Umfjöllun: Úkraína - Ísland 1-1 | Stig í Kænugarði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. september 2016 21:00 Alfreð fagnar marki sínu í kvöld. Vísir/EPA Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2018. Leikurinn fór fram við undarlegar aðstæður en leikið var á tómum Ólympíuleikvanginum í Kænugarði. Íslenska liðið fékk draumabyrjun þegar Alfreð Finnbogason skoraði strax á 5. mínútu en Andriy Yarmolenko jafnaði metin fjórum mínútum fyrir hálfleik. Úkraínumenn fengu kjörið tækifæri til að tryggja sér sigurinn sjö mínútum fyrir leikslok þegar Arnór Ingvi Traustason braut á Bohdan Butko innan vítateigs. Yevhen Konoplyanka fór á punktinn en Íslendingum til happs skaut hann í stöng.Ávallt hættulegir Íslenska liðið spilaði mun betur í fyrri hálfleik en þeim seinni þar sem Úkraínumenn höfðu yfirhöndina án þess þó að ógna marki Íslands að ráði. Íslensku strákarnir byrjuðu leikinn af krafti. Úkraína var meira með boltann en íslenska liðið var ávallt hættulegt þegar það sótti. Á 5. mínútu stakk Birkir Bjarnason boltanum inn á Alfreð, Andriy Pyatov varði skot hans en boltinn hrökk af Oleksandr Kucher og aftur til Alfreðs sem skoraði úr erfiðri stöðu. Sex mínútum síðar var Alfreð aftur á ferðinni þegar hann steig Kucher út, fann Jón Daða Böðvarsson sem átti skot sem Pyatov varði. Frákastið hafnaði hjá Jóni Daða sem náði ekki að stilla sig af og setti boltann yfir fyrir opnu marki. Mark þarna hefði farið langt með að klára leikinn. Úkraínumenn voru á köflum óöryggir og töpuðu boltanum nokkrum sinnum illa á miðjunni. Íslendingar náðu þó ekki að gera sér mat úr því.Yarmolenko og Rakitskyi Aðalógn heimamanna í fyrri hálfleik var tvíþætt. Annars vegar var það Yarmolenko sem var síógnandi á hægri kantinum og lét Ara Frey Skúlason hafa verulega fyrir hlutunum. Hins vegar var það miðvörðurinn Yaroslav Rakitskyi sem ógnaði með langskotum. Hannes varði þrumuskot hans beint úr aukaspyrnu á 23. mínútu með herkjum en honum tókst ekki jafn vel upp þegar Rakitskyi lét vaða á 41. mínútu. Hannes sló boltann beint út í teiginn á Yarmolenko sem lagði hann fyrir sig og skoraði svo með góðu skoti. Íslendingar voru einum færri á þessum tímapunkti eftir að Ari Freyr fór meiddur af velli. Hörður Björgvin Magnússon kom inn á fyrir hann en ekki fyrr en eftir markið.Úkraínumenn með yfirhöndina Seinni hálfleikurinn var ekki jafn vel spilaður af Íslands hálfu og sá fyrri. Íslenska liðinu gekk bölvanlega að halda boltanum og leikurinn minnti um margt á leikinn við Ungverjaland á EM í sumar þar sem Íslendingar gáfu boltann alltof auðveldlega frá sér en vörðust aftur á móti mjög vel. Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson áttu allir skínandi leik í vörninni og björguðu í þau fáu skipti sem heimamenn gerðu sig líklega upp mark Íslands. Úkraínumenn spiluðu ekki með hreinræktaðan framherja og ógnin inni í vítateig var því lítil. Þrátt fyrir bitleysið þrýsti Úkraína íslenska liðinu alltaf aftar og aftar og það bauð hættunni heim. Úkraínumenn fengu fá tækifæri en samt sem áður það besta þegar Clément Turpin dæmdi vítaspyrnuna á 83. mínútu. En sem betur fer setti Konoplyanka boltann í stöngina. Íslendingar fengu því stigið sem þeir hefðu væntanlega sætt sig við fyrir leikinn. Frammistaðan í kvöld var misjöfn en stigið vel ásættanlegt. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira
Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2018. Leikurinn fór fram við undarlegar aðstæður en leikið var á tómum Ólympíuleikvanginum í Kænugarði. Íslenska liðið fékk draumabyrjun þegar Alfreð Finnbogason skoraði strax á 5. mínútu en Andriy Yarmolenko jafnaði metin fjórum mínútum fyrir hálfleik. Úkraínumenn fengu kjörið tækifæri til að tryggja sér sigurinn sjö mínútum fyrir leikslok þegar Arnór Ingvi Traustason braut á Bohdan Butko innan vítateigs. Yevhen Konoplyanka fór á punktinn en Íslendingum til happs skaut hann í stöng.Ávallt hættulegir Íslenska liðið spilaði mun betur í fyrri hálfleik en þeim seinni þar sem Úkraínumenn höfðu yfirhöndina án þess þó að ógna marki Íslands að ráði. Íslensku strákarnir byrjuðu leikinn af krafti. Úkraína var meira með boltann en íslenska liðið var ávallt hættulegt þegar það sótti. Á 5. mínútu stakk Birkir Bjarnason boltanum inn á Alfreð, Andriy Pyatov varði skot hans en boltinn hrökk af Oleksandr Kucher og aftur til Alfreðs sem skoraði úr erfiðri stöðu. Sex mínútum síðar var Alfreð aftur á ferðinni þegar hann steig Kucher út, fann Jón Daða Böðvarsson sem átti skot sem Pyatov varði. Frákastið hafnaði hjá Jóni Daða sem náði ekki að stilla sig af og setti boltann yfir fyrir opnu marki. Mark þarna hefði farið langt með að klára leikinn. Úkraínumenn voru á köflum óöryggir og töpuðu boltanum nokkrum sinnum illa á miðjunni. Íslendingar náðu þó ekki að gera sér mat úr því.Yarmolenko og Rakitskyi Aðalógn heimamanna í fyrri hálfleik var tvíþætt. Annars vegar var það Yarmolenko sem var síógnandi á hægri kantinum og lét Ara Frey Skúlason hafa verulega fyrir hlutunum. Hins vegar var það miðvörðurinn Yaroslav Rakitskyi sem ógnaði með langskotum. Hannes varði þrumuskot hans beint úr aukaspyrnu á 23. mínútu með herkjum en honum tókst ekki jafn vel upp þegar Rakitskyi lét vaða á 41. mínútu. Hannes sló boltann beint út í teiginn á Yarmolenko sem lagði hann fyrir sig og skoraði svo með góðu skoti. Íslendingar voru einum færri á þessum tímapunkti eftir að Ari Freyr fór meiddur af velli. Hörður Björgvin Magnússon kom inn á fyrir hann en ekki fyrr en eftir markið.Úkraínumenn með yfirhöndina Seinni hálfleikurinn var ekki jafn vel spilaður af Íslands hálfu og sá fyrri. Íslenska liðinu gekk bölvanlega að halda boltanum og leikurinn minnti um margt á leikinn við Ungverjaland á EM í sumar þar sem Íslendingar gáfu boltann alltof auðveldlega frá sér en vörðust aftur á móti mjög vel. Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson áttu allir skínandi leik í vörninni og björguðu í þau fáu skipti sem heimamenn gerðu sig líklega upp mark Íslands. Úkraínumenn spiluðu ekki með hreinræktaðan framherja og ógnin inni í vítateig var því lítil. Þrátt fyrir bitleysið þrýsti Úkraína íslenska liðinu alltaf aftar og aftar og það bauð hættunni heim. Úkraínumenn fengu fá tækifæri en samt sem áður það besta þegar Clément Turpin dæmdi vítaspyrnuna á 83. mínútu. En sem betur fer setti Konoplyanka boltann í stöngina. Íslendingar fengu því stigið sem þeir hefðu væntanlega sætt sig við fyrir leikinn. Frammistaðan í kvöld var misjöfn en stigið vel ásættanlegt.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira