Reyndi viljandi að kveikja neista hjá Dóru Maríu sem varð brjáluð Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. september 2016 16:20 Dóra María Lárusdóttir, leikmaður Vals í Pepsi-deild kvenna í fótbolta, snýr aftur í landsliðið þegar stelpurnar okkar mæta Slóveníu og Skotlandi í undankeppni EM 2017 seinna í mánuðinum. Hópurinn var valinn í dag. Dóra María tók sér frí frá knattspyrnuiðkun frá september 2014 og þar til í mars á þessu ári en síðast spilaði hún landsleik í einmitt í september fyrir tveimur árum.Sjá einnig:Freyr: Við ætlum að gefa Berglindi tækifæri Þessi magnaða fótboltakona sem á að baki 108 landsleiki fyrir Ísland er búin að vera einn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar og stefnir jafnvel í að hún fari á þriðja Evrópumótið sitt að ári en hún er 31 árs gömul. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, viðurkenndi á blaðamannafundi þegar hópurinn var tilkynntur í dag að hann lét á reyna hvort Dóra María hefði virkilegan áhuga á að snúa aftur í landsliðið. Hún virðist meira en klár miðað við það sem Freyr hafði að segja. „Við erum búin að ræða málin vel. Ég talaði ekkert við hana þegar ég valdi síðasta hóp og það var viljandi. Ég vildi gá hvort ég myndi kveikja í einhverju í hausnum á henni sem það og gerði. Hún var brjáluð yfir því að ég talaði ekki við hana,“ sagði Freyr. „Svo beið ég eins lengi og ég gat að ræða við hana núna áður en ég valdi þennan hóp. Við funduðum tvisvar áður en ég ákvað að velja hana því ég vildi vita hvort eldmóðurinn væri til staðar.“ „Hann er til staðar og þá vitum við hvað hún er góð í fótbolta. Við höfum séð hana vaxa í sumar og það er mikill fengur fyrir okkur að fá hana til baka. Þetta snerist fyrst og fremst um það hvort hún hefði innri hvatningu til að gera þetta vel. Hún hefur hana og það er mikið fagnaðarefni fyrir okkur.“ sagði Freyr Alexandersson. Svar Freys má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Við ætlum að gefa Berglindi tækifæri Landsliðsþjálfararnir ætla að reyna það sama með Berglindi Björg og þeir gerðu fyrir Hörpu. 7. september 2016 15:58 Hópurinn sem mætir Slóvenum og Skotum | Dóra María kemur aftur inn Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið íslenska hópinn fyrir leikina gegn Slóveníu og Skotlandi í undankeppni EM 2017. 7. september 2016 13:15 Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
Dóra María Lárusdóttir, leikmaður Vals í Pepsi-deild kvenna í fótbolta, snýr aftur í landsliðið þegar stelpurnar okkar mæta Slóveníu og Skotlandi í undankeppni EM 2017 seinna í mánuðinum. Hópurinn var valinn í dag. Dóra María tók sér frí frá knattspyrnuiðkun frá september 2014 og þar til í mars á þessu ári en síðast spilaði hún landsleik í einmitt í september fyrir tveimur árum.Sjá einnig:Freyr: Við ætlum að gefa Berglindi tækifæri Þessi magnaða fótboltakona sem á að baki 108 landsleiki fyrir Ísland er búin að vera einn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar og stefnir jafnvel í að hún fari á þriðja Evrópumótið sitt að ári en hún er 31 árs gömul. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, viðurkenndi á blaðamannafundi þegar hópurinn var tilkynntur í dag að hann lét á reyna hvort Dóra María hefði virkilegan áhuga á að snúa aftur í landsliðið. Hún virðist meira en klár miðað við það sem Freyr hafði að segja. „Við erum búin að ræða málin vel. Ég talaði ekkert við hana þegar ég valdi síðasta hóp og það var viljandi. Ég vildi gá hvort ég myndi kveikja í einhverju í hausnum á henni sem það og gerði. Hún var brjáluð yfir því að ég talaði ekki við hana,“ sagði Freyr. „Svo beið ég eins lengi og ég gat að ræða við hana núna áður en ég valdi þennan hóp. Við funduðum tvisvar áður en ég ákvað að velja hana því ég vildi vita hvort eldmóðurinn væri til staðar.“ „Hann er til staðar og þá vitum við hvað hún er góð í fótbolta. Við höfum séð hana vaxa í sumar og það er mikill fengur fyrir okkur að fá hana til baka. Þetta snerist fyrst og fremst um það hvort hún hefði innri hvatningu til að gera þetta vel. Hún hefur hana og það er mikið fagnaðarefni fyrir okkur.“ sagði Freyr Alexandersson. Svar Freys má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Við ætlum að gefa Berglindi tækifæri Landsliðsþjálfararnir ætla að reyna það sama með Berglindi Björg og þeir gerðu fyrir Hörpu. 7. september 2016 15:58 Hópurinn sem mætir Slóvenum og Skotum | Dóra María kemur aftur inn Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið íslenska hópinn fyrir leikina gegn Slóveníu og Skotlandi í undankeppni EM 2017. 7. september 2016 13:15 Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
Freyr: Við ætlum að gefa Berglindi tækifæri Landsliðsþjálfararnir ætla að reyna það sama með Berglindi Björg og þeir gerðu fyrir Hörpu. 7. september 2016 15:58
Hópurinn sem mætir Slóvenum og Skotum | Dóra María kemur aftur inn Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið íslenska hópinn fyrir leikina gegn Slóveníu og Skotlandi í undankeppni EM 2017. 7. september 2016 13:15