Með merkari fornleifafundum síðustu ára Heiðar Lind Hansson skrifar 6. september 2016 07:00 Rúnar Stanley Sighvatsson, einn fundarmanna, og Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, skoða sverðið við afhendinguna. „Þetta fer á topp tíu.“ Þetta segir dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands, um sverðið sem gæsaveiðimenn fundu í Skaftárhreppi á Suðurlandi um helgina. Kristín telur fundinn með merkari fornleifafundum síðustu ára. „Það eru svo fá sverð sem hafa fundist hér og því er þetta mikill fengur fyrir sögu þjóðarinnar,“ bætir hún við en samkvæmt fyrstu greiningu er sverðið frá 10. öld. „Við ætluðum bara á veiðar, enduðum í fornleifauppgreftri,“ sagði Árni Björn Valdimarsson í samtali við Vísi í gærmorgun, en hann og félagar hans fundu sverðið í veiðiferð á sunnudaginn. Í kjölfarið birtu þeir mynd af sverðinu á Facebook-síðu sinni. „Það fór allt á flug og þetta endar með að Minjastofnun hefur samband við okkur.“ Þeir afhentu Minjastofnun sverðið í gærmorgun. Kristín segir að hingað til hafi rúmlega 20 sverð og sverðbútar fundist á Íslandi. „Hérna hafa fundist margar tegundir af sverðum, en þetta sverð tilheyrir næstelstu tegundinni, af svokallaðri Q-gerð, sem smíðuð var á 10. öld. Við sjáum þetta af hjöltunum út frá ákveðinni aðferðafræði, meðal annars af lögun þeirra og skrauti og hnöppum á þeim,“ segir Kristín. Hún telur ljóst að sverðið sé þess háttar sverð að það hafi vel verið hægt að nota í bardaga. Kristín segir að sverðið hafi verið í kumli sem lenti undir hrauni í Skaftáreldum 1783. Það hafi líklega oltið út úr því í kjölfar Skaftárhlaupsins í fyrra og vitað var að raskaði svæðum þar sem talið er líklegt að fornminjar hafi verið. „Sverðið er hins vegar vel á sig komið. Það er lítið brotið, en það er bara oddurinn sem er brotinn af,“ segir Kristín „Þetta er því mjög verðmætt sverð.“ Samkvæmt fornminjalögum frá 2012 ber almenningi að tilkynna um fundi sem þessa. Það var gert í þessu tilviki. „Við erum mjög þakklát mönnunum fyrir fundinn og að þeir létu vita af þessu. Samkvæmt lögunum má fólk ekki hrófla við neinu nema brýna nauðsyn beri til. Í þessu tilviki skipti máli að þeir tóku sverðið því það hefði hæglega geta borist út í á og glatast.“ Hún segir að starfsmaður Minjastofnunar sé nú að kanna svæðið betur þar sem sverðið fannst. Finnist t.d. beinagrind þarf að kalla mannabeinafræðing á vettvang. Því sé ekki hægt að gefa upp hvar fundarstaðurinn sé. Minjastofnun hefur nú afhent Þjóðminjasafninu sverðið til varðveislu og greiningar, en samkvæmt fornminjalögum er sverðið nú eign íslensku þjóðarinnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Tengdar fréttir Á réttum stað á réttum tíma Gæsaveiðiferð fimm manna tók óvænta stefnu þegar þeir fundu fyrir tilviljun merkar fornminjar - sverð sem talið er hafa legið í heiðinni gröf frá seinni hluta tíundu aldar. Mennirnir segjast hafa áttað sig á því hversu merkilegur fundurinn var eftir að þeir settu mynd af sverðinu á Facebook. 5. september 2016 20:00 Fundu sverð sem gæti verið frá árinu 1000 Gæsaveiðimenn á skytterí um helgina fundu sverð sem Minjastofnun telur að gæti verið frá árinu 1000. 5. september 2016 10:46 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
„Þetta fer á topp tíu.“ Þetta segir dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands, um sverðið sem gæsaveiðimenn fundu í Skaftárhreppi á Suðurlandi um helgina. Kristín telur fundinn með merkari fornleifafundum síðustu ára. „Það eru svo fá sverð sem hafa fundist hér og því er þetta mikill fengur fyrir sögu þjóðarinnar,“ bætir hún við en samkvæmt fyrstu greiningu er sverðið frá 10. öld. „Við ætluðum bara á veiðar, enduðum í fornleifauppgreftri,“ sagði Árni Björn Valdimarsson í samtali við Vísi í gærmorgun, en hann og félagar hans fundu sverðið í veiðiferð á sunnudaginn. Í kjölfarið birtu þeir mynd af sverðinu á Facebook-síðu sinni. „Það fór allt á flug og þetta endar með að Minjastofnun hefur samband við okkur.“ Þeir afhentu Minjastofnun sverðið í gærmorgun. Kristín segir að hingað til hafi rúmlega 20 sverð og sverðbútar fundist á Íslandi. „Hérna hafa fundist margar tegundir af sverðum, en þetta sverð tilheyrir næstelstu tegundinni, af svokallaðri Q-gerð, sem smíðuð var á 10. öld. Við sjáum þetta af hjöltunum út frá ákveðinni aðferðafræði, meðal annars af lögun þeirra og skrauti og hnöppum á þeim,“ segir Kristín. Hún telur ljóst að sverðið sé þess háttar sverð að það hafi vel verið hægt að nota í bardaga. Kristín segir að sverðið hafi verið í kumli sem lenti undir hrauni í Skaftáreldum 1783. Það hafi líklega oltið út úr því í kjölfar Skaftárhlaupsins í fyrra og vitað var að raskaði svæðum þar sem talið er líklegt að fornminjar hafi verið. „Sverðið er hins vegar vel á sig komið. Það er lítið brotið, en það er bara oddurinn sem er brotinn af,“ segir Kristín „Þetta er því mjög verðmætt sverð.“ Samkvæmt fornminjalögum frá 2012 ber almenningi að tilkynna um fundi sem þessa. Það var gert í þessu tilviki. „Við erum mjög þakklát mönnunum fyrir fundinn og að þeir létu vita af þessu. Samkvæmt lögunum má fólk ekki hrófla við neinu nema brýna nauðsyn beri til. Í þessu tilviki skipti máli að þeir tóku sverðið því það hefði hæglega geta borist út í á og glatast.“ Hún segir að starfsmaður Minjastofnunar sé nú að kanna svæðið betur þar sem sverðið fannst. Finnist t.d. beinagrind þarf að kalla mannabeinafræðing á vettvang. Því sé ekki hægt að gefa upp hvar fundarstaðurinn sé. Minjastofnun hefur nú afhent Þjóðminjasafninu sverðið til varðveislu og greiningar, en samkvæmt fornminjalögum er sverðið nú eign íslensku þjóðarinnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Tengdar fréttir Á réttum stað á réttum tíma Gæsaveiðiferð fimm manna tók óvænta stefnu þegar þeir fundu fyrir tilviljun merkar fornminjar - sverð sem talið er hafa legið í heiðinni gröf frá seinni hluta tíundu aldar. Mennirnir segjast hafa áttað sig á því hversu merkilegur fundurinn var eftir að þeir settu mynd af sverðinu á Facebook. 5. september 2016 20:00 Fundu sverð sem gæti verið frá árinu 1000 Gæsaveiðimenn á skytterí um helgina fundu sverð sem Minjastofnun telur að gæti verið frá árinu 1000. 5. september 2016 10:46 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Á réttum stað á réttum tíma Gæsaveiðiferð fimm manna tók óvænta stefnu þegar þeir fundu fyrir tilviljun merkar fornminjar - sverð sem talið er hafa legið í heiðinni gröf frá seinni hluta tíundu aldar. Mennirnir segjast hafa áttað sig á því hversu merkilegur fundurinn var eftir að þeir settu mynd af sverðinu á Facebook. 5. september 2016 20:00
Fundu sverð sem gæti verið frá árinu 1000 Gæsaveiðimenn á skytterí um helgina fundu sverð sem Minjastofnun telur að gæti verið frá árinu 1000. 5. september 2016 10:46