á undanförnum árum. Mér líst mjög vel á þetta og ég er ekki að fara í laganám. Það er alveg pottþétt,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segir listann vera góð blanda af fólki með reynslu, körlum og konum, yngri og eldri, það kemur fólk nýtt inn. „Ég fæ ekki betur séð en að um mjög sigurstranglegan lista sé að ræða í báðum kjördæmum.“Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hafnaði í efsta sæti listans.Vísir/ErnirStutt og snarpt prófkjörÓlöf Nordal innanríkisráðherra náði efsta sæti listans, Guðlaugur Þór annað, Brynjar Níelsson þriðja, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fjórða, Sigríður Á. Andersen fimmta, Birgir Ármannsson sjötta, Hildur Sverrisdóttir sjöunda og Albert Guðmundsson áttunda. Guðlaugur Þór segir prófkjörið sem fram fór í gær hafa verið öðruvísi en oft áður þar sem það hafi verið stutt og snarpt. „Vanalega hefur þetta verið í fleiri vikur og auglýst meira. Þetta var minna um sig að þessu sinni, en málefnalegt og skemmtilegt. Það var góður andi í prófkjörinu.“Brynjar Níelsson.Vísir/VilhelmVeldur óróa og vanlíðan hjá andstæðingunumÞingmaðurinn Brynjar Níelsson, sem náði þriðja sæti í prófkjörinu, ræðir þær ábendingar sem borist hafa um mikinn fjölda lögfræðimenntaðra á listanum í færslu á Facebook-síðu sinni. Segir hann að honum sýnist að vel hafi tekist til við uppröðun listans og fjölbreytileikann vera talsverðan, hvort sem litið sé til kynjahlutfalls, starfsreynslu eða aldurs. „Slíkt veldur auðvitað óróa og vanlíðan hjá andstæðingunum. Nú er helst ráðist að listanum vegna þess fjölda sem hefur einhverja lögfræðimenntun. Fremstur í flokki er auðvitað Egill Helgason, sem hefur verið illa haldinn af vanmáttarkennd gagnvart lögfræðingum svo lengi sem ég man. Ef það er til að róa Egill get titlað mig stúdent eða meiraprófsbílstjóra en hvorttveggja náði ég með mikill fyrirhöfn fyrir margt löngu. Það er nú meira en margir lögfræðingar hafa í dag,“ segir Brynjar. Kosningar 2016 X16 Reykjavík Norður X16 Reykjavík Suður Tengdar fréttir Ólöf Nordal efst á lista í Reykjavík 989 atkvæði hafa verið talin. 3. september 2016 19:35 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Ég er miklu frekar hvíti svanurinn. Ég held að það sé miklu betri samlíking,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður í gamansömum tón aðspurður um hvort honum finnst hann vera svarti sauðurinn í hópi þeirra sem röðuðust í efstu sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í prófkjörinu í gær. Bent hefur verið á að Guðlaugur Þór sé sá eini í hópnum sem ekki hafi numið lögfræði, en í átta manna hópnum eru fimm menntaðir lögfræðingar og tveir laganemar. Guðlaugur Þór er stjórnmálafræðingur og hefur setið á þingi síðan 2003. Ólöf Nordal innanríkisráðherra hlaut flest atkvæði í prófkjöri flokksins og sagðist í viðtali við RÚV í gærkvöldi vera mjög ánægð með niðurstöðuna. Sagði hún listann líta afar vel út. „Þetta er jöfn skipting kynja og ólíkur bakgrunnur þannig að mér líst mjög vel á það,“ sagði Ólöf. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, laganemi sem hafnaði í fjórða sæti, sagði í samtali við fréttastofu eftir prófkjörið að ein helsta ástæða þess að hún hafi gefið kost á sér væri að hún vildi að flokkurinn hefði „enn breiðari skírskotun“. Sagði hún flokkinn hiklaust hafa kosið það í gær.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er ritari Sjálfstæðisflokksins.Vísir/EyþórGuðlaugur er ekki á leið í laganámGuðlaugur Þór segir það minnstu máli skipta hvaða gráðu fólk sé með. „Aðalatriðið er að það hafi fjölbreyttan bakgrunn og ég fæ ekki annað séð en að það eigi við þennan hóp. Það er bæði fólk sem hefur verið í atvinnulífinu og ýmsum öðrum stöðum. Það sem mér finnst áberandi er að það er að koma inn í flokkinn mjög kröftug ung kynslóð. Hún er að láta til sín taka og blandast mjög vel með því fólki sem hefur verið til staðar á undanförnum árum. Mér líst mjög vel á þetta og ég er ekki að fara í laganám. Það er alveg pottþétt,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segir listann vera góð blanda af fólki með reynslu, körlum og konum, yngri og eldri, það kemur fólk nýtt inn. „Ég fæ ekki betur séð en að um mjög sigurstranglegan lista sé að ræða í báðum kjördæmum.“Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hafnaði í efsta sæti listans.Vísir/ErnirStutt og snarpt prófkjörÓlöf Nordal innanríkisráðherra náði efsta sæti listans, Guðlaugur Þór annað, Brynjar Níelsson þriðja, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fjórða, Sigríður Á. Andersen fimmta, Birgir Ármannsson sjötta, Hildur Sverrisdóttir sjöunda og Albert Guðmundsson áttunda. Guðlaugur Þór segir prófkjörið sem fram fór í gær hafa verið öðruvísi en oft áður þar sem það hafi verið stutt og snarpt. „Vanalega hefur þetta verið í fleiri vikur og auglýst meira. Þetta var minna um sig að þessu sinni, en málefnalegt og skemmtilegt. Það var góður andi í prófkjörinu.“Brynjar Níelsson.Vísir/VilhelmVeldur óróa og vanlíðan hjá andstæðingunumÞingmaðurinn Brynjar Níelsson, sem náði þriðja sæti í prófkjörinu, ræðir þær ábendingar sem borist hafa um mikinn fjölda lögfræðimenntaðra á listanum í færslu á Facebook-síðu sinni. Segir hann að honum sýnist að vel hafi tekist til við uppröðun listans og fjölbreytileikann vera talsverðan, hvort sem litið sé til kynjahlutfalls, starfsreynslu eða aldurs. „Slíkt veldur auðvitað óróa og vanlíðan hjá andstæðingunum. Nú er helst ráðist að listanum vegna þess fjölda sem hefur einhverja lögfræðimenntun. Fremstur í flokki er auðvitað Egill Helgason, sem hefur verið illa haldinn af vanmáttarkennd gagnvart lögfræðingum svo lengi sem ég man. Ef það er til að róa Egill get titlað mig stúdent eða meiraprófsbílstjóra en hvorttveggja náði ég með mikill fyrirhöfn fyrir margt löngu. Það er nú meira en margir lögfræðingar hafa í dag,“ segir Brynjar.
Kosningar 2016 X16 Reykjavík Norður X16 Reykjavík Suður Tengdar fréttir Ólöf Nordal efst á lista í Reykjavík 989 atkvæði hafa verið talin. 3. september 2016 19:35 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira