Biðja Google að fjarlægja síðu á eigin vegum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. september 2016 17:39 Fyrirtækið Vobile lagði beiðnina fram fyrir hönd Warner Brothers, en fyrirtækið leggur fram þúsundir slíkra beiðna í hverjum mánuði. Vísir/getty Kvikmyndaverið Warner Brothers hefur lagt fram beiðni til Google að vefsíður á þeirra eigin vegum verði fjarlægðar af leitarvélinni. Þeir segja að þær brjóti höfundarréttarlög. Þá hefur Warner Brothers einnig beðið um að vefsíðurnar Amazon og Sky verði fjarlægðar, ásamt kvikmyndagagnagrunninum IMDB. Þetta kemur fram á vef BBC. Fyrirtækið Vobile lagði beiðnina fram fyrir hönd Warner Brothers, en fyrirtækið leggur fram þúsundir slíkra beiðna í hverjum mánuði. Í einni beiðninni var Google beðið að fjarlægja opinberar vefsíður kvikmynda sem verið hefur framleitt líkt og The Matrix og Batman: The Dark Knight. Leyfilegar efnisveitur líkt og Amazon og Sky Cinema voru einnig tilkynnt fyrir höfundarréttarbrot. Ernesto van der Sar frá síðunni Torrent Freak segir að kvikmyndaverið sé óviljandi að vinna gegn eigin hagsmunum með því að gera neytendum erfitt að finna efni á lögmætum veitum. Fyrirtæki líkt og Vobile vinna yfirleitt fyrir stór kvikmyndaver og tilkynna ólöglegt niðurhal af kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Samkvæmt gagnsæisskýrslu Google hefur Vobile lagt fram yfir þrettán milljónir fjarlægingarbeiðnir. Van der Sar segir að slík eftirlitsfyrirtæki noti yfirleitt sjálfvirk kerfi til að leita að síðum sem brjóta á höfundarréttarlögum og að líklega sé um villu í slíku kerfi að ræða. Eftir að hafa farið gaumgæfilega yfir skýrslu Warner Brothers hefur Google ákveðið að fjarlægja ekki Amazon, IMDB og Sky Cinema úr leitarvélinni. Tækni Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Kvikmyndaverið Warner Brothers hefur lagt fram beiðni til Google að vefsíður á þeirra eigin vegum verði fjarlægðar af leitarvélinni. Þeir segja að þær brjóti höfundarréttarlög. Þá hefur Warner Brothers einnig beðið um að vefsíðurnar Amazon og Sky verði fjarlægðar, ásamt kvikmyndagagnagrunninum IMDB. Þetta kemur fram á vef BBC. Fyrirtækið Vobile lagði beiðnina fram fyrir hönd Warner Brothers, en fyrirtækið leggur fram þúsundir slíkra beiðna í hverjum mánuði. Í einni beiðninni var Google beðið að fjarlægja opinberar vefsíður kvikmynda sem verið hefur framleitt líkt og The Matrix og Batman: The Dark Knight. Leyfilegar efnisveitur líkt og Amazon og Sky Cinema voru einnig tilkynnt fyrir höfundarréttarbrot. Ernesto van der Sar frá síðunni Torrent Freak segir að kvikmyndaverið sé óviljandi að vinna gegn eigin hagsmunum með því að gera neytendum erfitt að finna efni á lögmætum veitum. Fyrirtæki líkt og Vobile vinna yfirleitt fyrir stór kvikmyndaver og tilkynna ólöglegt niðurhal af kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Samkvæmt gagnsæisskýrslu Google hefur Vobile lagt fram yfir þrettán milljónir fjarlægingarbeiðnir. Van der Sar segir að slík eftirlitsfyrirtæki noti yfirleitt sjálfvirk kerfi til að leita að síðum sem brjóta á höfundarréttarlögum og að líklega sé um villu í slíku kerfi að ræða. Eftir að hafa farið gaumgæfilega yfir skýrslu Warner Brothers hefur Google ákveðið að fjarlægja ekki Amazon, IMDB og Sky Cinema úr leitarvélinni.
Tækni Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira