Vantar starfsfólk á nær helming leikskóla Reykjavíkurborgar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. september 2016 06:45 Nokkrir leikskólar hafa þurft að grípa til þess örþrifaráðs að skerða þjónustuna. vísir/anton brink Af 64 leikskólum í Reykjavík vantar starfsfólk á 27 leikskóla og er um ríflega fimmtíu stöðugildi að ræða. Í tíu leikskólum vantar þrjá til fjóra starfsmenn til að leikskólinn sé fullmannaður fyrir veturinn.Halldóra Kristjónsdóttir, foreldri barns á BakkaborgÍ samtali við leikskólastjóra þeirra leikskóla sem auglýsa þessa dagana eftir starfsfólki kemur skýrt fram að erfitt er að fá fólk. Margir skólar hafa reynt að ráða í stöður frá því í ágúst. Flestir leikskólastjórar segja litlar undirtektir vera og í nokkrum tilfellum hafa engin svör borist við atvinnuauglýsingum. Fólk í atvinnuleit virðist leita á önnur mið. „Það er búið að þrengja það mikið að starfinu. Starfsumhverfið er orðið svo erfitt,“ segir Anna Bára Pétursdóttir, leikskólastjóri á Jöklaborg, en hún hefur misst starfsfólk til leikskóla í öðrum sveitarfélögum. Í sumum leikskólum hefur manneklan orðið til þess að leikskólastjórar hafa þurft að að skerða þjónustu við börn. Þannig hefur leikskólinn Bakkaborg gert skipulag fyrir septembermánuð þar sem hvert barn þarf að vera heima einn dag í viku. Foreldrar eru ekki sáttir. „Bakkaborg hefur staðið sig einstaklega vel miðað við aðstæður. En borgarstjórn þarf að fara að hysja upp um sig buxurnar. Það þarf að bæta starfsaðstæður,“ segir Halldóra Kristjónsdóttir, móðir barns á Bakkaborg, en hún er nýbyrjuð í nýju starfi og því erfitt að taka frí einn dag í viku. „Þetta er ekki bjóðandi fyrir vinnandi fólk. Ef þetta ástand fer ekki að skána flyt ég í annað sveitarfélag. Ég ætla ekki að bjóða barninu mínu upp á að fá verri skólaþjónustu en börn í öðrum sveitarfélögum.“Elín Erna Steinarsdóttir, leikskólastjóriElín Erna Steinarsdóttir, leikskólastjóri Bakkaborgar, segir ástandið svipað og rétt fyrir hrun þegar fólk gat valið milli starfa. Því miður verði leikskólinn oft út undan í þeirri keppni. Í síðustu viku hættu tveir starfsmenn við að hefja störf á leikskólanum því þeim hafði boðist annað starf. „Við vorum komin með fullmannaðan leikskóla. Svo breyttist það á tveimur dögum. Leikskólar njóta aldrei góðæris. Það eru skerðingar og hagræðing hvort sem það er góðæri eða kreppa. Í raun er auðveldara að reka leikskóla í kreppu því þá fáum við starfsfólk,“ segir Elín. Dagar sem börnin eru ekki á leikskólanum eru dregnir af leikskólagjaldi barnsins. „En það er mun lægri upphæð en vinnutap foreldra,“ segir Elín. „Fólk þarf að geyma sumarfrí fyrir skipulagsdaga, frí í grunnskólum, sumarfrí og svo framvegis. Það á enginn aukafrí fyrir þessa daga og það hafa ekki allir gott net í kringum sig upp á aðstoð.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Leikskólastjórar rísa upp og „stöðva vitleysuna“ Leikskólastjórar í Reykjavík funduðu í gær í þeim tilgangi að reyna að „stöðva vitleysuna“ sem þeir segja niðurskurð til leikskóla vera. Borgarstjóra afhent ályktun í dag. Allir orðnir fullsaddir, segir leikskólastjóri. 30. ágúst 2016 07:00 Staðan á leikskólum aldrei verið jafn slæm Staðan hefur aldrei verið svona slæm, segir leikskólastjóri í Reykjavík en skólanum hefur verið gert að skera enn frekar niður. Hún segir leikskólastjórnendur örmagna og ekki vita hvernig hægt sé að skera frekar niður en margir íhugi nú uppsögn vegna þessarar stöðu 26. ágúst 2016 18:30 Borgarstjóri hefur áhyggjur en finnst umræðan ekki endurspegla gott starf leikskólanna Dagur B. Eggertsson hefur áhyggjur af því sem hann kallar kerfisbundna skekkju við úthlutun fjár í leikskólum borgarinnar en segir gagnrýni grunnskólastjóra ekki sanngjarna. 30. ágúst 2016 13:38 Áhyggjufullir foreldrar neita að láta börn dvelja í sársveltum skóla Brynja Dögg Heiðudóttir, foreldri barns í leikskóla borgarinnar, stofnaði hópinn Leikskólamál í Reykjavík á Facebook fyrir ári og hóf undirskriftasöfnun í gær. 31. ágúst 2016 06:00 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Af 64 leikskólum í Reykjavík vantar starfsfólk á 27 leikskóla og er um ríflega fimmtíu stöðugildi að ræða. Í tíu leikskólum vantar þrjá til fjóra starfsmenn til að leikskólinn sé fullmannaður fyrir veturinn.Halldóra Kristjónsdóttir, foreldri barns á BakkaborgÍ samtali við leikskólastjóra þeirra leikskóla sem auglýsa þessa dagana eftir starfsfólki kemur skýrt fram að erfitt er að fá fólk. Margir skólar hafa reynt að ráða í stöður frá því í ágúst. Flestir leikskólastjórar segja litlar undirtektir vera og í nokkrum tilfellum hafa engin svör borist við atvinnuauglýsingum. Fólk í atvinnuleit virðist leita á önnur mið. „Það er búið að þrengja það mikið að starfinu. Starfsumhverfið er orðið svo erfitt,“ segir Anna Bára Pétursdóttir, leikskólastjóri á Jöklaborg, en hún hefur misst starfsfólk til leikskóla í öðrum sveitarfélögum. Í sumum leikskólum hefur manneklan orðið til þess að leikskólastjórar hafa þurft að að skerða þjónustu við börn. Þannig hefur leikskólinn Bakkaborg gert skipulag fyrir septembermánuð þar sem hvert barn þarf að vera heima einn dag í viku. Foreldrar eru ekki sáttir. „Bakkaborg hefur staðið sig einstaklega vel miðað við aðstæður. En borgarstjórn þarf að fara að hysja upp um sig buxurnar. Það þarf að bæta starfsaðstæður,“ segir Halldóra Kristjónsdóttir, móðir barns á Bakkaborg, en hún er nýbyrjuð í nýju starfi og því erfitt að taka frí einn dag í viku. „Þetta er ekki bjóðandi fyrir vinnandi fólk. Ef þetta ástand fer ekki að skána flyt ég í annað sveitarfélag. Ég ætla ekki að bjóða barninu mínu upp á að fá verri skólaþjónustu en börn í öðrum sveitarfélögum.“Elín Erna Steinarsdóttir, leikskólastjóriElín Erna Steinarsdóttir, leikskólastjóri Bakkaborgar, segir ástandið svipað og rétt fyrir hrun þegar fólk gat valið milli starfa. Því miður verði leikskólinn oft út undan í þeirri keppni. Í síðustu viku hættu tveir starfsmenn við að hefja störf á leikskólanum því þeim hafði boðist annað starf. „Við vorum komin með fullmannaðan leikskóla. Svo breyttist það á tveimur dögum. Leikskólar njóta aldrei góðæris. Það eru skerðingar og hagræðing hvort sem það er góðæri eða kreppa. Í raun er auðveldara að reka leikskóla í kreppu því þá fáum við starfsfólk,“ segir Elín. Dagar sem börnin eru ekki á leikskólanum eru dregnir af leikskólagjaldi barnsins. „En það er mun lægri upphæð en vinnutap foreldra,“ segir Elín. „Fólk þarf að geyma sumarfrí fyrir skipulagsdaga, frí í grunnskólum, sumarfrí og svo framvegis. Það á enginn aukafrí fyrir þessa daga og það hafa ekki allir gott net í kringum sig upp á aðstoð.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Leikskólastjórar rísa upp og „stöðva vitleysuna“ Leikskólastjórar í Reykjavík funduðu í gær í þeim tilgangi að reyna að „stöðva vitleysuna“ sem þeir segja niðurskurð til leikskóla vera. Borgarstjóra afhent ályktun í dag. Allir orðnir fullsaddir, segir leikskólastjóri. 30. ágúst 2016 07:00 Staðan á leikskólum aldrei verið jafn slæm Staðan hefur aldrei verið svona slæm, segir leikskólastjóri í Reykjavík en skólanum hefur verið gert að skera enn frekar niður. Hún segir leikskólastjórnendur örmagna og ekki vita hvernig hægt sé að skera frekar niður en margir íhugi nú uppsögn vegna þessarar stöðu 26. ágúst 2016 18:30 Borgarstjóri hefur áhyggjur en finnst umræðan ekki endurspegla gott starf leikskólanna Dagur B. Eggertsson hefur áhyggjur af því sem hann kallar kerfisbundna skekkju við úthlutun fjár í leikskólum borgarinnar en segir gagnrýni grunnskólastjóra ekki sanngjarna. 30. ágúst 2016 13:38 Áhyggjufullir foreldrar neita að láta börn dvelja í sársveltum skóla Brynja Dögg Heiðudóttir, foreldri barns í leikskóla borgarinnar, stofnaði hópinn Leikskólamál í Reykjavík á Facebook fyrir ári og hóf undirskriftasöfnun í gær. 31. ágúst 2016 06:00 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Leikskólastjórar rísa upp og „stöðva vitleysuna“ Leikskólastjórar í Reykjavík funduðu í gær í þeim tilgangi að reyna að „stöðva vitleysuna“ sem þeir segja niðurskurð til leikskóla vera. Borgarstjóra afhent ályktun í dag. Allir orðnir fullsaddir, segir leikskólastjóri. 30. ágúst 2016 07:00
Staðan á leikskólum aldrei verið jafn slæm Staðan hefur aldrei verið svona slæm, segir leikskólastjóri í Reykjavík en skólanum hefur verið gert að skera enn frekar niður. Hún segir leikskólastjórnendur örmagna og ekki vita hvernig hægt sé að skera frekar niður en margir íhugi nú uppsögn vegna þessarar stöðu 26. ágúst 2016 18:30
Borgarstjóri hefur áhyggjur en finnst umræðan ekki endurspegla gott starf leikskólanna Dagur B. Eggertsson hefur áhyggjur af því sem hann kallar kerfisbundna skekkju við úthlutun fjár í leikskólum borgarinnar en segir gagnrýni grunnskólastjóra ekki sanngjarna. 30. ágúst 2016 13:38
Áhyggjufullir foreldrar neita að láta börn dvelja í sársveltum skóla Brynja Dögg Heiðudóttir, foreldri barns í leikskóla borgarinnar, stofnaði hópinn Leikskólamál í Reykjavík á Facebook fyrir ári og hóf undirskriftasöfnun í gær. 31. ágúst 2016 06:00