Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir því að fjöldi ferðamanna í ár verði 1,76 milljónir, sem er 39 prósenta aukning frá því í fyrra. Ferðamenn verði svo orðnir 2,37 milljónir á næsta ári.
Spáin byggir á gögnum sem Isavia hefur birt um úthlutuð stæði fyrir tímabilið 1. nóvember 2016 til 25. mars 2017. Gangi spá Greiningar um fjölda ferðamanna eftir verður fjöldinn á næsta ári ríflega sjöfaldur íbúafjöldi í landinu. Afar fáar þjóðir státa af álíka háu hlutfalli.
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
